Um þrír á dag á bráðamóttöku eftir slys á rafhlaupahjóli Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. október 2023 21:00 Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku, segir rafhlaupahjólin ágætan samgöngumáta séu þau notuð skynsamlega og telur skorta fræðslu. vísir/Sigurjón Á hverjum degi leita um tveir til þrír á bráðamóttökuna eftir slys á rafhlaupahjóli. Yfirlæknir segir algengt að fólk skelli á andlitið og margir hljóta því höfuðáverka. Hann segir börn og ölvað fólk eiga ekkert erindi á hjólin. Um fjórðungur þeirra sem slasaðist alvarlega í umferðinni á síðasta ári var á rafhlaupahjóli, eða fjörutíu og níu af tvö hundruð og fjórum. Í Kompás var greint frá því að árlega fari allt að tuttugu manns í endurhæfingu á Grensás vegna mænu- eða heilaskaða eftir slysin. Það eru alvarlegustu tilfellin en slysin eru mun fleiri. Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku, segir að yfir sumarmánuðina leiti tveir til þrír á bráðamóttökuna á hverjum degi eftir slys á rafhlaupahjóli. Ef einungis er horft á tímabilið frá júní til ágúst eru slysin því gróflega áætlað hátt í þrjú hundruð. „Þegar fólk fellur á rafskútum er það oft á talsverðum hraða. Fellur oft fram fyrir sig og nær lítið að bera fyrir sig hendurnar þannig að það skellur oft beint á höfuðið og andlitið. Þá erum við að sjá heilaáverka en við erum líka að sjá ljóta skurði í andliti. Við erum að sjá mikið um tannáverka og annað sem getur haft varanlegar afleiðingar og valdið varanlegum lýtum hjá fólki,“ segir Hjalti. Stór hluta slysanna tengist skemmtanalífinu og Hjalti ítrekar að fólk undir áhrifum eigi ekkert erindi á hjólin. „Það er alls ekki sniðugt að vera ölvaður á rafhlaupahjóli. Ekki frekar en það er skynsamlegt að vera ölvaður að höndla vélsög, borvél eða klifra upp í stiga. Þannig ég mæli sérstaklega með því að ef fólk hefur áfengi eða aðra vímugjafa um hönd að fara varlega og fara ekki á rafhlaupahjólin.“ Ung börn á bráðamóttöku Hann hefur þó einnig áhyggjur af hlutdeild barna í slysunum og mælir eindregið gegn því að börn og unglingar noti hjólin. „Það er svolítið áberandi hér á Íslandi hvað það eru merkilega mörg börn og jafnvel ung börn sem eru að koma eftir rafhlaupahjólaslys og ég held að við þurfum aðeins að endurskoða það hversu ungum börnum er hleypt á þessi tæki. Það er miklu heilbrigðara fyrir þau að ferðast fyrir eigin vélarafli á reiðhjólum og því fylgir minni slysatíðni og ég skil ekki af hverju foreldrar eru að borga fjárhæðir til þess að auka slysalíkur barna sinna og láta þau hreyfa sig minna,“ segir Hjalti. Hjalti mælir gegn því að börn og unglingar noti rafhlaupahjólin. Töluvert er um að börn ferðist um á hjólunum og jafnvel nokkur í einu. Hér má sjá þrjú börn á einu hjóli. Eitt situr fremst og tvö standa.Vísir/Kompás Þá sé fólk sé að keyra rafhlaupahjólin á allt of miklum hraða. „Það virðist sem talsvert af þessum alvarlegri áverkum verði út af því að fólk hafi átt við hraðastillingar. Rafhlaupahjól eru ágætis ferðamáti og umhverfisvænn innan borga ef fólk notar þau skynsamlega. En að vera á þessum litlu dekkjum á jafnvel fimmtíu til sextíu kílómetra hraða er stórhættulegt og skapar að sjálfsögðu mikla hættu fyrir aðra ef það er til dæmis á hjólastígum á þessum hraða,“ segir Hjalti. Á hverjum degi leituðu um tveir til þrír á bráðamóttökuna vegna rafhlaupaslys, eða hátt í þrjú hundruð yfir hásumarið.vísir Hann segist hlynntari fræðslu um rafhlaupahjólin en takmörkunum á notkun þeirra. „Ég held að við eigum að halda áfram að fræða fólk um að nota ekki þessi tæki undir áhrifum áfengis. Ég held að við ættum að hvetja börn til að nota annan samgöngumáta en við megum heldur ekki gleyma því hvað einkabíllinn er mikill skaðvaldur í borgum. Hvað við missum marga í bílslysum, hvað loftmengun veldur miklu tjóni. Þannig að við þurfum að tryggja það að fólk hafi val í samgöngumáta en alveg eins og við þurftum öll að læra umferðarreglurnar til að keyra bíla þurfum við að þjálfa okkur betur og fræða fólk um hvernig við notum þetta,“ segir Hjalti. Kompás Rafhlaupahjól Samgönguslys Samgöngur Landspítalinn Umferðaröryggi Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
Um fjórðungur þeirra sem slasaðist alvarlega í umferðinni á síðasta ári var á rafhlaupahjóli, eða fjörutíu og níu af tvö hundruð og fjórum. Í Kompás var greint frá því að árlega fari allt að tuttugu manns í endurhæfingu á Grensás vegna mænu- eða heilaskaða eftir slysin. Það eru alvarlegustu tilfellin en slysin eru mun fleiri. Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku, segir að yfir sumarmánuðina leiti tveir til þrír á bráðamóttökuna á hverjum degi eftir slys á rafhlaupahjóli. Ef einungis er horft á tímabilið frá júní til ágúst eru slysin því gróflega áætlað hátt í þrjú hundruð. „Þegar fólk fellur á rafskútum er það oft á talsverðum hraða. Fellur oft fram fyrir sig og nær lítið að bera fyrir sig hendurnar þannig að það skellur oft beint á höfuðið og andlitið. Þá erum við að sjá heilaáverka en við erum líka að sjá ljóta skurði í andliti. Við erum að sjá mikið um tannáverka og annað sem getur haft varanlegar afleiðingar og valdið varanlegum lýtum hjá fólki,“ segir Hjalti. Stór hluta slysanna tengist skemmtanalífinu og Hjalti ítrekar að fólk undir áhrifum eigi ekkert erindi á hjólin. „Það er alls ekki sniðugt að vera ölvaður á rafhlaupahjóli. Ekki frekar en það er skynsamlegt að vera ölvaður að höndla vélsög, borvél eða klifra upp í stiga. Þannig ég mæli sérstaklega með því að ef fólk hefur áfengi eða aðra vímugjafa um hönd að fara varlega og fara ekki á rafhlaupahjólin.“ Ung börn á bráðamóttöku Hann hefur þó einnig áhyggjur af hlutdeild barna í slysunum og mælir eindregið gegn því að börn og unglingar noti hjólin. „Það er svolítið áberandi hér á Íslandi hvað það eru merkilega mörg börn og jafnvel ung börn sem eru að koma eftir rafhlaupahjólaslys og ég held að við þurfum aðeins að endurskoða það hversu ungum börnum er hleypt á þessi tæki. Það er miklu heilbrigðara fyrir þau að ferðast fyrir eigin vélarafli á reiðhjólum og því fylgir minni slysatíðni og ég skil ekki af hverju foreldrar eru að borga fjárhæðir til þess að auka slysalíkur barna sinna og láta þau hreyfa sig minna,“ segir Hjalti. Hjalti mælir gegn því að börn og unglingar noti rafhlaupahjólin. Töluvert er um að börn ferðist um á hjólunum og jafnvel nokkur í einu. Hér má sjá þrjú börn á einu hjóli. Eitt situr fremst og tvö standa.Vísir/Kompás Þá sé fólk sé að keyra rafhlaupahjólin á allt of miklum hraða. „Það virðist sem talsvert af þessum alvarlegri áverkum verði út af því að fólk hafi átt við hraðastillingar. Rafhlaupahjól eru ágætis ferðamáti og umhverfisvænn innan borga ef fólk notar þau skynsamlega. En að vera á þessum litlu dekkjum á jafnvel fimmtíu til sextíu kílómetra hraða er stórhættulegt og skapar að sjálfsögðu mikla hættu fyrir aðra ef það er til dæmis á hjólastígum á þessum hraða,“ segir Hjalti. Á hverjum degi leituðu um tveir til þrír á bráðamóttökuna vegna rafhlaupaslys, eða hátt í þrjú hundruð yfir hásumarið.vísir Hann segist hlynntari fræðslu um rafhlaupahjólin en takmörkunum á notkun þeirra. „Ég held að við eigum að halda áfram að fræða fólk um að nota ekki þessi tæki undir áhrifum áfengis. Ég held að við ættum að hvetja börn til að nota annan samgöngumáta en við megum heldur ekki gleyma því hvað einkabíllinn er mikill skaðvaldur í borgum. Hvað við missum marga í bílslysum, hvað loftmengun veldur miklu tjóni. Þannig að við þurfum að tryggja það að fólk hafi val í samgöngumáta en alveg eins og við þurftum öll að læra umferðarreglurnar til að keyra bíla þurfum við að þjálfa okkur betur og fræða fólk um hvernig við notum þetta,“ segir Hjalti.
Kompás Rafhlaupahjól Samgönguslys Samgöngur Landspítalinn Umferðaröryggi Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira