Sjálfstæðismenn í Garðabæ vilja hækka útsvar umtalsvert Árni Sæberg skrifar 2. nóvember 2023 20:11 Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar. Stöð 2/arnar Sjálfstæðismenn í Garðabæ, sem fara með hreinan meirihluta í bæjarstjórn, leggja til að útsvar verði hækkað um 0,56 prósentustig í nýrri fjárhagsáætlun fyrir næstu fjögur ár. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árin 2024 til 2027 fór fram á fundi bæjarstjórnar síðdegis. Þar kynnti Almar Guðmundsson bæjarstjóri fjárhagsáætlunina. Hann segir að gert sé ráð fyrir því að rekstrarafgangur A-hluta verði neikvæður um 83 milljónir króna á næsta ári og rekstrarniðurstaða bæjarfélagsins í heild samkvæmt samstæðu A- og B-hluta verði 579 milljónir króna. Það sé áætlað að veltufé frá rekstri verði 1.387 milljónir hjá A-sjóði en 2.347 milljónir í samstæðureikningi og veltufé frá rekstri verði þá 8,2 prósent af tekjum, sem sé veruleg breyting frá yfirstandandi ári þar sem gert sé ráð fyrir að það verði 2,6 prósent í útkomuspá. Hagræða í rekstri Almar segir að gert sé ráð fyrir tveimur sérstökum aðgerðum til þess að mæta þessum aðstæðum í áætluninni. „Það er annars vegar hagræðing á útgjaldaþætti bæjarsjóðs, A-sjóðs, þar sem við reynum að mæta því sjálfsagða verkefni með opinn faðm. Að horfa í hverja krónu og tryggja það að við séum að nýta fjármuninuna sem okkur er úthlutað eins vel og hægt er. Þessi hagræðing verður að sjálfsögðu að meira til umræðu á milli umræðna. Það er mjög mikilvægt að benda á það, bæði fyrir bæjarfulltrúa og þá sem kunna að vera að hlusta, að við þurfum að sjálfsögðu að rýna þessi mál betur áður en endanleg áætlun verður samþykkt í byrjun desember. Hækka útsvar um 0,56 prósentustig „Aukinheldur er inni í þessari tillögu tillaga um hækkun á útsvari. Það er þannig formlega séð að við ákvörðum sérstaklega álagningarhlutfall útsvars með sérstökum hætti og munum gera það á næsta bæjarstjórnarfundi en ein af forsendum í því talnaverki sem ég legg hér fram er að álagningarhlutfall útsvars hækki úr 13,92 prósent í 14,48 prósent.“ Þessi aðgerð sé mjög mikilvæg, ásamt hagræðingunni, fyrir bæjarstjórn til þess að takast á við aðstæður með ábyrgum hætti. „Ég held að það sé farsælt að við gerum það með þessum hætti að við horfum ekki á eina úrlausn heldur horfum á fleiri en eina og því er þetta lagt fram með þessum hætti. Eins og var farið yfir í bæjarráði núna síðastliðinn þriðjudag er markmiðið með þessum tveimur þáttum að afkoma A-sjóðs styrkist um um það bil einn milljarð króna við þessar aðgerðir.“ Grípa til hækkunar af neyð Þá segir Almar að það sé ekki sjálfgefið að sveitarfélag taki ákvörðun um að hækka skatta og meirihlutinn sem hafi farið fyrir málum hafi haft þá skoðun að það eigi að vanda sig varðandi það og helsta grípa ekki til þess úrræðis nema ástæða sé til. „En það er þá ljóst að við teljum núna að það sé ástæða til þess að fara þessa leið. Ég vil samt minna á það af augljósum ástæðum að þessi leið mun eftir sem áður setja Garðabæ í það sæti sem við viljum gjarnan að Garðabær sé í, að Garðabær sé með hóflegar álögur á íbúana og horfi á það sé mikilvægt verkefni.“ Viðreisn fagnar ákvörðuninni Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar, tók til máls á eftir Almari og sagði um sögulega útsvarshækkun að ræða. „Á þessu vildi ég vekja athygli á sama tíma og ég fagna því að Sjáfstæðisflokkurinn, meirihlutinn í bæjarstjórn Garðabæjar, hefur séð og viðurkennt það sem við í Viðreisn höfum kallað eftir um langt skeið. Að tekjur eru nauðsynlegar til þess að halda úti góðri þjónustu í þágu allra íbúa en ekki síður til þess að ástunda ábyrga fjármálastjórn.“ Garðabær Skattar og tollar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árin 2024 til 2027 fór fram á fundi bæjarstjórnar síðdegis. Þar kynnti Almar Guðmundsson bæjarstjóri fjárhagsáætlunina. Hann segir að gert sé ráð fyrir því að rekstrarafgangur A-hluta verði neikvæður um 83 milljónir króna á næsta ári og rekstrarniðurstaða bæjarfélagsins í heild samkvæmt samstæðu A- og B-hluta verði 579 milljónir króna. Það sé áætlað að veltufé frá rekstri verði 1.387 milljónir hjá A-sjóði en 2.347 milljónir í samstæðureikningi og veltufé frá rekstri verði þá 8,2 prósent af tekjum, sem sé veruleg breyting frá yfirstandandi ári þar sem gert sé ráð fyrir að það verði 2,6 prósent í útkomuspá. Hagræða í rekstri Almar segir að gert sé ráð fyrir tveimur sérstökum aðgerðum til þess að mæta þessum aðstæðum í áætluninni. „Það er annars vegar hagræðing á útgjaldaþætti bæjarsjóðs, A-sjóðs, þar sem við reynum að mæta því sjálfsagða verkefni með opinn faðm. Að horfa í hverja krónu og tryggja það að við séum að nýta fjármuninuna sem okkur er úthlutað eins vel og hægt er. Þessi hagræðing verður að sjálfsögðu að meira til umræðu á milli umræðna. Það er mjög mikilvægt að benda á það, bæði fyrir bæjarfulltrúa og þá sem kunna að vera að hlusta, að við þurfum að sjálfsögðu að rýna þessi mál betur áður en endanleg áætlun verður samþykkt í byrjun desember. Hækka útsvar um 0,56 prósentustig „Aukinheldur er inni í þessari tillögu tillaga um hækkun á útsvari. Það er þannig formlega séð að við ákvörðum sérstaklega álagningarhlutfall útsvars með sérstökum hætti og munum gera það á næsta bæjarstjórnarfundi en ein af forsendum í því talnaverki sem ég legg hér fram er að álagningarhlutfall útsvars hækki úr 13,92 prósent í 14,48 prósent.“ Þessi aðgerð sé mjög mikilvæg, ásamt hagræðingunni, fyrir bæjarstjórn til þess að takast á við aðstæður með ábyrgum hætti. „Ég held að það sé farsælt að við gerum það með þessum hætti að við horfum ekki á eina úrlausn heldur horfum á fleiri en eina og því er þetta lagt fram með þessum hætti. Eins og var farið yfir í bæjarráði núna síðastliðinn þriðjudag er markmiðið með þessum tveimur þáttum að afkoma A-sjóðs styrkist um um það bil einn milljarð króna við þessar aðgerðir.“ Grípa til hækkunar af neyð Þá segir Almar að það sé ekki sjálfgefið að sveitarfélag taki ákvörðun um að hækka skatta og meirihlutinn sem hafi farið fyrir málum hafi haft þá skoðun að það eigi að vanda sig varðandi það og helsta grípa ekki til þess úrræðis nema ástæða sé til. „En það er þá ljóst að við teljum núna að það sé ástæða til þess að fara þessa leið. Ég vil samt minna á það af augljósum ástæðum að þessi leið mun eftir sem áður setja Garðabæ í það sæti sem við viljum gjarnan að Garðabær sé í, að Garðabær sé með hóflegar álögur á íbúana og horfi á það sé mikilvægt verkefni.“ Viðreisn fagnar ákvörðuninni Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar, tók til máls á eftir Almari og sagði um sögulega útsvarshækkun að ræða. „Á þessu vildi ég vekja athygli á sama tíma og ég fagna því að Sjáfstæðisflokkurinn, meirihlutinn í bæjarstjórn Garðabæjar, hefur séð og viðurkennt það sem við í Viðreisn höfum kallað eftir um langt skeið. Að tekjur eru nauðsynlegar til þess að halda úti góðri þjónustu í þágu allra íbúa en ekki síður til þess að ástunda ábyrga fjármálastjórn.“
Garðabær Skattar og tollar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira