Innlent

Vildu LSD, keyptu MDMA en enduðu í járnum

Jón Þór Stefánsson skrifar
Efnin fundust við leit tollgæslunnar í miðstöð Íslandspósts.
Efnin fundust við leit tollgæslunnar í miðstöð Íslandspósts. Vísir/Vilhelm

Karl og kona hafa verið ákærð fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot fyrir að flytja hingað til lands fíkniefni sem keypt voru með rafmyntinni Bitcoin.

Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að þeim sé gefið að sök að hafa flutt 776 stykki af MDMA hingað til lands frá Hollandi.

Maðurinn skipulagði og fjármagnaði innflutninginn. Hann pantaði þau í gegnum Whatsapp og taldi að hann væri að panta fimmhundruð stykki af LSD. Fyrir þetta greiddi hann með rafmyntinni Bitcoin, að andvirði 150 þúsund íslenskra króna.

Hins vegar var konan skráður kaupandi efnanna.

Efnin voru flutt með póstsendingu hingað til lands með póstsendingu. Tollgæslan fann í miðstöð Íslandspósts og í kjölfarið lagði lögregla hald á þau og rannsakaði.

Síðan voru efnin sett aftur í pakkann, komið fyrir í pósthúsinu og þeim tilkynnt um að sendingin væri tilbúin til afhendingar.

Tvímenningarnir óku saman í pósthúsið samdægurs. Konan fór inn og sótti pakkann og afhenti manninum efnin í bílnum. Í kjölfarið voru þau handtekinn.

Maðurinn var einnig ákærður fyrir vörslu á 53 stykkjum af lyfinu Rivotril, sem fundust í húsleit á heimili hans.

Þau eru talin hafa flutt efnin til landsins með það í huga að selja þau hér.

Það er héraðssaksóknari sem rekur málið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Krafist er að þau verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×