Átök innan stjórnarsamstarfsins hafi líklega ekki skapað þeim vinsældir. Þá verður rætt við formenn Samfylkingar og Miðflokksins í beinni frá Alþingi.
Eldsneytisbirgðir á Gasa eru sagðar á þrotum og starfsemi sjúkrahúsa að lamast. Farið verður yfir stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs í kvöldfréttum.
Þá verðum við í beinni frá Veðurstofu Íslands en óvissustigi almannavarna var lýst yfir í dag vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesi. Við fjöllum einnig um forvitnilegt mál manns sem var kallaður í skýrslutöku hjá lögreglu vegna meintra njósna eftir að hafa verið við rannsóknir á fuglum við finnska sendiráðið. Auk þess sjáum við frá skemmtilegri dagskrá við vígslu á nýrri brú yfir Þorskafjörð og förum í afmælisveislu Reynis Péturs.
Í Íslandi í dag fer Kristín Ólafsdóttir síðan á rúntinn með einum litríkasta bílstjóra landsins.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.