Um þrjátíu vörubílar notaðir til að sækja efni úr Stapafelli Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2023 09:26 Ari Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Verkís, stýrir aðgerðum við smíði varnargarðanna á Suðurnesjum. Stöð 2/Verkís Rúmlega þrjátíu vörubílar voru notaðir við að flytja efni úr Stapafelli við Grindavíkurveg í gær og aftur í morgun að svæðinu þar sem til stendur að reisa varnargarða til verndar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu. Um fimmtán flutningabílar voru notaðir við flutningana í nótt. Ari Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Verkís, segir í samtali við fréttastofu að um sex verktakar séu að vinna verkið. „Þetta hefur gengið mjög vel í nótt. Við höfum verið að sækja efnið í Stapafell sem er þarna í nálægð við svæðið. Þetta er í námu vestan Grindavíkurvegar. Þetta voru hátt í fjörutíu starfsmenn sem hafa verið að störfum við þetta í gær og í nótt.“ Ari segir að verið sé að flytja efnið nálægt austurenda varnargarðsins. „Við haugsetjum þar þannig að það verði auðvelt að fara með efnið út í garðinn þegar við fáum leyfi til að byrja.“ Efnið er sótt úr námu í Stapafelli, vestan Grindavíkurvegar.map.is Ari segir að verið sé að bíða eftir uppfærðu hættumati. Við erum að fara að vinna að varnargarði fyrir ofan Svartsengi, milli Svartsengi og Sundhnúkagígaraðarinnar þar sem er einn varnargarður sem við viljum byrja á. Og einnig við austurendann á stóra garðinum.“ Hvernig sjáið þið næstu klukkustundir fyrir ykkur? „Ef við fáum leyfi hjá almannavörunum þá förum við að vinna í garðinum á tveimur stöðum. Við förum í að ýta til efni í garðinum uppi á kantinum, milli Sundhnúkagígaraðarinnar og Svartsengis, og svo förum við að keyra út efni í austasta hluta varnargarðsins, utan á Svartsengi.“ Fyrirhugaður varnargarður milli Sundhnúkagígaraðarinnar og Svartsengis. Áætlað er að hann verði um einn og hálfur kílómetri að lengd. Verkís Hver er tímaramminn? Hvað heldurðu að þetta verk taki langan tíma? „Þetta eru einhverjar vikur. Það hefur verið talað um einhverja þrjátíu, fjörutíu daga. En það er auðvitað margt óljóst í því,“ segir Ari. Hvað er þetta langur garður? „Utan um Svartsengi er þetta rétt tæplega fjögurra kílómetra garður, og svo er hann rétt tæplega einn og hálfur kílómetra garður á milli Sundhnúka og Svartsengis.“ Áætlað er að vernargarðurinn í kringum Svartsendi og Bláa lónið verði um fjórir kílómetrar að lengd.Verkís Og hvað eru þeir háir? „Þetta eru sex til átta metra háir garðar. Við byrjum að hafa þá aðeins lægri til að ná línunni og byggjum svo utan á þá hlémegin.“ Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Grindavík Jarðhiti Orkumál Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vaktin: Tíðindalítil nótt á Reykjanesinu Þeir Grindvíkingar sem ekki komust heim til sín í gær fengu að skjótast eftir eignum í dag. Þeim var þó gert að yfirgefa Grindavík í flýti. Skjálftavirkni hefur verið á svipuðu róli í tvo sólarhringa. Vísir fylgist með gangi mála vegna skjálftanna og mögulegs eldgoss. 1200 heimili í Grindavík eru mannlaus. 14. nóvember 2023 05:40 Samþykkja frumvarp um vernd innviða Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. 14. nóvember 2023 00:26 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Sjá meira
Ari Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Verkís, segir í samtali við fréttastofu að um sex verktakar séu að vinna verkið. „Þetta hefur gengið mjög vel í nótt. Við höfum verið að sækja efnið í Stapafell sem er þarna í nálægð við svæðið. Þetta er í námu vestan Grindavíkurvegar. Þetta voru hátt í fjörutíu starfsmenn sem hafa verið að störfum við þetta í gær og í nótt.“ Ari segir að verið sé að flytja efnið nálægt austurenda varnargarðsins. „Við haugsetjum þar þannig að það verði auðvelt að fara með efnið út í garðinn þegar við fáum leyfi til að byrja.“ Efnið er sótt úr námu í Stapafelli, vestan Grindavíkurvegar.map.is Ari segir að verið sé að bíða eftir uppfærðu hættumati. Við erum að fara að vinna að varnargarði fyrir ofan Svartsengi, milli Svartsengi og Sundhnúkagígaraðarinnar þar sem er einn varnargarður sem við viljum byrja á. Og einnig við austurendann á stóra garðinum.“ Hvernig sjáið þið næstu klukkustundir fyrir ykkur? „Ef við fáum leyfi hjá almannavörunum þá förum við að vinna í garðinum á tveimur stöðum. Við förum í að ýta til efni í garðinum uppi á kantinum, milli Sundhnúkagígaraðarinnar og Svartsengis, og svo förum við að keyra út efni í austasta hluta varnargarðsins, utan á Svartsengi.“ Fyrirhugaður varnargarður milli Sundhnúkagígaraðarinnar og Svartsengis. Áætlað er að hann verði um einn og hálfur kílómetri að lengd. Verkís Hver er tímaramminn? Hvað heldurðu að þetta verk taki langan tíma? „Þetta eru einhverjar vikur. Það hefur verið talað um einhverja þrjátíu, fjörutíu daga. En það er auðvitað margt óljóst í því,“ segir Ari. Hvað er þetta langur garður? „Utan um Svartsengi er þetta rétt tæplega fjögurra kílómetra garður, og svo er hann rétt tæplega einn og hálfur kílómetra garður á milli Sundhnúka og Svartsengis.“ Áætlað er að vernargarðurinn í kringum Svartsendi og Bláa lónið verði um fjórir kílómetrar að lengd.Verkís Og hvað eru þeir háir? „Þetta eru sex til átta metra háir garðar. Við byrjum að hafa þá aðeins lægri til að ná línunni og byggjum svo utan á þá hlémegin.“ Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu.
Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Grindavík Jarðhiti Orkumál Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vaktin: Tíðindalítil nótt á Reykjanesinu Þeir Grindvíkingar sem ekki komust heim til sín í gær fengu að skjótast eftir eignum í dag. Þeim var þó gert að yfirgefa Grindavík í flýti. Skjálftavirkni hefur verið á svipuðu róli í tvo sólarhringa. Vísir fylgist með gangi mála vegna skjálftanna og mögulegs eldgoss. 1200 heimili í Grindavík eru mannlaus. 14. nóvember 2023 05:40 Samþykkja frumvarp um vernd innviða Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. 14. nóvember 2023 00:26 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Sjá meira
Vaktin: Tíðindalítil nótt á Reykjanesinu Þeir Grindvíkingar sem ekki komust heim til sín í gær fengu að skjótast eftir eignum í dag. Þeim var þó gert að yfirgefa Grindavík í flýti. Skjálftavirkni hefur verið á svipuðu róli í tvo sólarhringa. Vísir fylgist með gangi mála vegna skjálftanna og mögulegs eldgoss. 1200 heimili í Grindavík eru mannlaus. 14. nóvember 2023 05:40
Samþykkja frumvarp um vernd innviða Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. 14. nóvember 2023 00:26