Lífið

Tíu bestu ís­lensku kvik­myndir allra tíma að mati Rikka G

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Rikki fór yfir listann og spilaði hljóðbrot úr hverri kvikmynd í morgunþættinum Brennslunni í morgun.
Rikki fór yfir listann og spilaði hljóðbrot úr hverri kvikmynd í morgunþættinum Brennslunni í morgun. Vilhelm Gunnarsson

Fjölmiðla- og útvarpsmaðurinn Ríkharður Guðni Óskarsson, þekktur sem Rikki G, tók saman lista af bestu íslensku kvikmyndum að hans mati. Myndirnar eru tíu talsins.

Rikki fór yfir listann og spilaði hljóðbrot úr hverri kvikmynd í morgunþættinum Brennslunni í morgun. Samstarfsmenn Rikka, Kristín Ruth Jónsdóttir og Egill Ploder Ottósson, giskuðu eftir hvert hljóðbrot og söfnuðu stigum í keppni sín á milli um hvaða kvikmynd væri að ræða.

Athygli vekur að Börn náttúrunnar, mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar frá 1991, kemst ekki á listann. Hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin. Nokkuð samræmi er með vali Rikka og lesendum Vísis sem kusu um bestu frasana í íslenskum kvikmyndum árið 2014.

Lista Rikka má sjá í heild sinni hér að neðan:

1. Sódóma Reykjavík-1992

2. Englar Alheimsins-2000

3. Með Allt Á Hreinu-1982

4. Svartur á Leik-2012

5. Djöflaeyjan-1996

6. Stella í Orlofi-1986

7. Bíódagar-1994

8. Benjamín Dúfa-1995

9. 101 Reykjavík-2000

10. Mýrin-2006

Á undirsíðu Vísis, Íslenskar kvikmyndir, má finna stiklur og brot úr miklum fjölda íslenskra bíómynda og umfjöllun um þær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×