Innlent

Vaktin: Nýtt kerfi fyrir Grind­víkinga

Hólmfríður Gísladóttir, Margrét Björk Jónsdóttir, Lovísa Arnardóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa
Til stóð að hleypa íbúum Grindavíkur sem höfðu fengið boð, inn til klukkan 14. Aðgerðum var hætt klukkan 11 vegna öryggisráðstafanna.
Til stóð að hleypa íbúum Grindavíkur sem höfðu fengið boð, inn til klukkan 14. Aðgerðum var hætt klukkan 11 vegna öryggisráðstafanna. Vísir/Vilhelm

Um 1400 jarðskjálftar hafa mælst við kvikuganginn á Reykjanesinu frá miðnætti. Mest er um smáskjálfta undir 1 að stærð, en í morgun kl. 6.35 mældist skjálfti við Hagafell sem var 3.0 að stærð.

Helstu tíðindi:

  • Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur enn töluverðar líkur á gosi, en líklega yrði það í minni kantinum og í líkingu við gos síðustu ára.
  • Kvikugas mældist í borholu í Svartsengi norðan Þorbjarnar í gær. Frekari mælingar verða gerðar í dag.
  • HS Veitur sögðu í gær að rof hefðu orðið á rafstrengum og lögnum vegna sprungunnar sem nú liggur í gegnum bæinn.
  • Íbúum á rauða svæðinu, hættulegasta svæði Grindavíkur fengu boð um að komast til að sækja eigur í morgun. Sú aðgerð hófst klukkan níu í morgun en klukkan ellefu var þeim hætt vegna öryggisráðstafanna. Forsvarsmönnum fyrirtækja var hleypt inn klukkan 14.
  • Foreldrum leik- og grunnskólabarna í Grindavík var boðið samverustundar í Laugardalshöll klukkan 13 í dag.

Hér fyrir neðan má sjá útsýnið úr vefmyndavél Vísis á Þorbirni:

Og hér má sjá útsýnið úr vefmyndavél Vísis sem beinist að Grindavík:

Fréttastofa fylgist með þróun mála í allan dag. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni (F5).



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×