Mikill meirihluti landsmanna óánægður með ákvörðunina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2023 12:30 Eitt fyrsta verk Bjarna Benediktssonar sem utanríkisráðherra var að taka ákvörðun um afstöðu Íslands í umtalaðri atkvæðagreiðslu um tillögu Jórdaníu um vopnahlé hjá Sameinuðu þjóðunum. Hér mætir hann á ríkisstjórnarfund í gær á meðan hópur fólks krafðist tafarlausts vopnahlés. Vísir/Vilhelm Sjö af hverjum tíu Íslendingum eru ósáttir við hvernig Ísland ráðstafaði atkvæði sínu í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasaströndinni. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Konur eru mun óánægðari en karlar. Þá er mestur stuðningur við ákvörðun Íslands hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins. Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslunni líkt og Danir, Svíar og Finnar. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu þar á meðal Ísland, en þar var lögð meiri áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Upphaflega tillagan var því samþykkt og kusu 120 lönd með tillögunni. 14 þjóðir, þar á meðal Bandaríkin, kusu á móti og 45 sátu hjá, þar á meðal Ísland. Fólk í Islamabad höfuðborg Pakistan mótmælti átökunum á Gaza með táknrænum hætti í gær með því að bera tómar kistur og vafninga sem líktust látnum börnum.AP/Fareed Khan Afstaða Íslands við atkvæðagreiðsluna hefur verið mikið deilumál enda fjölgar stöðugt í hópi látinna á Gassa. Talið er að tíu þúsund manns, þar af um fjögur þúsund börn, hafi fallið í árásum Ísraela síðan Hamas-samtökin gerðu loftárásir í Ísrael, felldu hundruð Ísraela og tóku á þriðja hundrað manns í gíslingu. Efnt hefur verið til samstöðu- og mótmælafunda hér á landi, síðast í gær í Tjarnargötu á meðan ríkisstjórnin fundaði. Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 71 prósent landsmanna séu óánægð með ráðstöfun á atkvæði Íslands. 13 prósent eru ánægð og 16 prósent eru hvorki ánægð né óánægð. Athygli vekur að stærstur hluti óánægðra er mjög óánægður eða 59 prósent. Fólk í öllum aldurshópum er frekar óánægt en ánægt með afstöðu Íslands. Þannig eru 77 prósent óánægð í flokknum 18-29 ára en lægsta hlutfallið er í elsta aldurshópnum, sextíu ára og eldri. Þar eru samt 64 prósent óánægð með afstöðu Íslands. Íbúar á Gaza leita að fólki í rústum húss eftir loftárásir Ísraelshers í gær.AP/Hatem Moussa Konur eru talsvert óánægðari en karlar, sem þó eru flestir óánægðir. 85 prósent kvenna er óánægð á meðan 59 prósent karla eru óánægðir. 18 prósent karla eru ánægðir með afstöðu Íslands. Þá gætir mestrar óánægja meðal íbúa í Reykjavík eða rúmlega 80 prósent. Hlutfallið er rúmlega 60 prósent í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Þá er áberandi meiri óánægja meðal fólks með háskólapróf og fólks með grunnskólapróf. 82 prósent fólks með háskólapróf er óánægt en hlutfallið er 60 prósent hjá fólki með grunnskólapróf. Söngkonan Magga Stína segir að Íslendingar hljóti að mótmæla því þegar verið væri að fremja þjóðarmorð á innikróaðri þjóð á Gaza. Hún var meðal mótmælenda í Tjarnargötu í gær meðan ríkisstjórnin fundaði.Vísir/Vilhelm Sveiflan er ekki svo mikil ef horft er til tekna fólks. Fólk með heimilistekjur á bilinu 550-799 þúsund á mánuði er óánægðast, eða 79 prósent í þeim tekjuhópi. 66 prósent fólks með heimilistekjur undir 400 þúsund eru óánægð með ákvörðun Íslands. Mest sveifla er þó þegar horft er til pólitískra skoðana fólks. 97 prósent sósíalista eru óánægðir, 95 prósent Pírata, 86 prósent kjósenda Samfylkingarinnar, 80 prósent kjósenda Viðreisnar, 77 prósent kjósenda VG og 76 prósent kjósenda Flokks fólksins. Hjá kjósendum Framsóknar gætir 51 prósent óánægju, 32 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru óánægðir og 38 prósent kjósenda Miðflokksins. Könnunina í heild má sjá í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl Könnun_Maskínu_UNPDF320KBSækja skjal Átök í Ísrael og Palestínu Skoðanakannanir Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslunni líkt og Danir, Svíar og Finnar. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu þar á meðal Ísland, en þar var lögð meiri áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Upphaflega tillagan var því samþykkt og kusu 120 lönd með tillögunni. 14 þjóðir, þar á meðal Bandaríkin, kusu á móti og 45 sátu hjá, þar á meðal Ísland. Fólk í Islamabad höfuðborg Pakistan mótmælti átökunum á Gaza með táknrænum hætti í gær með því að bera tómar kistur og vafninga sem líktust látnum börnum.AP/Fareed Khan Afstaða Íslands við atkvæðagreiðsluna hefur verið mikið deilumál enda fjölgar stöðugt í hópi látinna á Gassa. Talið er að tíu þúsund manns, þar af um fjögur þúsund börn, hafi fallið í árásum Ísraela síðan Hamas-samtökin gerðu loftárásir í Ísrael, felldu hundruð Ísraela og tóku á þriðja hundrað manns í gíslingu. Efnt hefur verið til samstöðu- og mótmælafunda hér á landi, síðast í gær í Tjarnargötu á meðan ríkisstjórnin fundaði. Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 71 prósent landsmanna séu óánægð með ráðstöfun á atkvæði Íslands. 13 prósent eru ánægð og 16 prósent eru hvorki ánægð né óánægð. Athygli vekur að stærstur hluti óánægðra er mjög óánægður eða 59 prósent. Fólk í öllum aldurshópum er frekar óánægt en ánægt með afstöðu Íslands. Þannig eru 77 prósent óánægð í flokknum 18-29 ára en lægsta hlutfallið er í elsta aldurshópnum, sextíu ára og eldri. Þar eru samt 64 prósent óánægð með afstöðu Íslands. Íbúar á Gaza leita að fólki í rústum húss eftir loftárásir Ísraelshers í gær.AP/Hatem Moussa Konur eru talsvert óánægðari en karlar, sem þó eru flestir óánægðir. 85 prósent kvenna er óánægð á meðan 59 prósent karla eru óánægðir. 18 prósent karla eru ánægðir með afstöðu Íslands. Þá gætir mestrar óánægja meðal íbúa í Reykjavík eða rúmlega 80 prósent. Hlutfallið er rúmlega 60 prósent í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Þá er áberandi meiri óánægja meðal fólks með háskólapróf og fólks með grunnskólapróf. 82 prósent fólks með háskólapróf er óánægt en hlutfallið er 60 prósent hjá fólki með grunnskólapróf. Söngkonan Magga Stína segir að Íslendingar hljóti að mótmæla því þegar verið væri að fremja þjóðarmorð á innikróaðri þjóð á Gaza. Hún var meðal mótmælenda í Tjarnargötu í gær meðan ríkisstjórnin fundaði.Vísir/Vilhelm Sveiflan er ekki svo mikil ef horft er til tekna fólks. Fólk með heimilistekjur á bilinu 550-799 þúsund á mánuði er óánægðast, eða 79 prósent í þeim tekjuhópi. 66 prósent fólks með heimilistekjur undir 400 þúsund eru óánægð með ákvörðun Íslands. Mest sveifla er þó þegar horft er til pólitískra skoðana fólks. 97 prósent sósíalista eru óánægðir, 95 prósent Pírata, 86 prósent kjósenda Samfylkingarinnar, 80 prósent kjósenda Viðreisnar, 77 prósent kjósenda VG og 76 prósent kjósenda Flokks fólksins. Hjá kjósendum Framsóknar gætir 51 prósent óánægju, 32 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru óánægðir og 38 prósent kjósenda Miðflokksins. Könnunina í heild má sjá í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl Könnun_Maskínu_UNPDF320KBSækja skjal
Átök í Ísrael og Palestínu Skoðanakannanir Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira