Þjóðkirkjan hafi greitt um 23 milljónir í lögfræðikostnað á árinu Lovísa Arnardóttir skrifar 19. október 2023 08:43 Ýmsar skipulagsbreytingar hjá kirkjunni verða teknar fyrir á Kirkjuþingi síðar í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Greiddar hafa verið 23 milljónir í lögfræðikostnað á árinu hjá Þjóðkirkjunni. Tillögur hafa verið lagðar fram af starfshópi að biskup fari ekki lengur með fjármál innan kirkjunnar og að sérstök stjórn taki við rekstri og fjármálum. Lagt er til að eini undirmaður biskups verði biskupsritari. Þjóðkirkjan hefur það sem af er þessu ári keypt lögfræðiþjónustu fyrir 23 milljónir. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Ekki kemur fram í hvaða verkefni peningurinn hefur farið en samkvæmt heimildum blaðsins hafa háar upphæðir verið greiddar vegna ráðgjafastarfa fyrir biskup Íslands, Agnesi M. Sigurðardóttur. Mál sem snertir hana og sr. Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest í Digraneskirkju, hefur verið rekið fyrir úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar. Úrskurður féll í vikunni en Agnes hefur gefið út að hún muni skjóta niðurstöðunni til dómstóla. Sérstök stjórn tekur við Þá er einnig fjallað um það í Morgunblaðinu að starfshópur kirkjuþings hefur nú lagt það til að sérstakri stjórn þjóðkirkjunnar að hafa yfirsýn yfir rekstur og þjónustu kirkjunnar sem er á ábyrgð kirkjuþings. Stjórnin starfar á ábyrgð kirkjuþings og mun lúta boðvaldi þess. Frá málinu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að stjórnin mun hafa skýrt umboð til umboðs og eftirlits. Starfshópurinn var skipaður í vor og átti að skoða skipulag kirkjunnar og meta þörf á breytingum. Þá er fjallað um það í tillögunum, samkvæmt umfjöllun Morgunblaðsins, að einnig eigi að leggja niður Biskupsstofu í núverandi mynd og að aðeins einn starfsmaður muni heyra undir biskup sjálfan, biskupsritari. Aðrir muni heyra undir framkvæmdastjóra, stjórn og kirkjuþing. Þá er lagt til í tillögunum að biskup hafi ekkert með fjármál kirkjunnar að gera og þannig tekið af embættinu það vald að gera starfslokasamninga og annars konar samninga við undirmenn. Eins og hefur verið mjög gagnrýnt undanfarið. Tillögurnar verða lagðar fyrir kirkjuþing sem fer fram síðar í þessum mánuði. Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag. Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Trúmál Tengdar fréttir Agnes ætlar með málið fyrir dóm Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ætlar að kæra niðurstöðu úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar til dómstóla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum. 16. október 2023 21:49 Prestur grunaður um að hafa nauðgað fjórum vinkonum sínum Lögreglan í Málaga á Spáni hefur handtekið 33 ára gamlan prest sem er grunaður um að hafa nauðgað fjórum vinkonum sínum eftir að hafa byrlað þeim slævandi lyf. Unnusta mannsins kærði hann til lögreglunnar. 1. október 2023 17:01 Kosið um nýjan biskup í mars Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að boða til kosninga um nýjan biskup Íslands 7. til 12. mars næstkomandi. Agnes M. Sigurðardóttir lætur af störfum í kjölfarið. 28. ágúst 2023 07:10 Enginn vafi á því að ráðning biskups eigi sér stoð í lögum Lögmaður biskups Íslands segir alrangt að Agnes M. Sigurðardóttir hafi ekki umboð til að sinna embættisverkum sínum. Fyrrverandi hæstaréttardómari fullyrti í gær að ákvörðun um nýjan ráðningarsamning ætti sér ekki stoð í lögum 27. júlí 2023 09:01 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Þjóðkirkjan hefur það sem af er þessu ári keypt lögfræðiþjónustu fyrir 23 milljónir. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Ekki kemur fram í hvaða verkefni peningurinn hefur farið en samkvæmt heimildum blaðsins hafa háar upphæðir verið greiddar vegna ráðgjafastarfa fyrir biskup Íslands, Agnesi M. Sigurðardóttur. Mál sem snertir hana og sr. Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest í Digraneskirkju, hefur verið rekið fyrir úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar. Úrskurður féll í vikunni en Agnes hefur gefið út að hún muni skjóta niðurstöðunni til dómstóla. Sérstök stjórn tekur við Þá er einnig fjallað um það í Morgunblaðinu að starfshópur kirkjuþings hefur nú lagt það til að sérstakri stjórn þjóðkirkjunnar að hafa yfirsýn yfir rekstur og þjónustu kirkjunnar sem er á ábyrgð kirkjuþings. Stjórnin starfar á ábyrgð kirkjuþings og mun lúta boðvaldi þess. Frá málinu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að stjórnin mun hafa skýrt umboð til umboðs og eftirlits. Starfshópurinn var skipaður í vor og átti að skoða skipulag kirkjunnar og meta þörf á breytingum. Þá er fjallað um það í tillögunum, samkvæmt umfjöllun Morgunblaðsins, að einnig eigi að leggja niður Biskupsstofu í núverandi mynd og að aðeins einn starfsmaður muni heyra undir biskup sjálfan, biskupsritari. Aðrir muni heyra undir framkvæmdastjóra, stjórn og kirkjuþing. Þá er lagt til í tillögunum að biskup hafi ekkert með fjármál kirkjunnar að gera og þannig tekið af embættinu það vald að gera starfslokasamninga og annars konar samninga við undirmenn. Eins og hefur verið mjög gagnrýnt undanfarið. Tillögurnar verða lagðar fyrir kirkjuþing sem fer fram síðar í þessum mánuði. Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.
Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Trúmál Tengdar fréttir Agnes ætlar með málið fyrir dóm Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ætlar að kæra niðurstöðu úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar til dómstóla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum. 16. október 2023 21:49 Prestur grunaður um að hafa nauðgað fjórum vinkonum sínum Lögreglan í Málaga á Spáni hefur handtekið 33 ára gamlan prest sem er grunaður um að hafa nauðgað fjórum vinkonum sínum eftir að hafa byrlað þeim slævandi lyf. Unnusta mannsins kærði hann til lögreglunnar. 1. október 2023 17:01 Kosið um nýjan biskup í mars Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að boða til kosninga um nýjan biskup Íslands 7. til 12. mars næstkomandi. Agnes M. Sigurðardóttir lætur af störfum í kjölfarið. 28. ágúst 2023 07:10 Enginn vafi á því að ráðning biskups eigi sér stoð í lögum Lögmaður biskups Íslands segir alrangt að Agnes M. Sigurðardóttir hafi ekki umboð til að sinna embættisverkum sínum. Fyrrverandi hæstaréttardómari fullyrti í gær að ákvörðun um nýjan ráðningarsamning ætti sér ekki stoð í lögum 27. júlí 2023 09:01 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Agnes ætlar með málið fyrir dóm Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ætlar að kæra niðurstöðu úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar til dómstóla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum. 16. október 2023 21:49
Prestur grunaður um að hafa nauðgað fjórum vinkonum sínum Lögreglan í Málaga á Spáni hefur handtekið 33 ára gamlan prest sem er grunaður um að hafa nauðgað fjórum vinkonum sínum eftir að hafa byrlað þeim slævandi lyf. Unnusta mannsins kærði hann til lögreglunnar. 1. október 2023 17:01
Kosið um nýjan biskup í mars Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að boða til kosninga um nýjan biskup Íslands 7. til 12. mars næstkomandi. Agnes M. Sigurðardóttir lætur af störfum í kjölfarið. 28. ágúst 2023 07:10
Enginn vafi á því að ráðning biskups eigi sér stoð í lögum Lögmaður biskups Íslands segir alrangt að Agnes M. Sigurðardóttir hafi ekki umboð til að sinna embættisverkum sínum. Fyrrverandi hæstaréttardómari fullyrti í gær að ákvörðun um nýjan ráðningarsamning ætti sér ekki stoð í lögum 27. júlí 2023 09:01