Innlent

Keyrði á gangandi veg­faranda og stakk af

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Atvikið átti sér stað á gatnamótum Þingvallastrætis og Dalsbrautar.
Atvikið átti sér stað á gatnamótum Þingvallastrætis og Dalsbrautar. Já.is

Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir vitnum vegna umferðarslyss þar sem ekið var á gangandi vegfaranda á gatnamótum Þingvallastrætis og Dalsbrautar klukkan 18:15 í kvöld. Ökumaður bifreiðarinnar ók af vettvangi án þess að tilkynna slysið.

Lögregla leitar því eftir vitnum vegna málsins og hvetja ökumanninn til að gefa sig fram við lögreglu. Hafi einhver upplýsingar um málið er viðkomandi beðinn um að hafa samband við 112 sem sendir símtalið áfram á lögregluna á Norðurlandi eystra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×