Best að Bjarni og Katrín tali beint saman um tíma og klukkur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. október 2023 12:24 Sigurður Ingi Jóhannsson segir að betra hefði verið ef forsætisráðherra og utanríkisráðherra hefðu talað beint saman um afstöðu Íslands á allsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra segir engan ágreining innan ríkisstjórnarinnar um afstöðu Íslands til átakanna á Gasa. Það sé hins vegar skynsamlegra í slíkum málum að heyra beint í hvort öðru. Utanríkisráðuneytið segist hafa látið forsætisráðuneytið vita fyrr af afstöðu Íslands í málinu en komið hefur fram í svörum forsætisráðherra. Aðstoðarkona forsætisráðherra sendi fjölmiðlum tilkynningu í gær þess efnis að forsætisráðherra hefði verið upplýst ellefu mínútum áður en atkvæðagreiðslufundur hófst um afstöðu Íslands á allsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Ekki hafi verið óskað eftir neinu samráði við hana. Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa á föstudagskvöld. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Jórdanía lagði tillöguna fram og 120 lönd studdu hana óbreytta, 14 greiddu atkvæði gegn henni og 45 sátu hjá, þar á meðal Ísland. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu, en þar var lögð meiri áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Þingflokkur Vinstri grænna og forsætisráðherra höfðu eftir ákvörðun utanríkisráðherra lýst yfir að Ísland hefði átt að styðja tillöguna í stað þess að sitja hjá. Bjarni Benediktsson ttanríkisráðherra sagði í fréttum í gær að hann hefði upplýst alþjóðafulltrúa forsætisráðuneytisins í málinu áður en atkvæðagreiðslufundurinn hófst hjá Sameinuðu þjóðunum. Utanríkisráðuneytið sendi svo frá sér skýringar um tímalínunina í málinu í gærkvöldi þar sem kemur fram að forsætisráðuneytið hafi verið upplýst óformlega um afstöðu Íslands klukkan 18:17 og formlega klukkan 18:41. Fundurinn í allsherjarþinginu hafi svo byrjað klukkan 19 að íslenskum tíma, en atkvæðagreiðslan um sjálfa ályktunina farið fram kl. 19:49. Ekki hefur náðst í Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í dag frekar en í gær vegna málsins. Hún er stödd erlendis á Norðurlandaráðsþingi. Það má hins vegar ráða það af upplýsingum fréttastofu að embættismenn forsætisráðuneytisins hafi fengið upplýsingar um ákvörðun utanríkisráðherra í málinu fyrr en forsætisráðherra og sent henni ákvörðunina einhverjum mínútum eftir að þær bárust. Katrín Jakobsdóttir á hins vegar eftir að staðfesta það endanlega. Enginn ágreiningur en hefðu átt að tala beint saman Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var meðal ráðherra á ríkisstjórnarfundi í Tjarnargötu í morgun. Hann segir engan ágreining innan ríkisstjórnarinnar um afstöðu Íslands til átakanna á Gasa. Það sé hins vegar skynsamlegra í slíkum málum að heyra beint í hvort öðru. „Það er nú yfirleitt betra í samstarfi að tala beint saman, ég tala nú ekki um þegar verið er að mæla tíma og klukkur. Ég held að afstaða Íslands sé skýr og hafi komið fram í máli fulltrúa okkar hjá Sameinuðu þjóðunum og í ríkisstjórn er enginn ágreiningur um það ,“ segir Sigurður Hann segist hafa frétt af ákvörðun utanríkisráðherra í fjölmiðlum. „Það er eðlilegt að það séu ákveðin samskipti við forsætisráðuneytið en það hefur ekki verið hefð að tilkynna öllum ráðuneytum einstakar atkvæðagreiðslur í einstaka alþjóðastofnunum, þannig að ég las þetta bara í fréttum,“ segir Sigurður. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira
Aðstoðarkona forsætisráðherra sendi fjölmiðlum tilkynningu í gær þess efnis að forsætisráðherra hefði verið upplýst ellefu mínútum áður en atkvæðagreiðslufundur hófst um afstöðu Íslands á allsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Ekki hafi verið óskað eftir neinu samráði við hana. Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa á föstudagskvöld. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Jórdanía lagði tillöguna fram og 120 lönd studdu hana óbreytta, 14 greiddu atkvæði gegn henni og 45 sátu hjá, þar á meðal Ísland. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu, en þar var lögð meiri áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Þingflokkur Vinstri grænna og forsætisráðherra höfðu eftir ákvörðun utanríkisráðherra lýst yfir að Ísland hefði átt að styðja tillöguna í stað þess að sitja hjá. Bjarni Benediktsson ttanríkisráðherra sagði í fréttum í gær að hann hefði upplýst alþjóðafulltrúa forsætisráðuneytisins í málinu áður en atkvæðagreiðslufundurinn hófst hjá Sameinuðu þjóðunum. Utanríkisráðuneytið sendi svo frá sér skýringar um tímalínunina í málinu í gærkvöldi þar sem kemur fram að forsætisráðuneytið hafi verið upplýst óformlega um afstöðu Íslands klukkan 18:17 og formlega klukkan 18:41. Fundurinn í allsherjarþinginu hafi svo byrjað klukkan 19 að íslenskum tíma, en atkvæðagreiðslan um sjálfa ályktunina farið fram kl. 19:49. Ekki hefur náðst í Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í dag frekar en í gær vegna málsins. Hún er stödd erlendis á Norðurlandaráðsþingi. Það má hins vegar ráða það af upplýsingum fréttastofu að embættismenn forsætisráðuneytisins hafi fengið upplýsingar um ákvörðun utanríkisráðherra í málinu fyrr en forsætisráðherra og sent henni ákvörðunina einhverjum mínútum eftir að þær bárust. Katrín Jakobsdóttir á hins vegar eftir að staðfesta það endanlega. Enginn ágreiningur en hefðu átt að tala beint saman Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var meðal ráðherra á ríkisstjórnarfundi í Tjarnargötu í morgun. Hann segir engan ágreining innan ríkisstjórnarinnar um afstöðu Íslands til átakanna á Gasa. Það sé hins vegar skynsamlegra í slíkum málum að heyra beint í hvort öðru. „Það er nú yfirleitt betra í samstarfi að tala beint saman, ég tala nú ekki um þegar verið er að mæla tíma og klukkur. Ég held að afstaða Íslands sé skýr og hafi komið fram í máli fulltrúa okkar hjá Sameinuðu þjóðunum og í ríkisstjórn er enginn ágreiningur um það ,“ segir Sigurður Hann segist hafa frétt af ákvörðun utanríkisráðherra í fjölmiðlum. „Það er eðlilegt að það séu ákveðin samskipti við forsætisráðuneytið en það hefur ekki verið hefð að tilkynna öllum ráðuneytum einstakar atkvæðagreiðslur í einstaka alþjóðastofnunum, þannig að ég las þetta bara í fréttum,“ segir Sigurður.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira