Íslenska verður á undan ensku á Keflavíkurflugvelli Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. nóvember 2023 10:12 Upplýsingaskilti á flugvellinum hafa haft ensku í fyrrirrúmi síðan árið 2016. Vísir/Vilhelm Stjórn Isavia hefur tekið ákvörðun um að íslenskan verði á undan öðrum tungumálum á öllum leiðbeiningarskiltum fyrir árslok 2024. Í tilefni af Degi íslensrar tungu hefur verið hleypt af stokkunum átakinu Höldum íslenskunni á lofti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Þar kemur fram að átakið miði að því að íslenska verði sýnilegri og mikilvægur þáttur í upplifun gesta flugvallarins. „Á Keflavíkurflugvelli er ávallt lögð áhersla á einstaka íslenska upplifun með því að skapa tengingar við íslenska náttúru, menningu og samfélag. Aukinn sýnileiki og áhersla á íslenska tungu á flugvellinum og miðlum hans er markmið átaksins Höldum íslenskunni á lofti,“ segir í tilkynningunni. Þá verði hinar ýmsu hliðar íslenskunnar strax sýnilegar í flugstöðinni. Til að mynda muni gömul íslensk heiti á erlendum borgum, eins og Nýja-Jórvík, Málmhaugar og Meilansborg, ganga í endurnýjun lífdaga með áhugaverðum hætti. „Hluti af þessu átaki verður að setja íslenskuna á undan öðrum tungumálum á öllum leiðbeiningarskiltum flugvallarins sem stjórn Isavia hefur ákveðið að gert verði fyrir árslok 2024. Skiltin eru lykilþáttur í því að hjálpa gestum að komast leiðar sinnar og tryggja gott flæði.“ Isavia hefur hafið nýtt átak. Við breytinguna sé því einnig mikilvægt að huga að gestum flugvallarins sem ekki skilja íslensku. Til að tryggja samræmi á milli skilta og koma í veg fyrir misskilning er nauðsynlegt að öllum skiltum sé breytt í einu. Breytingarnar kalla því á vandaðan undirbúning og skipulag og er sú vinna þegar hafin, að því er segir í tilkynningunni. „Við erum stolt af íslenskri tungu og viljum halda henni á lofti. Hún er eitt okkar helsta einkenni og það sem sameinar okkur landsmenn – hvar sem við erum stödd í heiminum. Íslenskan er líka eitt af því sem vekur áhuga annarra þjóða á Íslandi, hvort sem það eru bókmenntirnar okkar, tónlistin eða örnefni sem enginn getur borið fram nema við,“ segir Kristján Þór Júlíusson, stjórnarformaður Isavia. „Þess vegna viljum við halda íslenskunni á lofti á Keflavíkurflugvelli, taka þátt í því að standa vörð um tungumálið og kynna það fyrir gestum okkar með áhugaverðum og upplýsandi hætti. Vinnan við herferðina og breytingarnar í flugstöðinni hefur staðið yfir í nokkurn tíma og nú liggur fyrir hvenær breytingu á leiðakerfinu okkar verður lokið þannig að íslenskan fái sinn rétta sess á sama tíma og allir okkar farþegar komist rétta leið.“ Íslensk tunga Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Þar kemur fram að átakið miði að því að íslenska verði sýnilegri og mikilvægur þáttur í upplifun gesta flugvallarins. „Á Keflavíkurflugvelli er ávallt lögð áhersla á einstaka íslenska upplifun með því að skapa tengingar við íslenska náttúru, menningu og samfélag. Aukinn sýnileiki og áhersla á íslenska tungu á flugvellinum og miðlum hans er markmið átaksins Höldum íslenskunni á lofti,“ segir í tilkynningunni. Þá verði hinar ýmsu hliðar íslenskunnar strax sýnilegar í flugstöðinni. Til að mynda muni gömul íslensk heiti á erlendum borgum, eins og Nýja-Jórvík, Málmhaugar og Meilansborg, ganga í endurnýjun lífdaga með áhugaverðum hætti. „Hluti af þessu átaki verður að setja íslenskuna á undan öðrum tungumálum á öllum leiðbeiningarskiltum flugvallarins sem stjórn Isavia hefur ákveðið að gert verði fyrir árslok 2024. Skiltin eru lykilþáttur í því að hjálpa gestum að komast leiðar sinnar og tryggja gott flæði.“ Isavia hefur hafið nýtt átak. Við breytinguna sé því einnig mikilvægt að huga að gestum flugvallarins sem ekki skilja íslensku. Til að tryggja samræmi á milli skilta og koma í veg fyrir misskilning er nauðsynlegt að öllum skiltum sé breytt í einu. Breytingarnar kalla því á vandaðan undirbúning og skipulag og er sú vinna þegar hafin, að því er segir í tilkynningunni. „Við erum stolt af íslenskri tungu og viljum halda henni á lofti. Hún er eitt okkar helsta einkenni og það sem sameinar okkur landsmenn – hvar sem við erum stödd í heiminum. Íslenskan er líka eitt af því sem vekur áhuga annarra þjóða á Íslandi, hvort sem það eru bókmenntirnar okkar, tónlistin eða örnefni sem enginn getur borið fram nema við,“ segir Kristján Þór Júlíusson, stjórnarformaður Isavia. „Þess vegna viljum við halda íslenskunni á lofti á Keflavíkurflugvelli, taka þátt í því að standa vörð um tungumálið og kynna það fyrir gestum okkar með áhugaverðum og upplýsandi hætti. Vinnan við herferðina og breytingarnar í flugstöðinni hefur staðið yfir í nokkurn tíma og nú liggur fyrir hvenær breytingu á leiðakerfinu okkar verður lokið þannig að íslenskan fái sinn rétta sess á sama tíma og allir okkar farþegar komist rétta leið.“
Íslensk tunga Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira