Mikill meirihluti landsmanna óánægður með ákvörðunina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2023 12:30 Eitt fyrsta verk Bjarna Benediktssonar sem utanríkisráðherra var að taka ákvörðun um afstöðu Íslands í umtalaðri atkvæðagreiðslu um tillögu Jórdaníu um vopnahlé hjá Sameinuðu þjóðunum. Hér mætir hann á ríkisstjórnarfund í gær á meðan hópur fólks krafðist tafarlausts vopnahlés. Vísir/Vilhelm Sjö af hverjum tíu Íslendingum eru ósáttir við hvernig Ísland ráðstafaði atkvæði sínu í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasaströndinni. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Konur eru mun óánægðari en karlar. Þá er mestur stuðningur við ákvörðun Íslands hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins. Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslunni líkt og Danir, Svíar og Finnar. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu þar á meðal Ísland, en þar var lögð meiri áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Upphaflega tillagan var því samþykkt og kusu 120 lönd með tillögunni. 14 þjóðir, þar á meðal Bandaríkin, kusu á móti og 45 sátu hjá, þar á meðal Ísland. Fólk í Islamabad höfuðborg Pakistan mótmælti átökunum á Gaza með táknrænum hætti í gær með því að bera tómar kistur og vafninga sem líktust látnum börnum.AP/Fareed Khan Afstaða Íslands við atkvæðagreiðsluna hefur verið mikið deilumál enda fjölgar stöðugt í hópi látinna á Gassa. Talið er að tíu þúsund manns, þar af um fjögur þúsund börn, hafi fallið í árásum Ísraela síðan Hamas-samtökin gerðu loftárásir í Ísrael, felldu hundruð Ísraela og tóku á þriðja hundrað manns í gíslingu. Efnt hefur verið til samstöðu- og mótmælafunda hér á landi, síðast í gær í Tjarnargötu á meðan ríkisstjórnin fundaði. Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 71 prósent landsmanna séu óánægð með ráðstöfun á atkvæði Íslands. 13 prósent eru ánægð og 16 prósent eru hvorki ánægð né óánægð. Athygli vekur að stærstur hluti óánægðra er mjög óánægður eða 59 prósent. Fólk í öllum aldurshópum er frekar óánægt en ánægt með afstöðu Íslands. Þannig eru 77 prósent óánægð í flokknum 18-29 ára en lægsta hlutfallið er í elsta aldurshópnum, sextíu ára og eldri. Þar eru samt 64 prósent óánægð með afstöðu Íslands. Íbúar á Gaza leita að fólki í rústum húss eftir loftárásir Ísraelshers í gær.AP/Hatem Moussa Konur eru talsvert óánægðari en karlar, sem þó eru flestir óánægðir. 85 prósent kvenna er óánægð á meðan 59 prósent karla eru óánægðir. 18 prósent karla eru ánægðir með afstöðu Íslands. Þá gætir mestrar óánægja meðal íbúa í Reykjavík eða rúmlega 80 prósent. Hlutfallið er rúmlega 60 prósent í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Þá er áberandi meiri óánægja meðal fólks með háskólapróf og fólks með grunnskólapróf. 82 prósent fólks með háskólapróf er óánægt en hlutfallið er 60 prósent hjá fólki með grunnskólapróf. Söngkonan Magga Stína segir að Íslendingar hljóti að mótmæla því þegar verið væri að fremja þjóðarmorð á innikróaðri þjóð á Gaza. Hún var meðal mótmælenda í Tjarnargötu í gær meðan ríkisstjórnin fundaði.Vísir/Vilhelm Sveiflan er ekki svo mikil ef horft er til tekna fólks. Fólk með heimilistekjur á bilinu 550-799 þúsund á mánuði er óánægðast, eða 79 prósent í þeim tekjuhópi. 66 prósent fólks með heimilistekjur undir 400 þúsund eru óánægð með ákvörðun Íslands. Mest sveifla er þó þegar horft er til pólitískra skoðana fólks. 97 prósent sósíalista eru óánægðir, 95 prósent Pírata, 86 prósent kjósenda Samfylkingarinnar, 80 prósent kjósenda Viðreisnar, 77 prósent kjósenda VG og 76 prósent kjósenda Flokks fólksins. Hjá kjósendum Framsóknar gætir 51 prósent óánægju, 32 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru óánægðir og 38 prósent kjósenda Miðflokksins. Könnunina í heild má sjá í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl Könnun_Maskínu_UNPDF320KBSækja skjal Átök í Ísrael og Palestínu Skoðanakannanir Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að fara að gera eitthvað meira heldur en að tala“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira
Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslunni líkt og Danir, Svíar og Finnar. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu þar á meðal Ísland, en þar var lögð meiri áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Upphaflega tillagan var því samþykkt og kusu 120 lönd með tillögunni. 14 þjóðir, þar á meðal Bandaríkin, kusu á móti og 45 sátu hjá, þar á meðal Ísland. Fólk í Islamabad höfuðborg Pakistan mótmælti átökunum á Gaza með táknrænum hætti í gær með því að bera tómar kistur og vafninga sem líktust látnum börnum.AP/Fareed Khan Afstaða Íslands við atkvæðagreiðsluna hefur verið mikið deilumál enda fjölgar stöðugt í hópi látinna á Gassa. Talið er að tíu þúsund manns, þar af um fjögur þúsund börn, hafi fallið í árásum Ísraela síðan Hamas-samtökin gerðu loftárásir í Ísrael, felldu hundruð Ísraela og tóku á þriðja hundrað manns í gíslingu. Efnt hefur verið til samstöðu- og mótmælafunda hér á landi, síðast í gær í Tjarnargötu á meðan ríkisstjórnin fundaði. Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 71 prósent landsmanna séu óánægð með ráðstöfun á atkvæði Íslands. 13 prósent eru ánægð og 16 prósent eru hvorki ánægð né óánægð. Athygli vekur að stærstur hluti óánægðra er mjög óánægður eða 59 prósent. Fólk í öllum aldurshópum er frekar óánægt en ánægt með afstöðu Íslands. Þannig eru 77 prósent óánægð í flokknum 18-29 ára en lægsta hlutfallið er í elsta aldurshópnum, sextíu ára og eldri. Þar eru samt 64 prósent óánægð með afstöðu Íslands. Íbúar á Gaza leita að fólki í rústum húss eftir loftárásir Ísraelshers í gær.AP/Hatem Moussa Konur eru talsvert óánægðari en karlar, sem þó eru flestir óánægðir. 85 prósent kvenna er óánægð á meðan 59 prósent karla eru óánægðir. 18 prósent karla eru ánægðir með afstöðu Íslands. Þá gætir mestrar óánægja meðal íbúa í Reykjavík eða rúmlega 80 prósent. Hlutfallið er rúmlega 60 prósent í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Þá er áberandi meiri óánægja meðal fólks með háskólapróf og fólks með grunnskólapróf. 82 prósent fólks með háskólapróf er óánægt en hlutfallið er 60 prósent hjá fólki með grunnskólapróf. Söngkonan Magga Stína segir að Íslendingar hljóti að mótmæla því þegar verið væri að fremja þjóðarmorð á innikróaðri þjóð á Gaza. Hún var meðal mótmælenda í Tjarnargötu í gær meðan ríkisstjórnin fundaði.Vísir/Vilhelm Sveiflan er ekki svo mikil ef horft er til tekna fólks. Fólk með heimilistekjur á bilinu 550-799 þúsund á mánuði er óánægðast, eða 79 prósent í þeim tekjuhópi. 66 prósent fólks með heimilistekjur undir 400 þúsund eru óánægð með ákvörðun Íslands. Mest sveifla er þó þegar horft er til pólitískra skoðana fólks. 97 prósent sósíalista eru óánægðir, 95 prósent Pírata, 86 prósent kjósenda Samfylkingarinnar, 80 prósent kjósenda Viðreisnar, 77 prósent kjósenda VG og 76 prósent kjósenda Flokks fólksins. Hjá kjósendum Framsóknar gætir 51 prósent óánægju, 32 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru óánægðir og 38 prósent kjósenda Miðflokksins. Könnunina í heild má sjá í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl Könnun_Maskínu_UNPDF320KBSækja skjal
Átök í Ísrael og Palestínu Skoðanakannanir Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að fara að gera eitthvað meira heldur en að tala“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira