Deildarmyrkvi í kvöld Vésteinn Örn Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 28. október 2023 19:23 Sævar Helgi hvetur landsmenn að líta til himins. Vísir/SteingrímurDúi Deildarmyrkvi á tungli verður sjáanlegur frá öllu Íslandi í kvöld. Lítill hluti tunglskífunnar mun myrkvast og þá mun líta út eins og biti hafi verið tekinn úr tunglinu. Deildarmyrkvinn nær hámarki rétt eftir klukkan 20.00. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir að deildarmyrkvi á tungli verði þegar tunglið gangi að hluta til inn í skuggann sem jörðin varpar út í geiminn. „Þegar fólk lítur til himins í kvöld á tunglið, svona í kringum átta eða upp úr átta, að þá sér það að það er svona eins og það vanti syðsta hlutann. Svona pínulítinn hluta syðsta hluta tunglsins. Og það er sem sagt skugginn á jörðinni sem er að varpa þar yfir,“ segir Sævar Helgi. Veðrið er með fínasta móti víðs vegar á landinu og ættu því margir landsmenn að geta séð deildarmyrkvann. „Þetta eru bara kjöraðstæður til að líta eftir þessu og ég hvet flesta til að gjóa augunum eftir þessu. Af því tunglið er aðeins furðulegra á að líta þegar það vantar pínulítinn hluta af því. Þetta stendur yfir í tæplega klukkutíma, svona rétt rúmlega klukkutíma. Byrjar núna 25 mínútur í átta og lýkur þessu rétt fyrir níu. Hann segir að deildarmyrkvar á tungli séu tiltölulega algengir og gerist á hálfs árs fresti, einhvers staðar í heiminum. „Hins vegar er fyrsti vetrardagur í dag og það hefur ekki verið deildarmyrkvi eða tunglmyrkvi á fyrsta vetrardegi síðan 21. október árið 1901. Þannig að það er nú tiltölulega sjaldgæft,“ segir Sævar Helgi að lokum. Geimurinn Tunglið Tengdar fréttir Hvetur fólk til að horfa til himins annað kvöld Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, hvetur fólk til þess að horfa til himins annað kvöld. Tilefnið er deildarmyrkvi á tungli en þá mun aðeins sex prósent af tunglskífunni myrkvast. 27. október 2023 10:32 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir að deildarmyrkvi á tungli verði þegar tunglið gangi að hluta til inn í skuggann sem jörðin varpar út í geiminn. „Þegar fólk lítur til himins í kvöld á tunglið, svona í kringum átta eða upp úr átta, að þá sér það að það er svona eins og það vanti syðsta hlutann. Svona pínulítinn hluta syðsta hluta tunglsins. Og það er sem sagt skugginn á jörðinni sem er að varpa þar yfir,“ segir Sævar Helgi. Veðrið er með fínasta móti víðs vegar á landinu og ættu því margir landsmenn að geta séð deildarmyrkvann. „Þetta eru bara kjöraðstæður til að líta eftir þessu og ég hvet flesta til að gjóa augunum eftir þessu. Af því tunglið er aðeins furðulegra á að líta þegar það vantar pínulítinn hluta af því. Þetta stendur yfir í tæplega klukkutíma, svona rétt rúmlega klukkutíma. Byrjar núna 25 mínútur í átta og lýkur þessu rétt fyrir níu. Hann segir að deildarmyrkvar á tungli séu tiltölulega algengir og gerist á hálfs árs fresti, einhvers staðar í heiminum. „Hins vegar er fyrsti vetrardagur í dag og það hefur ekki verið deildarmyrkvi eða tunglmyrkvi á fyrsta vetrardegi síðan 21. október árið 1901. Þannig að það er nú tiltölulega sjaldgæft,“ segir Sævar Helgi að lokum.
Geimurinn Tunglið Tengdar fréttir Hvetur fólk til að horfa til himins annað kvöld Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, hvetur fólk til þess að horfa til himins annað kvöld. Tilefnið er deildarmyrkvi á tungli en þá mun aðeins sex prósent af tunglskífunni myrkvast. 27. október 2023 10:32 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Hvetur fólk til að horfa til himins annað kvöld Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, hvetur fólk til þess að horfa til himins annað kvöld. Tilefnið er deildarmyrkvi á tungli en þá mun aðeins sex prósent af tunglskífunni myrkvast. 27. október 2023 10:32