Lífið

Biggi lögga og Sísi gengin í hnapp­helduna

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Bjarni Snæbjörnsson gaf parið saman við hátíðlega athöfn í Fríkirkjunni í Reykjavík síðastliðinn laugardag.
Bjarni Snæbjörnsson gaf parið saman við hátíðlega athöfn í Fríkirkjunni í Reykjavík síðastliðinn laugardag. Birgir Örn

Birgir Örn Guðjónsson, þekktur sem Biggi lögga, og Sísí Ingólfsdóttir listakona gengu í hnapphelduna liðna helgi í Fríkirkjunni í Reykjavík. Bjarni Sæmundsson, leikari og athafnastjóri hjá Siðmennt, gaf parið saman í návist þeirra nánustu fjölskyldu og vina.

Birgir Örn
Birgir Örn

„Laugardagurinn var svolítið mikið skemmtilegur og fullkominn á allan hátt. Og partýið er rétt að byrja. Dásamlegur dagur með börnunum okkar sjö og okkar nánustu. Hversu ríkur getur einn maður verið. Ástin og lífið krakkar,“ skrifaði Biggi í færslu á samfélagsmiðlum.

Birgir Örn
Birgir Örn

Hjón eftir árs kynni

Óhætt er að fullyrða að hlutirnir hafi þróast hratt í sambandi Bigga og Sísíar en parið kynntist á síðasta ári. Parið opinberaði samband sitt í byrjun árs, trúlofuðu sig í sumar, festu kaup á sinni fyrstu fasteign stuttu síðar og eru nú orðin hjón. Hversu falleg ástarsaga?

Samtals á parið sjö börn úr fyrri samböndum.

Biggi er líklega einn vinsælasti lögreglumaður landsins. Hann hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum síðastliðin ár þar sem hann hefur verið óhræddur við að tjá skoðanir sínar.

Sísi hefur slegið í gegn sem myndlistamaður með útsaumsverkum. Verkin gefa til kynna stöðugar afsakanir kvenna en hún hefur verið upptekin að kynjahlutverkum og birtingarmyndum þeirra.

Sísi lauk BA gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands og MA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×