Boðar aðgerðir í baráttu við mansal Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. október 2023 13:01 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra fagnar nýrri skýrslu um mansal. Þar eru stjórnvöld hvött til frekari aðgerða. Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands segir skorta fjármagn til málaflokksins. Vísir Ísland stendur sig illa í baráttunni gegn vinnumansali samkvæmt eftirlitsnefnd Evrópuráðsins sem hefur áhyggjur af takmörkuðum árangri í málaflokknum. Þá er bent á ýmsa vankanta í baráttunni gegn mansali barna. Dómsmálaráðherra boðar nýja aðgerðaráætlun í málaflokknum. Eftirlitsnefnd Evrópuráðsins (GRETA) lýsir yfir áhyggjum af takmörkuðum árangri Íslands í baráttu gegn vinnumansali. Nefndin brýnir íslensk yfirvöld til að hvetja þá sem koma að mansali að sýna aukið frumkvæði í að finna þolendur vinnumansals. Þetta kemur fram í þriðju úttektarskýrslu hópsins um Ísland. Að mati GRETA skortir enn formlegar verklagsreglur sem skilgreina hlutverk og ábyrgð allra viðkomandi faghópa og eru íslensk stjórnvöld hvött til að koma á formlegu tilvísunarkerfi í málaflokknum fyrir allt landið. Þá dregur skýrslan fram vankanta í baráttu gegn mansali barna. Skorað er á íslensk stjórnvöld að grípa til aðgerða. Þá eru ráðamenn hvattir til að samþykkja sérstakt lagaákvæði um refsileysi þolenda mansals sem hafa verið þvingaðir út í brotastarfsemi. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hyggst hrinda af stað vinnu við nýja aðgerðaáætlun til að mæta þeim athugasemdum sem koma fram í skýrslunni og ljúka vinnu við þær aðgerðir sem enn er ólokið í núgildandi áætlun. „Það eru athugasemdir í skýrslunni og ég fagna þeim því þær eru áminning um að gera betur. Ég hef fullan hug á því að koma upp aðgerðum til að bregðast við þeim athugasemdum sem þarna eru. Ég vil líka taka fram að ég hef í hyggju að fá fleiri ráðuneyti að þessari vinnu vegna þess að þetta er málaflokkur sem getur ekki verið einkamál eins ráðuneytis,“ segir Guðrún. „Guðrún segist hafa heimsótt lögregluembættið á Suðurlandi í vikunni og það hafi komið henni ánægjulega á óvart að þar var teymi sem var að leið í eftirlitsferð með mansali. „Ég mætti lögreglumönnum á Lögreglustöðinni á Selfossi sem voru á leið í slíkt eftirlit með vinnueftirliti og launþegaeftirliti á Suðurlandi. Það var áður en skýrslan kom út og ég var mjög ánægð með að sjá að það er verið að vinna í þessum málum,“ segir Guðrún. Umfangið umtalsvert meira Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands segir skýrsluna sýna að nauðsynlegt sé að auka framlög til málaflokksins. „Það hefur skort fé inn í málaflokkinn og því þarf að breyta. Það þarf að taka þessi mál fastari tökum og tryggja fræðslu fyrir alla þá sem koma að svona málum,“ segir Margrét. Hún segir telur að aðeins lítið brot mansalsmála komi upp á yfirborðið. „Umfangið er í mínum huga talsvert meira en það sem ratar upp á yfirborðið,“ segir Margrét. Mansal í Vík Jafnréttismál Dómsmál Mansal Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af takmörkuðum framförum Íslands í mansalsmálum Íslenska ríkið ætti að bera betur kennsl á fórnarlömb mansals, rannsaka slík mál betur og lögsækja fleiri sem grunaðir eru um slík brot. Þetta kemur fram í nýjustu úttekt sérfræðihóps Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali, GRETA. 26. október 2023 08:02 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Eftirlitsnefnd Evrópuráðsins (GRETA) lýsir yfir áhyggjum af takmörkuðum árangri Íslands í baráttu gegn vinnumansali. Nefndin brýnir íslensk yfirvöld til að hvetja þá sem koma að mansali að sýna aukið frumkvæði í að finna þolendur vinnumansals. Þetta kemur fram í þriðju úttektarskýrslu hópsins um Ísland. Að mati GRETA skortir enn formlegar verklagsreglur sem skilgreina hlutverk og ábyrgð allra viðkomandi faghópa og eru íslensk stjórnvöld hvött til að koma á formlegu tilvísunarkerfi í málaflokknum fyrir allt landið. Þá dregur skýrslan fram vankanta í baráttu gegn mansali barna. Skorað er á íslensk stjórnvöld að grípa til aðgerða. Þá eru ráðamenn hvattir til að samþykkja sérstakt lagaákvæði um refsileysi þolenda mansals sem hafa verið þvingaðir út í brotastarfsemi. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hyggst hrinda af stað vinnu við nýja aðgerðaáætlun til að mæta þeim athugasemdum sem koma fram í skýrslunni og ljúka vinnu við þær aðgerðir sem enn er ólokið í núgildandi áætlun. „Það eru athugasemdir í skýrslunni og ég fagna þeim því þær eru áminning um að gera betur. Ég hef fullan hug á því að koma upp aðgerðum til að bregðast við þeim athugasemdum sem þarna eru. Ég vil líka taka fram að ég hef í hyggju að fá fleiri ráðuneyti að þessari vinnu vegna þess að þetta er málaflokkur sem getur ekki verið einkamál eins ráðuneytis,“ segir Guðrún. „Guðrún segist hafa heimsótt lögregluembættið á Suðurlandi í vikunni og það hafi komið henni ánægjulega á óvart að þar var teymi sem var að leið í eftirlitsferð með mansali. „Ég mætti lögreglumönnum á Lögreglustöðinni á Selfossi sem voru á leið í slíkt eftirlit með vinnueftirliti og launþegaeftirliti á Suðurlandi. Það var áður en skýrslan kom út og ég var mjög ánægð með að sjá að það er verið að vinna í þessum málum,“ segir Guðrún. Umfangið umtalsvert meira Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands segir skýrsluna sýna að nauðsynlegt sé að auka framlög til málaflokksins. „Það hefur skort fé inn í málaflokkinn og því þarf að breyta. Það þarf að taka þessi mál fastari tökum og tryggja fræðslu fyrir alla þá sem koma að svona málum,“ segir Margrét. Hún segir telur að aðeins lítið brot mansalsmála komi upp á yfirborðið. „Umfangið er í mínum huga talsvert meira en það sem ratar upp á yfirborðið,“ segir Margrét.
Mansal í Vík Jafnréttismál Dómsmál Mansal Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af takmörkuðum framförum Íslands í mansalsmálum Íslenska ríkið ætti að bera betur kennsl á fórnarlömb mansals, rannsaka slík mál betur og lögsækja fleiri sem grunaðir eru um slík brot. Þetta kemur fram í nýjustu úttekt sérfræðihóps Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali, GRETA. 26. október 2023 08:02 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Hafa áhyggjur af takmörkuðum framförum Íslands í mansalsmálum Íslenska ríkið ætti að bera betur kennsl á fórnarlömb mansals, rannsaka slík mál betur og lögsækja fleiri sem grunaðir eru um slík brot. Þetta kemur fram í nýjustu úttekt sérfræðihóps Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali, GRETA. 26. október 2023 08:02