Grindvíkingar fá ekki að fara heim næstu daga Lovísa Arnardóttir skrifar 11. nóvember 2023 12:30 Viðbragðsaðilar á upplýsingafundi á hádegi 11.11. Vísir/Bjarki Fram kom á upplýsingafundi almannavarna að miklar líkur væru á eldgosi. Líkur væru á stærra eldgosi en við höfum séð síðustu ár. Íbúar munu ekki fá að fara heim næstu daga. Unnið er að því að koma börnum í skóla og finna þeim húsnæði sem ekki geta verið hjá ættingjum, vinum eða vandamönnum. Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, sagði síðasta sólarhring hafa verið erfiðan en með samhentu átaki hafi tekist að rýma bæinn og tryggja öryggi fólks. Hann sagði frá helstu samhæfingaraðgerðum á bæði höfuðborgarsvæði. Hann sagði svæðið lokað og að engum yrði hleypt inn á svæðið næstu daga. Ekki til að sækja verðmæti eða nokkuð annað. Hann minnti einnig á mikilvægi þess fyrir íbúa að skrá sig hjá Rauða krossi í síma 1717. Það væri mikilvægt fyrir viðbragðsaðila til að geta náð í íbúa ef eitthvað er. Fannar Jónasson, bæjarstjóri tók þá við. Hann sagði viðbragð gærdagsins vekja traust. Það hafi reynt á þegar þurfti að rýma en að það hafi tekist vel með æðruleysi bæjarbúa. Það hafi hjálpað að það hafi verið föstudagur því margir hafi verið farnir annað í helgarfrí. Góðar viðbragðs- og rýmingaráætlanir hafi virkað vel. Hann segir atvinnulíf og sveitarstjórn laskað. Aðilar frá sveitarstjórn muni funda á eftir og þau hafi fengið boð frá Reykjavíkurborg um að koma börnum í skóla. Það verði farið yfir það um helgina. Eins verði farið yfir húsnæðismál um helgina. Það séu ótrúlega margir hjá vinum og ættingjum en að unnið sé að því að finna húsnæði fyrir þau sem gistu í fjöldahjálparstöð. Mikilvægt að íbúar skrái sig Silja Bára Ómarsdóttir, formaður Rauða krossins, greindi frá viðbrögðum samtakanna í gær. Það eru þrjár fjöldahjálparstöðvar reknar af samtökunum en alls gistu 160 þar í nótt. Hún ítrekaði að þær væru opnar. Bæði fyrir þau sem vantar gistingu en einnig fyrir þau sem vilja fá sér kaffi. Þar sé einnig hægt að fá sálfræðistuðning. Einnig sé hægt að hringja í 1717 en það sé mikið álag á línunni á meðan tekið er við skráningum frá íbúum. Hún sagði gæludýr velkomin í fjöldahjálparstöðvar en að það yrði að taka búr með. Hún sagði nú virkan tengil á Facebook fyrir þau sem vilja bjóða fram húsnæði eða gistingu án endurgjalds fyrir þau sem ekki geta reitt sig á aðstandendur. Ný gögn eftir hádegi Benedikt Halldórsson jarðvísindamaður sagði skjálftana hafa fært sig til í gær og skjálftana hafa aukist verulega. Þeir hafi svo dreift úr sér og svo endað í átt að Grindavík og undir Grindavík. Flestir skjálftanna séu suðvestur af bænum en alls hafa mælst frá miðnætti um 800 skjálftar. Gögn þeirra bendi til þess að kvikugangurinn sé langur. Stærð kvikugangsins er margfalt miðað við það sem áður var. Ný aflögunargögn koma eftir hádegi en þangað til verður fylgst vel með. Líkur á eldgosi teljast verulegar. „Þetta eru mjög alvarlegir atburðir,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur og stórir á þeim skala sem við höfum þegar búið við. Hann sagði erfitt að segja til um framhaldið. Kvikusöfnunin hafi verið orðin mjög hröð í gær og ný gögn seinni partinn muni varpa ljósi á atburðarrásina núna. Hann sagði einn möguleikann enn vera að þetta deyi út. Það sé ein sviðsmyndin. Það séu stór innskot neðanjarðar og ekkert komi upp. Önnur sviðsmynd sé að það verði gos og að sú sviðsmynd sé líkleg. Líklegt sé að eldgosið verði miklu stærra en það sem hefur verið síðustu ár. Það verði hraungos og líklegast sé að opnun sé norðan við Grindavík. Þriðja sviðsmyndin er sú að eldgosið komi upp í sjó við Grindavík. Hann sagði það ekki líklegt því engin slík gos hafi orðið á þessu svæði áður. Það yrði sprengigos líkt og var í Surtsey. „Nú bíðum við bara og sjáum,“ sagði Magnús Tumi og að vonandi yrði myndin skýrari þegar ný gögn berast seinni partinn í dag. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, sagði síðasta sólarhring hafa verið erfiðan en með samhentu átaki hafi tekist að rýma bæinn og tryggja öryggi fólks. Hann sagði frá helstu samhæfingaraðgerðum á bæði höfuðborgarsvæði. Hann sagði svæðið lokað og að engum yrði hleypt inn á svæðið næstu daga. Ekki til að sækja verðmæti eða nokkuð annað. Hann minnti einnig á mikilvægi þess fyrir íbúa að skrá sig hjá Rauða krossi í síma 1717. Það væri mikilvægt fyrir viðbragðsaðila til að geta náð í íbúa ef eitthvað er. Fannar Jónasson, bæjarstjóri tók þá við. Hann sagði viðbragð gærdagsins vekja traust. Það hafi reynt á þegar þurfti að rýma en að það hafi tekist vel með æðruleysi bæjarbúa. Það hafi hjálpað að það hafi verið föstudagur því margir hafi verið farnir annað í helgarfrí. Góðar viðbragðs- og rýmingaráætlanir hafi virkað vel. Hann segir atvinnulíf og sveitarstjórn laskað. Aðilar frá sveitarstjórn muni funda á eftir og þau hafi fengið boð frá Reykjavíkurborg um að koma börnum í skóla. Það verði farið yfir það um helgina. Eins verði farið yfir húsnæðismál um helgina. Það séu ótrúlega margir hjá vinum og ættingjum en að unnið sé að því að finna húsnæði fyrir þau sem gistu í fjöldahjálparstöð. Mikilvægt að íbúar skrái sig Silja Bára Ómarsdóttir, formaður Rauða krossins, greindi frá viðbrögðum samtakanna í gær. Það eru þrjár fjöldahjálparstöðvar reknar af samtökunum en alls gistu 160 þar í nótt. Hún ítrekaði að þær væru opnar. Bæði fyrir þau sem vantar gistingu en einnig fyrir þau sem vilja fá sér kaffi. Þar sé einnig hægt að fá sálfræðistuðning. Einnig sé hægt að hringja í 1717 en það sé mikið álag á línunni á meðan tekið er við skráningum frá íbúum. Hún sagði gæludýr velkomin í fjöldahjálparstöðvar en að það yrði að taka búr með. Hún sagði nú virkan tengil á Facebook fyrir þau sem vilja bjóða fram húsnæði eða gistingu án endurgjalds fyrir þau sem ekki geta reitt sig á aðstandendur. Ný gögn eftir hádegi Benedikt Halldórsson jarðvísindamaður sagði skjálftana hafa fært sig til í gær og skjálftana hafa aukist verulega. Þeir hafi svo dreift úr sér og svo endað í átt að Grindavík og undir Grindavík. Flestir skjálftanna séu suðvestur af bænum en alls hafa mælst frá miðnætti um 800 skjálftar. Gögn þeirra bendi til þess að kvikugangurinn sé langur. Stærð kvikugangsins er margfalt miðað við það sem áður var. Ný aflögunargögn koma eftir hádegi en þangað til verður fylgst vel með. Líkur á eldgosi teljast verulegar. „Þetta eru mjög alvarlegir atburðir,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur og stórir á þeim skala sem við höfum þegar búið við. Hann sagði erfitt að segja til um framhaldið. Kvikusöfnunin hafi verið orðin mjög hröð í gær og ný gögn seinni partinn muni varpa ljósi á atburðarrásina núna. Hann sagði einn möguleikann enn vera að þetta deyi út. Það sé ein sviðsmyndin. Það séu stór innskot neðanjarðar og ekkert komi upp. Önnur sviðsmynd sé að það verði gos og að sú sviðsmynd sé líkleg. Líklegt sé að eldgosið verði miklu stærra en það sem hefur verið síðustu ár. Það verði hraungos og líklegast sé að opnun sé norðan við Grindavík. Þriðja sviðsmyndin er sú að eldgosið komi upp í sjó við Grindavík. Hann sagði það ekki líklegt því engin slík gos hafi orðið á þessu svæði áður. Það yrði sprengigos líkt og var í Surtsey. „Nú bíðum við bara og sjáum,“ sagði Magnús Tumi og að vonandi yrði myndin skýrari þegar ný gögn berast seinni partinn í dag.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira