Segja brotið á réttindum rúmenskra starfsmanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2023 08:40 Rafís segir að brotið hafi verið á réttindum rúmenskra starfsmanna undirverktaka á Suðurlandi. Vísir/Vilhelm Rafiðnaðarsamband Íslands segir að brotið hafi verið á réttindum rúmenskra starfsmanna hjá verktakafyrirtæki á Suðurlandi með því að afhenda þeim ekki launaseðla. Rúmensku starfsmennirnir hafi þannig ekki vitað hvað þeir höfðu í laun fyrir eða eftir skatta. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Rafís. Segir þar að Hús fagfélaganna og Efling hafi farið í vinnustaðaeftirlit, ásamt fulltrúum frá stéttarfélaginu Bárunni, í mars á þessu ári á byggingarsvæði á Suðurlandi. Var þar rótgróinn íslenskur aðalverktaki með umsjón verksins, sem var bygging aðstöðu fyrir opinberan aðila að því er segir í tilkynningu frá Rafís. Eftirlitsfulltrúarnir hafi á vettvangi hitt rúmenska starfsmenn undirverktaka. Í ljós hafi komið að enginn þeirra hafði aðgang að launaseðli og þeir ekki vitað hvað þeir hefðu í laun, hvorki fyrir né eftir skatta. Grunsemdir hafi þá vaknað hjá eftirlitsaðilum um að brotið væri á réttindum þeirra. „Eftirlitsfulltrúarnir höfðu uppi á aðalverktakanum á svæðinu. Honum var gerð grein fyrir ákvæðum laga um keðjuábyrgð. Aðalverktaka er í þeim gert skylt að tryggja og bera ábyrgð á að allir starfsmenn, hvort sem um ræðir starfsmenn hans, undirverktaka eða starfsmannaleiga, sem koma að framkvæmd samnings fái laun, starfskjör, sjúkra- og slysatryggingar og önnur réttindi. Aðalverktakinn tók málið föstum tökum,“ segir í tilkynningu Rafís. Fengu ekki umsamda launahækkun í nóvember í fyrra Þar á eftir hafi tekið við tímabil þar sem ítrekaðar en árangurslausar tilraunir hafi verið gerðar til að fá afhenta launaseðla og önnur gögn frá undirverktakanum. Aðalverktakinn hafi lagt stéttarfélögum lið með því að halda eftir lokagreiðslu til undirverktakans og segir að hann hafi gert skýlausa kröfu um að fullnægjandi gögnum yrði skilað til stéttarfélaganna. „Þessi aðferð bar þann árangur að nú í september bárust flest þau gögn sem beðið hafði verið eftir mánuðum saman, meðal annars launaseðlar, tímaskráningar og fyrirkomulag vinnunnar. Í ljós kom að starfsmönnunum, sem allir eru iðnaðarmenn án sveinsprófs en eru búsettir á Íslandi, hafði verið greitt undir taxta bæði þegar kom að dagvinnu og yfirvinnu,“ segir í tilkynningunn. Þá hafi verið staðið ranglega að styttingu vinnutíma, desember- og orlofsuppbætur hafi ekki verið greiddar auk þess sme launamennirnir fengu ekki umsamda kauphækkun 1. nóvember 2022. Starfsmönnum hafi sömuleiðis ekki verið greitt fyrir akstur. „Aðalverktakinn hefur gert umræddum undirverktaka ljóst að ekki komi til lokagreiðslu fyrr en sýnt hefur verið fram á að gert hafi verið upp við umrædda starfsmenn. Afstaða hans hefur vegið þungt í málinu, sem fylgt verður eftir af fullri hörku allt til enda.“ Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Rafís. Segir þar að Hús fagfélaganna og Efling hafi farið í vinnustaðaeftirlit, ásamt fulltrúum frá stéttarfélaginu Bárunni, í mars á þessu ári á byggingarsvæði á Suðurlandi. Var þar rótgróinn íslenskur aðalverktaki með umsjón verksins, sem var bygging aðstöðu fyrir opinberan aðila að því er segir í tilkynningu frá Rafís. Eftirlitsfulltrúarnir hafi á vettvangi hitt rúmenska starfsmenn undirverktaka. Í ljós hafi komið að enginn þeirra hafði aðgang að launaseðli og þeir ekki vitað hvað þeir hefðu í laun, hvorki fyrir né eftir skatta. Grunsemdir hafi þá vaknað hjá eftirlitsaðilum um að brotið væri á réttindum þeirra. „Eftirlitsfulltrúarnir höfðu uppi á aðalverktakanum á svæðinu. Honum var gerð grein fyrir ákvæðum laga um keðjuábyrgð. Aðalverktaka er í þeim gert skylt að tryggja og bera ábyrgð á að allir starfsmenn, hvort sem um ræðir starfsmenn hans, undirverktaka eða starfsmannaleiga, sem koma að framkvæmd samnings fái laun, starfskjör, sjúkra- og slysatryggingar og önnur réttindi. Aðalverktakinn tók málið föstum tökum,“ segir í tilkynningu Rafís. Fengu ekki umsamda launahækkun í nóvember í fyrra Þar á eftir hafi tekið við tímabil þar sem ítrekaðar en árangurslausar tilraunir hafi verið gerðar til að fá afhenta launaseðla og önnur gögn frá undirverktakanum. Aðalverktakinn hafi lagt stéttarfélögum lið með því að halda eftir lokagreiðslu til undirverktakans og segir að hann hafi gert skýlausa kröfu um að fullnægjandi gögnum yrði skilað til stéttarfélaganna. „Þessi aðferð bar þann árangur að nú í september bárust flest þau gögn sem beðið hafði verið eftir mánuðum saman, meðal annars launaseðlar, tímaskráningar og fyrirkomulag vinnunnar. Í ljós kom að starfsmönnunum, sem allir eru iðnaðarmenn án sveinsprófs en eru búsettir á Íslandi, hafði verið greitt undir taxta bæði þegar kom að dagvinnu og yfirvinnu,“ segir í tilkynningunn. Þá hafi verið staðið ranglega að styttingu vinnutíma, desember- og orlofsuppbætur hafi ekki verið greiddar auk þess sme launamennirnir fengu ekki umsamda kauphækkun 1. nóvember 2022. Starfsmönnum hafi sömuleiðis ekki verið greitt fyrir akstur. „Aðalverktakinn hefur gert umræddum undirverktaka ljóst að ekki komi til lokagreiðslu fyrr en sýnt hefur verið fram á að gert hafi verið upp við umrædda starfsmenn. Afstaða hans hefur vegið þungt í málinu, sem fylgt verður eftir af fullri hörku allt til enda.“
Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira