Innlent

Átta sóttu um em­bætti dómara við Héraðs­­dóm Reykja­víkur

Atli Ísleifsson skrifar
Dómsmálaráðuneytið auglýsti stöðuna í síðasta mánuði.
Dómsmálaráðuneytið auglýsti stöðuna í síðasta mánuði. Vísir/Vilhelm

Átta sóttu um stöðu héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem dómsmálaráðuneytið auglýsti lausa til umsóknar þann 29. september síðastliðinn.

Á vef ráðuneytisins segir að sett verði í embættið hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hafi lokið störfum. 

Umsækjendur um embættið eru eftirtaldir:

  • Finnur Vilhjálmsson settur héraðsdómari,
  • Hákon Þorsteinsson lögfræðingur,
  • Margrét Helga Kristínar Stefánsdóttir lögmaður,
  • Oddur Þorri Viðarsson lögfræðingur,
  • Sigurður Jónsson lögmaður,
  • Sindri M. Stephensen dósent,
  • Sólveig Ingadóttir aðstoðarmaður héraðsdómara,
  • Stefanía G. Sæmundsdóttir saksóknari.

Umsóknir hafa verið afhentar dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara til meðferðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×