Um 50 list- og menningarviðburðir í boði á Akranesi á Vökudögum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. október 2023 13:04 Bleik messa verður í Akraneskirkju á Vökudögum þar sem þessar konur munu örugglega mæta. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Akranesi eru nú að setja sig í stellingar fyrir ellefu daga lista- og menningarhátíð, Vökudaga, sem hefjast fimmtudaginn 26. október. Boðið verður upp á um fimmtíu menningarviðburði í bæjarfélaginu þessa daga allt frá listsýningum upp í pönktónleika. Lífið á Akranesi snýst ekki bara um knattspyrnu og aðrar íþróttir því þar er mjög öflugt menningarlíf enda á að halda núna í 21. sinn menningarhátíðina Vökudaga. En af hverju heitir hátíðin þessu nafni? Vera Líndal Guðnadóttir er verkefnisstjóri menningarmála á Akranesi. „Ætli þetta sé ekki aðallega vegna þess að þetta er til að lífga upp á skammdegið, halda okkur glöðum og vakandi yfir listgreinum bæjarins,“ segir Vera og heldur áfram. „Hátíðin stendur saman af ótrúlega öflugu listafólki frá Akranesi, sem tekur sig saman og býður fólki á sýningaropnanir, opnar vinnustofur, tónleika og ýmislegt fleira.“ Vera segir að um 50 ólíka lista- og menningarviðburði verði að ræða, meðal annars tvær tónlistarhátíðir. „Það eru annars vegar Heimaskagahátíðin, sem er algjör hittari á Akranesi. Hún er þannig að það eru 11 heimili, sem bjóða bæjarbúum inn í stofu á tónleika þar sem þekktir tónlistarmenn spila. Svo er það hins vegar „Lilló hardcorefest“, sem er harðkjarna og pönkhátíð í gamla Landsbankahúsinu, þannig að það er svona ákveðin breidd í þessu öllu saman, það er ótrúlega skemmtilegt.“ Vera Líndal Guðnadóttir, verkefnisstjóri menningarmála á Akranesi.Aðsend En hvað skýrir þennan mikla sköpunarkraft í kringum list- og menningu á Akranesi? „Það er vegna þess að hér er fjölbreyttur hópur listafólks og áhugafólks um menningu í bænum sem drífur áfram listasenuna og eykur veg menningar í samfélaginu. Þau eru styðjandi hvort við annað og hér starfa öflug listafélög. Á Vökudögum fáum við að upplifa afraksturinn af þessar vinnu og líta inn í hugarheim þeirra. Það er einstakt tækifæri fyrir bæjarbúa,” segir Vera og bætir strax við. „Á Vökudögum getur maður skoðað verk leik- og grunnskólabarna, litið við á handverksmarkaði hjá okkar glæsilegu eldri borgurum í félagsstarfi Akraneskaupstaðar, ungmenni geta skellt sér á smiðjur og lært að jöggla, jóðla, rokka eða mála svo eitthvað megi nefna. Bæjarstjórinn okkar ætlar meira að segja að bjóða á viðburð í lok hátíðarinnar. En þar fer hann yfir sögu Jóns Hreggviðssonar yfir brauðtertum og bjór. Það fléttast síðan tvær aðrar hátíðir í samfélaginu fallega inn í Vökudaga. Það eru hrekkjavakan og bleikur október. Í tilefni af þeim verða styrktartónleikar, bleik messa í Akraneskirkju og svo hið alræmda hrollvekjuhús á Byggðarsafninu.” Tvær tónlistarhátíðir verða haldnar, Heimaskagahátíðin og pönkhátíð í gamla LandsbankahúsinuAðsend Formlega setning Vökudaga fer fram fimmtudaginn 26. október í tónlistarskólanum þar sem menningarverðlaun Akranes 2023 verða veitt, auk umhverfisverðlauna bæjarfélagsins. Í kjölfar setningarathafnarinnar fer fram listaganga þar sem bæjarbúar ganga um bæinn og kíkja við á sýningaropnunum og opnar vinnustofur. Hægt er að skoða dagskrá Vökudaga hér og á Facebook og Instagram undir nafni hátíðarinnar. Dagskrá Vökudaga er mjög fjölbreytt og ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.Aðsend Akranes Menning Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fleiri fréttir Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Sjá meira
Lífið á Akranesi snýst ekki bara um knattspyrnu og aðrar íþróttir því þar er mjög öflugt menningarlíf enda á að halda núna í 21. sinn menningarhátíðina Vökudaga. En af hverju heitir hátíðin þessu nafni? Vera Líndal Guðnadóttir er verkefnisstjóri menningarmála á Akranesi. „Ætli þetta sé ekki aðallega vegna þess að þetta er til að lífga upp á skammdegið, halda okkur glöðum og vakandi yfir listgreinum bæjarins,“ segir Vera og heldur áfram. „Hátíðin stendur saman af ótrúlega öflugu listafólki frá Akranesi, sem tekur sig saman og býður fólki á sýningaropnanir, opnar vinnustofur, tónleika og ýmislegt fleira.“ Vera segir að um 50 ólíka lista- og menningarviðburði verði að ræða, meðal annars tvær tónlistarhátíðir. „Það eru annars vegar Heimaskagahátíðin, sem er algjör hittari á Akranesi. Hún er þannig að það eru 11 heimili, sem bjóða bæjarbúum inn í stofu á tónleika þar sem þekktir tónlistarmenn spila. Svo er það hins vegar „Lilló hardcorefest“, sem er harðkjarna og pönkhátíð í gamla Landsbankahúsinu, þannig að það er svona ákveðin breidd í þessu öllu saman, það er ótrúlega skemmtilegt.“ Vera Líndal Guðnadóttir, verkefnisstjóri menningarmála á Akranesi.Aðsend En hvað skýrir þennan mikla sköpunarkraft í kringum list- og menningu á Akranesi? „Það er vegna þess að hér er fjölbreyttur hópur listafólks og áhugafólks um menningu í bænum sem drífur áfram listasenuna og eykur veg menningar í samfélaginu. Þau eru styðjandi hvort við annað og hér starfa öflug listafélög. Á Vökudögum fáum við að upplifa afraksturinn af þessar vinnu og líta inn í hugarheim þeirra. Það er einstakt tækifæri fyrir bæjarbúa,” segir Vera og bætir strax við. „Á Vökudögum getur maður skoðað verk leik- og grunnskólabarna, litið við á handverksmarkaði hjá okkar glæsilegu eldri borgurum í félagsstarfi Akraneskaupstaðar, ungmenni geta skellt sér á smiðjur og lært að jöggla, jóðla, rokka eða mála svo eitthvað megi nefna. Bæjarstjórinn okkar ætlar meira að segja að bjóða á viðburð í lok hátíðarinnar. En þar fer hann yfir sögu Jóns Hreggviðssonar yfir brauðtertum og bjór. Það fléttast síðan tvær aðrar hátíðir í samfélaginu fallega inn í Vökudaga. Það eru hrekkjavakan og bleikur október. Í tilefni af þeim verða styrktartónleikar, bleik messa í Akraneskirkju og svo hið alræmda hrollvekjuhús á Byggðarsafninu.” Tvær tónlistarhátíðir verða haldnar, Heimaskagahátíðin og pönkhátíð í gamla LandsbankahúsinuAðsend Formlega setning Vökudaga fer fram fimmtudaginn 26. október í tónlistarskólanum þar sem menningarverðlaun Akranes 2023 verða veitt, auk umhverfisverðlauna bæjarfélagsins. Í kjölfar setningarathafnarinnar fer fram listaganga þar sem bæjarbúar ganga um bæinn og kíkja við á sýningaropnunum og opnar vinnustofur. Hægt er að skoða dagskrá Vökudaga hér og á Facebook og Instagram undir nafni hátíðarinnar. Dagskrá Vökudaga er mjög fjölbreytt og ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.Aðsend
Akranes Menning Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fleiri fréttir Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Sjá meira