Vonast til þess að geta hleypt Grindvíkingum heim í stutta stund Lovísa Arnardóttir skrifar 12. nóvember 2023 08:48 Hjördís Guðmundsdóttir ítrekar að enn sé veruleg hætta á svæðinu. Það fari engin inn ef að vísindamenn meti svo að það sé enn of hættulegt. Vísir/Vilhelm Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir að á fundi almannavarna og sérfræðinga Veðurstofunnar klukkan 9.30 verði farið yfir stöðuna, hættumatið og það endurmetið hvort að íbúar fái að fara inn á hættusvæðið. „Okkar helsta verkefni er að sjá eftir fundinn hvort hættumatið sé breytt og hvort að íbúar fái að fara heim til sín og stoppa stutt til að sækja verðmæti, lyf og dýrin og búfénað.“ Hjördís segir að margir hafi verið farnir áður en rýmingin var sett af stað og hafi því ekki náð að taka dýr, tryggja búfénað eða gera ráðstafanir til að flytja þau. Þess vegna sé nú beðið eftir niðurstöðum fundarins og hættumati. Metið verður í dag hvort að íbúar Grindavíkur fái að fara inn á hættusvæði í verðmætabjörgun. Vísir/Einar „Þetta yrði stærsta verkefni dagsins. Fólk myndi þá komast heim í 20 til 30 mínútur í fylgd viðbragðsaðila. En þetta fer allt eftir því hvernig mat vísindamanna er á hættustigi á svæðinu. Það er okkar helsta ósk að komast í þetta verkefni í dag en við biðjum íbúa að hinkra eftir upplýsingum af stöðufundi sem hefst klukkan 9.30,“ segir Hjördís. Hún segir erfitt að áætla um lengd fundar. Það þurfi að fara vel yfir gögn vísindamanna. „Hættan er enn til staðar og það er alltaf forgangsatriði við skipulagningu slíkrar aðgerðar. Eins erfitt og það er fyrir fólk að bíða þá þarf að gera þetta rétt og skipulega, og alltaf með öryggi í fyrirrúmi,“ segir Hjördís og ítrekar að þótt svo að niðurstaða liggi fyrir á fundinum þá myndi þetta ekki hefjast í beinu framhaldi. Skipulagning aðgerðarinnar sé þó í fullum gangi. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum í vakt Vísis. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Okkar helsta verkefni er að sjá eftir fundinn hvort hættumatið sé breytt og hvort að íbúar fái að fara heim til sín og stoppa stutt til að sækja verðmæti, lyf og dýrin og búfénað.“ Hjördís segir að margir hafi verið farnir áður en rýmingin var sett af stað og hafi því ekki náð að taka dýr, tryggja búfénað eða gera ráðstafanir til að flytja þau. Þess vegna sé nú beðið eftir niðurstöðum fundarins og hættumati. Metið verður í dag hvort að íbúar Grindavíkur fái að fara inn á hættusvæði í verðmætabjörgun. Vísir/Einar „Þetta yrði stærsta verkefni dagsins. Fólk myndi þá komast heim í 20 til 30 mínútur í fylgd viðbragðsaðila. En þetta fer allt eftir því hvernig mat vísindamanna er á hættustigi á svæðinu. Það er okkar helsta ósk að komast í þetta verkefni í dag en við biðjum íbúa að hinkra eftir upplýsingum af stöðufundi sem hefst klukkan 9.30,“ segir Hjördís. Hún segir erfitt að áætla um lengd fundar. Það þurfi að fara vel yfir gögn vísindamanna. „Hættan er enn til staðar og það er alltaf forgangsatriði við skipulagningu slíkrar aðgerðar. Eins erfitt og það er fyrir fólk að bíða þá þarf að gera þetta rétt og skipulega, og alltaf með öryggi í fyrirrúmi,“ segir Hjördís og ítrekar að þótt svo að niðurstaða liggi fyrir á fundinum þá myndi þetta ekki hefjast í beinu framhaldi. Skipulagning aðgerðarinnar sé þó í fullum gangi. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum í vakt Vísis.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira