Þetta kemur fram í fréttaskeyti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Tilkynnt var um innbrot, þjófnað og skemmdarverk á bifreið í hverfi 101 í morgun. Gerandi er enn ókunnur.
Í tveimur tilfellum voru ökumenn stöðvaðir, í hverfum 112 og 200, og í báðum tilfellum kom í ljós að ökumennirnir voru sviptir ökuréttindum.
Þá var lögreglu tilkynnt um umferðarslys í morgun þar sem ekið hafði verið á barn á reiðhjóli. Barnið hlaut minniháttar meiðsli en var flutt á bráðamóttöku til frekari skoðunar.