Best að Bjarni og Katrín tali beint saman um tíma og klukkur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. október 2023 12:24 Sigurður Ingi Jóhannsson segir að betra hefði verið ef forsætisráðherra og utanríkisráðherra hefðu talað beint saman um afstöðu Íslands á allsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra segir engan ágreining innan ríkisstjórnarinnar um afstöðu Íslands til átakanna á Gasa. Það sé hins vegar skynsamlegra í slíkum málum að heyra beint í hvort öðru. Utanríkisráðuneytið segist hafa látið forsætisráðuneytið vita fyrr af afstöðu Íslands í málinu en komið hefur fram í svörum forsætisráðherra. Aðstoðarkona forsætisráðherra sendi fjölmiðlum tilkynningu í gær þess efnis að forsætisráðherra hefði verið upplýst ellefu mínútum áður en atkvæðagreiðslufundur hófst um afstöðu Íslands á allsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Ekki hafi verið óskað eftir neinu samráði við hana. Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa á föstudagskvöld. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Jórdanía lagði tillöguna fram og 120 lönd studdu hana óbreytta, 14 greiddu atkvæði gegn henni og 45 sátu hjá, þar á meðal Ísland. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu, en þar var lögð meiri áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Þingflokkur Vinstri grænna og forsætisráðherra höfðu eftir ákvörðun utanríkisráðherra lýst yfir að Ísland hefði átt að styðja tillöguna í stað þess að sitja hjá. Bjarni Benediktsson ttanríkisráðherra sagði í fréttum í gær að hann hefði upplýst alþjóðafulltrúa forsætisráðuneytisins í málinu áður en atkvæðagreiðslufundurinn hófst hjá Sameinuðu þjóðunum. Utanríkisráðuneytið sendi svo frá sér skýringar um tímalínunina í málinu í gærkvöldi þar sem kemur fram að forsætisráðuneytið hafi verið upplýst óformlega um afstöðu Íslands klukkan 18:17 og formlega klukkan 18:41. Fundurinn í allsherjarþinginu hafi svo byrjað klukkan 19 að íslenskum tíma, en atkvæðagreiðslan um sjálfa ályktunina farið fram kl. 19:49. Ekki hefur náðst í Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í dag frekar en í gær vegna málsins. Hún er stödd erlendis á Norðurlandaráðsþingi. Það má hins vegar ráða það af upplýsingum fréttastofu að embættismenn forsætisráðuneytisins hafi fengið upplýsingar um ákvörðun utanríkisráðherra í málinu fyrr en forsætisráðherra og sent henni ákvörðunina einhverjum mínútum eftir að þær bárust. Katrín Jakobsdóttir á hins vegar eftir að staðfesta það endanlega. Enginn ágreiningur en hefðu átt að tala beint saman Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var meðal ráðherra á ríkisstjórnarfundi í Tjarnargötu í morgun. Hann segir engan ágreining innan ríkisstjórnarinnar um afstöðu Íslands til átakanna á Gasa. Það sé hins vegar skynsamlegra í slíkum málum að heyra beint í hvort öðru. „Það er nú yfirleitt betra í samstarfi að tala beint saman, ég tala nú ekki um þegar verið er að mæla tíma og klukkur. Ég held að afstaða Íslands sé skýr og hafi komið fram í máli fulltrúa okkar hjá Sameinuðu þjóðunum og í ríkisstjórn er enginn ágreiningur um það ,“ segir Sigurður Hann segist hafa frétt af ákvörðun utanríkisráðherra í fjölmiðlum. „Það er eðlilegt að það séu ákveðin samskipti við forsætisráðuneytið en það hefur ekki verið hefð að tilkynna öllum ráðuneytum einstakar atkvæðagreiðslur í einstaka alþjóðastofnunum, þannig að ég las þetta bara í fréttum,“ segir Sigurður. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Aðstoðarkona forsætisráðherra sendi fjölmiðlum tilkynningu í gær þess efnis að forsætisráðherra hefði verið upplýst ellefu mínútum áður en atkvæðagreiðslufundur hófst um afstöðu Íslands á allsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Ekki hafi verið óskað eftir neinu samráði við hana. Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa á föstudagskvöld. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Jórdanía lagði tillöguna fram og 120 lönd studdu hana óbreytta, 14 greiddu atkvæði gegn henni og 45 sátu hjá, þar á meðal Ísland. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu, en þar var lögð meiri áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Þingflokkur Vinstri grænna og forsætisráðherra höfðu eftir ákvörðun utanríkisráðherra lýst yfir að Ísland hefði átt að styðja tillöguna í stað þess að sitja hjá. Bjarni Benediktsson ttanríkisráðherra sagði í fréttum í gær að hann hefði upplýst alþjóðafulltrúa forsætisráðuneytisins í málinu áður en atkvæðagreiðslufundurinn hófst hjá Sameinuðu þjóðunum. Utanríkisráðuneytið sendi svo frá sér skýringar um tímalínunina í málinu í gærkvöldi þar sem kemur fram að forsætisráðuneytið hafi verið upplýst óformlega um afstöðu Íslands klukkan 18:17 og formlega klukkan 18:41. Fundurinn í allsherjarþinginu hafi svo byrjað klukkan 19 að íslenskum tíma, en atkvæðagreiðslan um sjálfa ályktunina farið fram kl. 19:49. Ekki hefur náðst í Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í dag frekar en í gær vegna málsins. Hún er stödd erlendis á Norðurlandaráðsþingi. Það má hins vegar ráða það af upplýsingum fréttastofu að embættismenn forsætisráðuneytisins hafi fengið upplýsingar um ákvörðun utanríkisráðherra í málinu fyrr en forsætisráðherra og sent henni ákvörðunina einhverjum mínútum eftir að þær bárust. Katrín Jakobsdóttir á hins vegar eftir að staðfesta það endanlega. Enginn ágreiningur en hefðu átt að tala beint saman Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var meðal ráðherra á ríkisstjórnarfundi í Tjarnargötu í morgun. Hann segir engan ágreining innan ríkisstjórnarinnar um afstöðu Íslands til átakanna á Gasa. Það sé hins vegar skynsamlegra í slíkum málum að heyra beint í hvort öðru. „Það er nú yfirleitt betra í samstarfi að tala beint saman, ég tala nú ekki um þegar verið er að mæla tíma og klukkur. Ég held að afstaða Íslands sé skýr og hafi komið fram í máli fulltrúa okkar hjá Sameinuðu þjóðunum og í ríkisstjórn er enginn ágreiningur um það ,“ segir Sigurður Hann segist hafa frétt af ákvörðun utanríkisráðherra í fjölmiðlum. „Það er eðlilegt að það séu ákveðin samskipti við forsætisráðuneytið en það hefur ekki verið hefð að tilkynna öllum ráðuneytum einstakar atkvæðagreiðslur í einstaka alþjóðastofnunum, þannig að ég las þetta bara í fréttum,“ segir Sigurður.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent