Séra Friðrik hulinn svörtu klæði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2023 11:48 Myndin var tekin upp úr klukkan fimm á laugardag. Jóhanna k. Eyjólfsdóttir Vegfarandi í miðbæ Reykjavíkur síðdegis á laugardag varð þess var að umtöluð stytta af séra Friðrik Friðikssyni hafði verið hulin með svörtu klæði. Til umræðu er að fjarlægja styttuna af horni Lækjargötu og Amtmannsstígs. Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik að sá síðarnefndi hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsi fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Guðmundur segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. Í framhaldinu hafa spunnist umræður um styttuna af séra Friðriki við Lækjargötu. Borgarstjóri segir upplýsingasöfnun í gangi og málið verði líklega tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, sem starfaði um árabil sem framkvæmdastjóri Amnesty á Íslandi, tók eftir gjörningnum í miðbænum í gær. Hún deildi mynd af styttunni á Facebook og hugleiðingum sínum. „Ég er hrædd um að sagan verði aldrei öll sögð, hann dó fyrir 62 árum þá rúmlega níræður og drengirnir líklega margir fallnir frá eða mjög fullorðnir í dag en vonandi verður hægt að fletta ofan af allri sögunni og styðja við þá sem hafa burðast alla ævi með sömu reynslu og sagt er frá í bókinni. Sá þagnarhjúpur sem umlék brot hans gegn drengjum er æpandi, því ljóst er að margir vissu en völdu að þegja,“ segir Jóhanna. Talskona Stígamóta segir að fleiri en einn hafi leitað til samtakanna vegna séra Friðriks. Hún átti allt eins von á því að fleiri myndu leita til Stígamóta. „Við eigum alveg von á því þegar svona mál eru í mikilli opinberri umræðu. Það má alveg gera ráð fyrir því að ef hann hefur verið að níðast á börnum þá er það ekki eitt. Það eru líklega fleiri. Sagan hefur kennt okkur það. Sérstaklega þar sem hann hafði ótakmarkað aðgengi að börnum. Hann valdi sér þannig starfsvettvang,“ segir Drífa. Félagasamtök Mál séra Friðriks Friðrikssonar Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik að sá síðarnefndi hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsi fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Guðmundur segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. Í framhaldinu hafa spunnist umræður um styttuna af séra Friðriki við Lækjargötu. Borgarstjóri segir upplýsingasöfnun í gangi og málið verði líklega tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, sem starfaði um árabil sem framkvæmdastjóri Amnesty á Íslandi, tók eftir gjörningnum í miðbænum í gær. Hún deildi mynd af styttunni á Facebook og hugleiðingum sínum. „Ég er hrædd um að sagan verði aldrei öll sögð, hann dó fyrir 62 árum þá rúmlega níræður og drengirnir líklega margir fallnir frá eða mjög fullorðnir í dag en vonandi verður hægt að fletta ofan af allri sögunni og styðja við þá sem hafa burðast alla ævi með sömu reynslu og sagt er frá í bókinni. Sá þagnarhjúpur sem umlék brot hans gegn drengjum er æpandi, því ljóst er að margir vissu en völdu að þegja,“ segir Jóhanna. Talskona Stígamóta segir að fleiri en einn hafi leitað til samtakanna vegna séra Friðriks. Hún átti allt eins von á því að fleiri myndu leita til Stígamóta. „Við eigum alveg von á því þegar svona mál eru í mikilli opinberri umræðu. Það má alveg gera ráð fyrir því að ef hann hefur verið að níðast á börnum þá er það ekki eitt. Það eru líklega fleiri. Sagan hefur kennt okkur það. Sérstaklega þar sem hann hafði ótakmarkað aðgengi að börnum. Hann valdi sér þannig starfsvettvang,“ segir Drífa.
Félagasamtök Mál séra Friðriks Friðrikssonar Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira