500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Hólmfríður Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 15. nóvember 2023 07:00 Íbúar hafa tvo síðustu daga fengið að skreppa örsnöggt heim til Grindavíkur og sækja verðmæti. Fólk þurfti að yfirgefa bæinn í skyndi í gær vegna rýmingar sem svo kom í ljós að reyndist óþörf. Vísir/Vilhelm Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Stærsti skjálftinn náði ekki þremur stigum. Bjarki Kaldalóns Friis náttúruvársérfræðingur var á vaktinni hjá Veðurstofu Íslands í nótt og segir hana hafa verið svipaða og síðustu nætur. „Það eru rétt um fimmhundruð skjálftar frá miðnætti og stærsti skjálftinn mældist 2,6 stig en hann kom tólf mínútur yfir þrjú í nótt.“ Mest virkni austan við Þorbjörn Bjarki segir að hann hafi átt upptök sín við Hagafell, austan við Þorbjörn. Þar hafi líka mesta virknin verið, sem sé eins og verið hefur síðustu daga. „Þetta er í miðju kvikugangsins, meira og minna.“ Bjarki segir að jarðskjálftavirknin sé stöðug ennþá en að stærri skjálftarnir séu þó eilítið minni en þeir voru áður. Þó ekki svo mjög mikið. Enginn gosórói hefur mælst á svæðinu ennþá. „Svo erum við búin að vera að fylgjast með svæðinu líka því vinnutæki hafa verið á svæðinu í alla nótt að keyra efni í varnargarðana,“ segir Bjarki. Veðurstofan fylgist því með mælum til þess að hægt sé að vara verktakana við ef aðstæður breytast. Fundur sérfræðinga klukkan 9:30 Sérfræðingar Veðurstofunnar munu funda klukkan 9.30, eins og venjulega, til að leggja mat á nýjustu gögn og upplýsingar. Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur sagði í Pallborðinu á Vísi í gær að gosórói og grunnir skjálftar myndu mælast klukkustundum áður en eldgos hæfist. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur sagði fyrirvarann verða minnst hálftími. Í dag verður opnuð þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu í Reykjavík. Þar verður boðið upp á samveru, stuðning, ráðgjöf og fræðslu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Vaktin: 500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Til stendur að hleypa íbúum Grindavíkur áfram heim til sín í dag. Vinna við varnargarða stendur yfir. 15. nóvember 2023 07:00 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Sjá meira
Bjarki Kaldalóns Friis náttúruvársérfræðingur var á vaktinni hjá Veðurstofu Íslands í nótt og segir hana hafa verið svipaða og síðustu nætur. „Það eru rétt um fimmhundruð skjálftar frá miðnætti og stærsti skjálftinn mældist 2,6 stig en hann kom tólf mínútur yfir þrjú í nótt.“ Mest virkni austan við Þorbjörn Bjarki segir að hann hafi átt upptök sín við Hagafell, austan við Þorbjörn. Þar hafi líka mesta virknin verið, sem sé eins og verið hefur síðustu daga. „Þetta er í miðju kvikugangsins, meira og minna.“ Bjarki segir að jarðskjálftavirknin sé stöðug ennþá en að stærri skjálftarnir séu þó eilítið minni en þeir voru áður. Þó ekki svo mjög mikið. Enginn gosórói hefur mælst á svæðinu ennþá. „Svo erum við búin að vera að fylgjast með svæðinu líka því vinnutæki hafa verið á svæðinu í alla nótt að keyra efni í varnargarðana,“ segir Bjarki. Veðurstofan fylgist því með mælum til þess að hægt sé að vara verktakana við ef aðstæður breytast. Fundur sérfræðinga klukkan 9:30 Sérfræðingar Veðurstofunnar munu funda klukkan 9.30, eins og venjulega, til að leggja mat á nýjustu gögn og upplýsingar. Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur sagði í Pallborðinu á Vísi í gær að gosórói og grunnir skjálftar myndu mælast klukkustundum áður en eldgos hæfist. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur sagði fyrirvarann verða minnst hálftími. Í dag verður opnuð þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu í Reykjavík. Þar verður boðið upp á samveru, stuðning, ráðgjöf og fræðslu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Vaktin: 500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Til stendur að hleypa íbúum Grindavíkur áfram heim til sín í dag. Vinna við varnargarða stendur yfir. 15. nóvember 2023 07:00 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Sjá meira
Vaktin: 500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Til stendur að hleypa íbúum Grindavíkur áfram heim til sín í dag. Vinna við varnargarða stendur yfir. 15. nóvember 2023 07:00