Herbergi í húsinu eru tíu, þar af fimm svefnherbergi, og baðherbergi, eru fjögur. Tvær rúmgóðar og fullbúnar aukaíbúðir eru í kjallara, fimmtíu og sjötíu fermetrar að stærð.
Merbau parket er á gólfum á miðhæð og efstu hæð. Snjóbræðsla er í stéttum fyrir framan hús og á göngustíg. Bílastæði fyrir allt að fjóra bíla fyrir framan bílskúr.
Eignin hefur verið töluvert uppgerð frá árinu 2017. Síðan þá hafa meðal annars gluggar, lagnir, gólfefni og baðherbergi verið endurnýjað. Nýr sólskáli var byggður við húsið árið 2019. Þrjú ár eru síðan húsið var pússað og málað að utan.
Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á nýjum fasteignavef Vísis.








