Innlent

Dómara hryðjuverkamálsins gert að víkja vegna van­hæfis

Jón Þór Stefánsson skrifar
Sindri Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson eru sakborningar hryðjuverkamálsins.
Sindri Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson eru sakborningar hryðjuverkamálsins. Vísir/Vilhelm

Landsréttur hefur gert Daða Kristjánssyni, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, að víkja frá hryðjuverkamálinu svokallaða vegna vanhæfis. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari málsins í samtali við Vísi.

Daði þykir hafa tekið efnislega afstöðu til sakarefnis málsins í fyrri úrskurði sínum í málinu. Karl útskýrir að í röksemdarfærslu sinni hafi Daði vísað til ákveðins lagaákvæðis og þar með tekið þessa afstöðu.

Í umræddum úrskurði vísaði Daði málinu frá dómi. Landsréttur sneri þó þeirri ákvörðun við, sem þýðir að réttað verði í málinu í Héraðsdómi.

Karl Ingi Vilbergsson sækir málið fyrir hönd héraðssaksóknara.Vísir/Vilhelm

„Það voru bara ákveðin atriði í þessum frávísunarúrskurði, þar sem mátti lesa úr afstöðu hans til ákærunnar,“ segir Karl.

RÚV greindi fyrst frá ákvörðun Landsréttar, en sjálfur hafði Daði komist að þeirri niðurstöðu í héraði að hann væri sjálfur ekki vanhæfur. Karl Ingi, fyrir hönd héraðssaksóknara, kærði það til Landsréttar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×