Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
kvöldfréttir stöðvar 2 telma tómas

Lögreglan hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir sex mönnum í tengslum við skotárás í Úlfarsárdal í gærnótt. Tveir særðust í árásinni. Annar þeirra er þekktur ofbeldismaður með nokkra dóma á bakinu. Við förum yfir málið og ræðum við yfirlögregluþjón í beinni útsendingu.

Nítján ára karlmaður var í dag dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir manndráp á bílastæði við Fjarðarkaup. Árásinni er lýst sem miskunnarlausri.

Niðurgreiðslur Reykjavíkurborgar til foreldra barna sem vistuð eru hjá dagforeldrum hafa ekki komið til framkvæmda þrátt fyrir að hafa verið samþykktar í sumar. Faðir nítján mánaða drengs segir svör borgarinnar óljós og greiðslurnar verulega íþyngjandi.

Við heyrum í fyrrverandi prófessor í velferð fiska sem segist aldrei hafa séð eins sára laxa og í Tálknafirði, förum yfir stöðuna á Gasa og verðum í beinni útsendingu frá krá þar sem jólabjórinn fer í sölu í kvöld.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum okkar á Stöð 2 og Bylgjunni klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×