Innlent

Starfs­­­leyfi skemmti­staðarins B aftur­­­kallað

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Sverrir Einar Eiríksson rekur staðinn B, sem áður hét Bankastræti Club og þar áður B5.
Sverrir Einar Eiríksson rekur staðinn B, sem áður hét Bankastræti Club og þar áður B5. Vísir/Vilhelm/Stöð2

Skemmtistaðnum B verður lokað tímabundið, frá og með deginum í dag. Lokunin stendur yfir í sex vikur. Sýslumaður afturkallaði starfsleyfi staðarins vegna tilkynninga frá lögreglu um að á staðnum hafi á tilteknum dögum verið of margir gestir. Þá hafi ungmenni undir aldri verið meðal gesta. Eigendur ætla í skaðabótamál.

Þetta kemur fram í tilkynningu forsvarsmanna staðarins sem segjast hafa kvartað formlega undan einstökum aðgerðum lögreglu. Þau hafi farið fram á að starfsaðferðir lögreglu og afskipti af staðnum verði skoðuð. Ríkið verði krafið um skaðabætur vegna „ólögmætrar ákvörðunar sýslumanns um tímabundna afturköllun starfsleyfisins.

„Við vitum upp á okkur sökina í einu tilviki að of margir hafi verið inni á staðnum og brugðumst við til að það kæmi ekki fyrir aftur. En okkur finnst hart að fá refsingu fyrir að sjá í einhverjum tilvikum ekki í gegn um fölsuð skilríki ungmenna. Okkur er enginn akkur í að hafa krakka inni á staðnum. Við mótmæltum þessari ákvörðun sýslumanns og teljum of langt gengið í sviptingu starfsleyfisins, sér í lagi ef í ljós kemur að lögreglan hafi farið offari í eftirlitsaðgerðum sínum á staðnum,“ segir Sverrir Einar Eiríksson, annar eigenda staðarins, í tilkynningu.

Eigendur ætla að ráðast í endurbætur næstu vikurnar og opnar staðurinn því „tvíefldur“ að endurbótunum loknum.


Tengdar fréttir

Skemmtistaðnum B lokað og eigandinn leiddur út í járnum

Skemmtistaðnum B við Bankastræti 5 í Reykjavík var lokað á laugardagskvöld vegna þess að of margir gestir voru á staðnum og einhverjir gestir reyndust undir lögaldri. Sverrir Einar Eiríksson, eigandi staðarins, var handtekinn og leiddur út af staðnum í járnum.

Skemmtistaðnum B lokað og eigandinn leiddur út í járnum

Skemmtistaðnum B við Bankastræti 5 í Reykjavík var lokað á laugardagskvöld vegna þess að of margir gestir voru á staðnum og einhverjir gestir reyndust undir lögaldri. Sverrir Einar Eiríksson, eigandi staðarins, var handtekinn og leiddur út af staðnum í járnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×