90 ára afmæli Hvolsvallar fagnað með rjómatertu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. nóvember 2023 13:30 Í dag búa vel yfir eitt þúsund íbúar á Hvolsvelli og líður þar mjög vel við leik og störf. Aðsend Blásið verður til mikillar afmælisveislu á morgun sunnudag á Hvolsvelli því þá verður 90 ára afmæli þorpsins fagnað. Mikil uppbygging á sér stað á Hvolsvelli og hefur sjaldan eða aldrei verið byggt eins mikið á staðnum eins og núna. Sveitarstjórn Rangárþings eystra, en Hvolsvöllur tilheyrir því sveitarfélagi hefur boðað til afmælishátíðar á morgun í Sögusetrinu á Hvolsvelli á milli tvö og fjögur þar sem fjölbreytt dagskrá verður í boði. En hver er saga þorpsins í stuttu máli. Anton Kári Halldórsson er sveitarstjóri á staðnum. „Þetta byrjar í kringum verslun en það var Kaupfélag Hallgeirseyjar, sem færði sig hingað upp á Stórólfsvöll og hefur kaupfélagsstarfsemi. Og í kringum það þróaðist byggðin í upphafi og svo náttúrulega áframhald í kringum annað, kaupfélagið sjálft, Kaupfélag Rangæinga og svo sláturfélagið og svo hvað eina fleira. Þannig að þetta já þróaðist vel í áranna rás,“ segir Anton Kári. Svo urðuð þið að sameinuðu sveitarfélagi, var það gott eða slæmt? „Já, 2002 vorum við sameinuð sex sveitarfélögum í Rangárþing eystra, sem það er í dag. Ég myndi telja já að það væri bara gott dæmi um sameiningu sveitarfélaga, sem hefur tekist einkar vel.“ En hvað er best við Hvolsvöll? „Það er allt gott við Hvolsvöll af því að það er svo gott að vera hérna. Ég myndi segja bara fólkið og samfélagið í heild,“ segir sveitarstjórinn. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra um leið og hann býður alla velkomna í 90 ára afmælið á morgun þar sem hann lofar rjómatertu með öllu tilheyrandi og skemmtilegri dagskrá í Sögusetrinu frá tvö til fjögur.Aðsend Íbúar Hvolsvallar eru vel yfir eitt þúsund í dag en mikil uppbygging á sér stað á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring, sem tilheyra Rangárþingi eystra. „Já, til að mynda þá eru um 100 íbúðir í byggingu á Hvolsvelli og nágrenni í dag, þar að segja Rangárþingi eystra. Það er með ólíkindum og það er líka þannig að það er skortur, húsnæðisskortur, það vantar hús og það vantar líka á leigumarkaðinn. Hér er næg atvinna í öllum greinum og bara gott að vera,“ segir Anton Kári. Hér má sjá dagskrá afmælisins sunnudaginn 5. nóvember Rangárþing eystra Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Sjá meira
Sveitarstjórn Rangárþings eystra, en Hvolsvöllur tilheyrir því sveitarfélagi hefur boðað til afmælishátíðar á morgun í Sögusetrinu á Hvolsvelli á milli tvö og fjögur þar sem fjölbreytt dagskrá verður í boði. En hver er saga þorpsins í stuttu máli. Anton Kári Halldórsson er sveitarstjóri á staðnum. „Þetta byrjar í kringum verslun en það var Kaupfélag Hallgeirseyjar, sem færði sig hingað upp á Stórólfsvöll og hefur kaupfélagsstarfsemi. Og í kringum það þróaðist byggðin í upphafi og svo náttúrulega áframhald í kringum annað, kaupfélagið sjálft, Kaupfélag Rangæinga og svo sláturfélagið og svo hvað eina fleira. Þannig að þetta já þróaðist vel í áranna rás,“ segir Anton Kári. Svo urðuð þið að sameinuðu sveitarfélagi, var það gott eða slæmt? „Já, 2002 vorum við sameinuð sex sveitarfélögum í Rangárþing eystra, sem það er í dag. Ég myndi telja já að það væri bara gott dæmi um sameiningu sveitarfélaga, sem hefur tekist einkar vel.“ En hvað er best við Hvolsvöll? „Það er allt gott við Hvolsvöll af því að það er svo gott að vera hérna. Ég myndi segja bara fólkið og samfélagið í heild,“ segir sveitarstjórinn. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra um leið og hann býður alla velkomna í 90 ára afmælið á morgun þar sem hann lofar rjómatertu með öllu tilheyrandi og skemmtilegri dagskrá í Sögusetrinu frá tvö til fjögur.Aðsend Íbúar Hvolsvallar eru vel yfir eitt þúsund í dag en mikil uppbygging á sér stað á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring, sem tilheyra Rangárþingi eystra. „Já, til að mynda þá eru um 100 íbúðir í byggingu á Hvolsvelli og nágrenni í dag, þar að segja Rangárþingi eystra. Það er með ólíkindum og það er líka þannig að það er skortur, húsnæðisskortur, það vantar hús og það vantar líka á leigumarkaðinn. Hér er næg atvinna í öllum greinum og bara gott að vera,“ segir Anton Kári. Hér má sjá dagskrá afmælisins sunnudaginn 5. nóvember
Rangárþing eystra Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Sjá meira