500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Hólmfríður Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 15. nóvember 2023 07:00 Íbúar hafa tvo síðustu daga fengið að skreppa örsnöggt heim til Grindavíkur og sækja verðmæti. Fólk þurfti að yfirgefa bæinn í skyndi í gær vegna rýmingar sem svo kom í ljós að reyndist óþörf. Vísir/Vilhelm Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Stærsti skjálftinn náði ekki þremur stigum. Bjarki Kaldalóns Friis náttúruvársérfræðingur var á vaktinni hjá Veðurstofu Íslands í nótt og segir hana hafa verið svipaða og síðustu nætur. „Það eru rétt um fimmhundruð skjálftar frá miðnætti og stærsti skjálftinn mældist 2,6 stig en hann kom tólf mínútur yfir þrjú í nótt.“ Mest virkni austan við Þorbjörn Bjarki segir að hann hafi átt upptök sín við Hagafell, austan við Þorbjörn. Þar hafi líka mesta virknin verið, sem sé eins og verið hefur síðustu daga. „Þetta er í miðju kvikugangsins, meira og minna.“ Bjarki segir að jarðskjálftavirknin sé stöðug ennþá en að stærri skjálftarnir séu þó eilítið minni en þeir voru áður. Þó ekki svo mjög mikið. Enginn gosórói hefur mælst á svæðinu ennþá. „Svo erum við búin að vera að fylgjast með svæðinu líka því vinnutæki hafa verið á svæðinu í alla nótt að keyra efni í varnargarðana,“ segir Bjarki. Veðurstofan fylgist því með mælum til þess að hægt sé að vara verktakana við ef aðstæður breytast. Fundur sérfræðinga klukkan 9:30 Sérfræðingar Veðurstofunnar munu funda klukkan 9.30, eins og venjulega, til að leggja mat á nýjustu gögn og upplýsingar. Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur sagði í Pallborðinu á Vísi í gær að gosórói og grunnir skjálftar myndu mælast klukkustundum áður en eldgos hæfist. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur sagði fyrirvarann verða minnst hálftími. Í dag verður opnuð þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu í Reykjavík. Þar verður boðið upp á samveru, stuðning, ráðgjöf og fræðslu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Vaktin: 500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Til stendur að hleypa íbúum Grindavíkur áfram heim til sín í dag. Vinna við varnargarða stendur yfir. 15. nóvember 2023 07:00 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Bjarki Kaldalóns Friis náttúruvársérfræðingur var á vaktinni hjá Veðurstofu Íslands í nótt og segir hana hafa verið svipaða og síðustu nætur. „Það eru rétt um fimmhundruð skjálftar frá miðnætti og stærsti skjálftinn mældist 2,6 stig en hann kom tólf mínútur yfir þrjú í nótt.“ Mest virkni austan við Þorbjörn Bjarki segir að hann hafi átt upptök sín við Hagafell, austan við Þorbjörn. Þar hafi líka mesta virknin verið, sem sé eins og verið hefur síðustu daga. „Þetta er í miðju kvikugangsins, meira og minna.“ Bjarki segir að jarðskjálftavirknin sé stöðug ennþá en að stærri skjálftarnir séu þó eilítið minni en þeir voru áður. Þó ekki svo mjög mikið. Enginn gosórói hefur mælst á svæðinu ennþá. „Svo erum við búin að vera að fylgjast með svæðinu líka því vinnutæki hafa verið á svæðinu í alla nótt að keyra efni í varnargarðana,“ segir Bjarki. Veðurstofan fylgist því með mælum til þess að hægt sé að vara verktakana við ef aðstæður breytast. Fundur sérfræðinga klukkan 9:30 Sérfræðingar Veðurstofunnar munu funda klukkan 9.30, eins og venjulega, til að leggja mat á nýjustu gögn og upplýsingar. Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur sagði í Pallborðinu á Vísi í gær að gosórói og grunnir skjálftar myndu mælast klukkustundum áður en eldgos hæfist. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur sagði fyrirvarann verða minnst hálftími. Í dag verður opnuð þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu í Reykjavík. Þar verður boðið upp á samveru, stuðning, ráðgjöf og fræðslu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Vaktin: 500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Til stendur að hleypa íbúum Grindavíkur áfram heim til sín í dag. Vinna við varnargarða stendur yfir. 15. nóvember 2023 07:00 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Vaktin: 500 skjálftar frá miðnætti en allir í minni kantinum Um 500 skjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesi frá miðnætti en flestir í minni kantinum. Til stendur að hleypa íbúum Grindavíkur áfram heim til sín í dag. Vinna við varnargarða stendur yfir. 15. nóvember 2023 07:00