Fær mígrenisköst tuttugu daga í hverjum mánuði: „Algjör viðbjóður“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. október 2023 13:45 Ester hefur hafnað því að láta greina hana sem öryrki. Ester María Ólafsdóttir er 35 ára Skagakona sem fær mígrenisköst að meðaltali tuttugu daga á mánuði og hefur það eins og gefur að skilja mikil áhrif á líf hennar. Læknar hafa boðið henni að skrifa upp á það að hún sé öryrki svo hún geti farið á bætur. Það finnst henni ekki boði, hún vill taka virkan þátt og að hún verði bara að vinna í kringum þennan slæma sjúkdóm. Rætt var við Ester í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég man ekki eftir mér öðruvísi en að fá mígrenisköst. Mamma hefur talað um það að ég hafi verið með mígreni frá því að ég var lítið barn. Mamma sjálf er með mígreni og þekkir því einkennin. Þetta byrjar í raun í kringum eins tveggja ára aldurinn,“ segir Ester sem man hlutina ekki öðruvísi en að vera alltaf með hausverk, með sjóntruflanir, með tilheyrandi uppköstum og máttleysi. „Það var alltaf verið að tilkynna veikindi mín í grunnskóla sem fór bara versnandi eftir því sem ég eldist.“ Ester var alltaf mikil íþróttakona og var í fimleikum. Hún lærði fljótt að hún þyrfti að skipuleggja sig í kringum mígrenið. Ester byrjaði að finna fyrir einkennum sem smábarn. „Þetta snarversnaði á unglingsárunum og ég held að ég hafi verið í áttunda, níunda og tíunda bekk 3-4 daga í viku frá.“ Fyrir utan sársaukann sem mígreni fylgir var þetta erfitt andlega líka. „Ég var komin með heilsukvíða tíu, ellefu, tólf ára ábyggilega. Byrjaði að fá kvíða yfir því að fá mígrenisköstin því þau eru algjör viðbjóður. Svo þegar þetta fór versnandi þá fór maður að fá kvíða yfir því að þurfa hringja sig inn veika. Svo kom kvíði fyrir því að mæta í skólann því það fóru allir að tala um veikindin mín við mig. Og svo kveið mér fyrir því að fá mígreniskast í skólanum og þurfa að fara heim, því það er líka neikvæð athygli. Ég var því komin með mikinn kvíða og seinna þunglyndi.“ Ester fær til að mynda bótox niðurgreitt af ríkinu sem er í hálsinum og niður allt bakið, til að slaka á öllum vöðvum á því svæði. Það hjálpar við að halda niðri köstunum. Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins. Hægt er að sjá það í heild sinni á Stöð+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2 fyrir áskrifendur. Klippa: Fær mígrenisköst tuttugu daga á mánuði: Algjör viðbjóður Ísland í dag Heilbrigðismál Akranes Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Sjá meira
Læknar hafa boðið henni að skrifa upp á það að hún sé öryrki svo hún geti farið á bætur. Það finnst henni ekki boði, hún vill taka virkan þátt og að hún verði bara að vinna í kringum þennan slæma sjúkdóm. Rætt var við Ester í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég man ekki eftir mér öðruvísi en að fá mígrenisköst. Mamma hefur talað um það að ég hafi verið með mígreni frá því að ég var lítið barn. Mamma sjálf er með mígreni og þekkir því einkennin. Þetta byrjar í raun í kringum eins tveggja ára aldurinn,“ segir Ester sem man hlutina ekki öðruvísi en að vera alltaf með hausverk, með sjóntruflanir, með tilheyrandi uppköstum og máttleysi. „Það var alltaf verið að tilkynna veikindi mín í grunnskóla sem fór bara versnandi eftir því sem ég eldist.“ Ester var alltaf mikil íþróttakona og var í fimleikum. Hún lærði fljótt að hún þyrfti að skipuleggja sig í kringum mígrenið. Ester byrjaði að finna fyrir einkennum sem smábarn. „Þetta snarversnaði á unglingsárunum og ég held að ég hafi verið í áttunda, níunda og tíunda bekk 3-4 daga í viku frá.“ Fyrir utan sársaukann sem mígreni fylgir var þetta erfitt andlega líka. „Ég var komin með heilsukvíða tíu, ellefu, tólf ára ábyggilega. Byrjaði að fá kvíða yfir því að fá mígrenisköstin því þau eru algjör viðbjóður. Svo þegar þetta fór versnandi þá fór maður að fá kvíða yfir því að þurfa hringja sig inn veika. Svo kom kvíði fyrir því að mæta í skólann því það fóru allir að tala um veikindin mín við mig. Og svo kveið mér fyrir því að fá mígreniskast í skólanum og þurfa að fara heim, því það er líka neikvæð athygli. Ég var því komin með mikinn kvíða og seinna þunglyndi.“ Ester fær til að mynda bótox niðurgreitt af ríkinu sem er í hálsinum og niður allt bakið, til að slaka á öllum vöðvum á því svæði. Það hjálpar við að halda niðri köstunum. Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins. Hægt er að sjá það í heild sinni á Stöð+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2 fyrir áskrifendur. Klippa: Fær mígrenisköst tuttugu daga á mánuði: Algjör viðbjóður
Ísland í dag Heilbrigðismál Akranes Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Sjá meira