Sigið heldur áfram og líkur á eldgosi enn taldar miklar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. nóvember 2023 12:28 Sigdalur hefur myndast í Grindavík eftir jarðhræringarnar undanfarið og heldur jörð áfram að síga. Vísir/Vilhelm Sigdalurinn í Grindavík heldur áfram að dýpka og enn er töluverð jarðskjálftavirkni á Reykjanesi. Frá miðnætti hafa um átta hundruð skjálftar mælst og eru líkur á eldgosi eru enn taldar miklar. Langflestir hafa jarðskjálftarnir verið um miðbik kvikugangsins við Sundhnúk eða á um 3 til 5 kílómetra dýpi. Skjálftavirknin hefur haldist stöðug frá því á laugardag. Í stöðuuppfærslu á vef Veðurstofunnar segir að megináhersla sé á vöktun virkninnar við kvikuganginn og í Grindavík. Þá segir einnig að aflögunarmælingar sýni áframhaldandi aflögun á svæðinu. Þær séu í samræmi við að kvika flæði enn inn í ganginn. Hluti kvikugangs virðist vera að storkna, einkum til jaðra en ekki við uppstreymissvæði kviku sem talið er vera við Sundhnúk. Þá sé staðan á heildina óbreytt frá því í gær. Líkur á eldgosi séu enn taldar miklar. Komi til goss er líklegust staðsetning við kvikuganginn. Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði segir sigdalinn í Grindavík halda áfram að dýpka. „Við vitum það frá athugunum á staðnum að sigið heldur áfram og það eru líka láréttar hreyfingar eftir sniðgengjum þannig að hvort tveggja er í gangi. Skjálftavirkni virðist vera svipuð eins og hún hefur verið og meðan það er þá verðum við bara að bíða og sjá hvernig framhaldið er. Kvikan sem virðist vera komin upp á tiltölulega grunnt dýpi það er eitthvað sem heldur aftur af henni þannig að meðan hún er að eiga við það þá svo sem fáum við ekki gos.“ Kvikan sé komin á fjögur eða fimm hundruð metra dýpi undir og við Grindavík „Ein möguleg túlkun er að það sé kvika eftir endilangri Sundhnúkasprungunni sem er fimmtán kílómetra löng og hvar toppurinn er á kvikunni á hverjum stað er erfitt að segja til um. Það virðist nú vera að þarna við Grindavík hafi kvikan náð tiltölulega grunnt.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir 500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Stærsti skjálftinn náði ekki þremur stigum. 15. nóvember 2023 07:00 Fer heim „um leið og þetta helvítis eldgos drullar sér upp“ Steinunn Sesselja Sigurðardóttir segist ekki ætla að yfirgefa Grindavík. Heimili hennar virðist hafa sloppið vel í skjálftunum. Hún yfirgaf húsið sitt á miðnætti á föstudag og bíður þess að eldgosið láti sjá sig. 14. nóvember 2023 13:53 Grindvíkingar sem fá að skreppa heim þurfa að kynna sér leiðina vel Íbúar Grindavíkur sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft samband við fá að skreppa heim til sín eftir verðmætum í dag. Tvær leiðir eru aðgengilegar eftir því hvar í bænum fólkið býr. 15. nóvember 2023 09:00 Grindvíkingar ætla sér heim aftur Margar fjölskyldur úr Grindavík eru nú í sumarhúsum, fjölbýlishúsum eða í einbýlishúsum á Suðurlandi og reyna að láta fara vel um sig. Íbúarnir ætlar sér heim aftur og leggja áherslu á jákvæðni og hreyfingu við krefjandi aðstæður. 14. nóvember 2023 20:30 „Þetta verður bara rutt niður“ Siguróli Sigurðsson, íbúi í Grindavík, átti ekki von á því að húsið sitt yrði ónýtt þegar hann mætti aftur til bæjarins í dag til að sækja nauðsynjar. Húsið er sigið og nota þurfti kúbein til að komast inn. 14. nóvember 2023 15:19 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Langflestir hafa jarðskjálftarnir verið um miðbik kvikugangsins við Sundhnúk eða á um 3 til 5 kílómetra dýpi. Skjálftavirknin hefur haldist stöðug frá því á laugardag. Í stöðuuppfærslu á vef Veðurstofunnar segir að megináhersla sé á vöktun virkninnar við kvikuganginn og í Grindavík. Þá segir einnig að aflögunarmælingar sýni áframhaldandi aflögun á svæðinu. Þær séu í samræmi við að kvika flæði enn inn í ganginn. Hluti kvikugangs virðist vera að storkna, einkum til jaðra en ekki við uppstreymissvæði kviku sem talið er vera við Sundhnúk. Þá sé staðan á heildina óbreytt frá því í gær. Líkur á eldgosi séu enn taldar miklar. Komi til goss er líklegust staðsetning við kvikuganginn. Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði segir sigdalinn í Grindavík halda áfram að dýpka. „Við vitum það frá athugunum á staðnum að sigið heldur áfram og það eru líka láréttar hreyfingar eftir sniðgengjum þannig að hvort tveggja er í gangi. Skjálftavirkni virðist vera svipuð eins og hún hefur verið og meðan það er þá verðum við bara að bíða og sjá hvernig framhaldið er. Kvikan sem virðist vera komin upp á tiltölulega grunnt dýpi það er eitthvað sem heldur aftur af henni þannig að meðan hún er að eiga við það þá svo sem fáum við ekki gos.“ Kvikan sé komin á fjögur eða fimm hundruð metra dýpi undir og við Grindavík „Ein möguleg túlkun er að það sé kvika eftir endilangri Sundhnúkasprungunni sem er fimmtán kílómetra löng og hvar toppurinn er á kvikunni á hverjum stað er erfitt að segja til um. Það virðist nú vera að þarna við Grindavík hafi kvikan náð tiltölulega grunnt.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir 500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Stærsti skjálftinn náði ekki þremur stigum. 15. nóvember 2023 07:00 Fer heim „um leið og þetta helvítis eldgos drullar sér upp“ Steinunn Sesselja Sigurðardóttir segist ekki ætla að yfirgefa Grindavík. Heimili hennar virðist hafa sloppið vel í skjálftunum. Hún yfirgaf húsið sitt á miðnætti á föstudag og bíður þess að eldgosið láti sjá sig. 14. nóvember 2023 13:53 Grindvíkingar sem fá að skreppa heim þurfa að kynna sér leiðina vel Íbúar Grindavíkur sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft samband við fá að skreppa heim til sín eftir verðmætum í dag. Tvær leiðir eru aðgengilegar eftir því hvar í bænum fólkið býr. 15. nóvember 2023 09:00 Grindvíkingar ætla sér heim aftur Margar fjölskyldur úr Grindavík eru nú í sumarhúsum, fjölbýlishúsum eða í einbýlishúsum á Suðurlandi og reyna að láta fara vel um sig. Íbúarnir ætlar sér heim aftur og leggja áherslu á jákvæðni og hreyfingu við krefjandi aðstæður. 14. nóvember 2023 20:30 „Þetta verður bara rutt niður“ Siguróli Sigurðsson, íbúi í Grindavík, átti ekki von á því að húsið sitt yrði ónýtt þegar hann mætti aftur til bæjarins í dag til að sækja nauðsynjar. Húsið er sigið og nota þurfti kúbein til að komast inn. 14. nóvember 2023 15:19 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Stærsti skjálftinn náði ekki þremur stigum. 15. nóvember 2023 07:00
Fer heim „um leið og þetta helvítis eldgos drullar sér upp“ Steinunn Sesselja Sigurðardóttir segist ekki ætla að yfirgefa Grindavík. Heimili hennar virðist hafa sloppið vel í skjálftunum. Hún yfirgaf húsið sitt á miðnætti á föstudag og bíður þess að eldgosið láti sjá sig. 14. nóvember 2023 13:53
Grindvíkingar sem fá að skreppa heim þurfa að kynna sér leiðina vel Íbúar Grindavíkur sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur haft samband við fá að skreppa heim til sín eftir verðmætum í dag. Tvær leiðir eru aðgengilegar eftir því hvar í bænum fólkið býr. 15. nóvember 2023 09:00
Grindvíkingar ætla sér heim aftur Margar fjölskyldur úr Grindavík eru nú í sumarhúsum, fjölbýlishúsum eða í einbýlishúsum á Suðurlandi og reyna að láta fara vel um sig. Íbúarnir ætlar sér heim aftur og leggja áherslu á jákvæðni og hreyfingu við krefjandi aðstæður. 14. nóvember 2023 20:30
„Þetta verður bara rutt niður“ Siguróli Sigurðsson, íbúi í Grindavík, átti ekki von á því að húsið sitt yrði ónýtt þegar hann mætti aftur til bæjarins í dag til að sækja nauðsynjar. Húsið er sigið og nota þurfti kúbein til að komast inn. 14. nóvember 2023 15:19