Lífið

Inga Lind orð­laus með orðu frá Spánarkonungi

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Inga Lind í fyrsta skipti orðlaus, segir Áslaug Hulda í texta við mynd af vinkonu sinni með orðuna í gærkvöldi.
Inga Lind í fyrsta skipti orðlaus, segir Áslaug Hulda í texta við mynd af vinkonu sinni með orðuna í gærkvöldi. Áslaug Hulda

Inga Lind Karlsdóttir fjölmiðlakona var sæmd heiðursorðu frá Spánarkonungi á viðburði í Reykjavík í gær þar sem því var fagnað að hundrað ár eru frá því að viðskipti Íslands og Spánar með þorsk og rauðvín hófust.

Áslaug Hulda Jónsdóttir, vinkona Ingu Lindar, birtir mynd af Ingu Lind með orðuna á Facebook og er óhætt að segja að hamingjuóskum rigni. José Ramón García-Hernández, sendiherra Spánar, sæmdi Ingu Lind orðunni.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var á meðal gesta og flutti ávarp í tilefni af þjóðhátíðardegi Spánar og aldarafmæli viðskipta með þorsk og vín á milli Íslands og Spánar. 

Það fór vel á með gestum í gær.

„Samningur var gerður um innflutning á Spánarvínum til að aflétta tollum á sölu íslensks saltfisks á Spáni. Þar með var Áfengisverslun ríkisins sett á fót árið 1922 og vínbúðir opnaðar í kaupstöðum landsins. Í máli sínu ræddi forseti gagnkvæman ávinning af margvíslegu samstarfi Íslands og Spánar,“ segir á heimasíðu forsetaembættisins. 

Inga Lind bjó á Spáni í þrjú ár með fjölskyldu sinni og hefur látið hafa eftir sér að hún hafi tekið við stöðu ræðismanns Spánar á Íslandi í þakklætisskyni fyrir árin sín þar.

Inga Lind lék meðal annars í auglýsingu fyrir spænska fjarskiptafyrirtækið Mobile Power á meðan hún bjó ytra.

Þá hefur Inga Lind komið að knattspyrnuskóla Barcelona sem heimsótt hefur Ísland oftar en einu sinni.

Inga Lind hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarnar vikur vegna baráttu sinnar gegn laxeldi í opnum sjókvíum.


Tengdar fréttir

Inga Lind tekur upp hanskann fyrir Áslaugu

Fjölmiðlakonan Inga Lind Karlsdóttir segir að fréttaflutningur um ummæli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, há­­skóla-, iðnaðar- og ný­­sköpunar­ráð­herra, um Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra hafi einkennst af útúrsnúningi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×