Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.

Einn var fluttur á sjúkrahús þegar eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Funahöfða í dag. Íbúi segir að tugir hafi búið í húsinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við íbúa og slökkvilið í beinni útsendingu.

Varnarmálaráðherra Ísraels býr sig undir langt og erfitt stríð við Hamas-liða. Bílalestir með hjálpargögn bíða við landamærin á meðan mannúðarkrísa skapast á Gasa. Farið verður yfir stöðu mála í kvöldfréttum.

Nýir fjármála- og utanríkisráðherrar tóku formlega við störfum í dag þegar þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Bjarni Benediktsson skiptust á lyklum í ráðuneytunum tveimur. Við fylgjumst með því og ræðum við fólk á förnum vegi um nýja stöðu formanns Sjálfstæðisflokksins innan ríkisstjórnarinnar.

Þá skoðum við flugvallagerð á Grænlandi og kíkjum með Magnúsi Hlyni á dag sauðkindarinnar á Hvolsvelli þar sem lömb voru þukluð, skoðuð og verðlaunuð.

Í Íslandi í dag heyrum við sögu Daníels Sæberg sem missti son sinn fyrir tveimur árum, þá fjögurra ára gamlan en Daníel vill að fólk viti að þó svo sársaukinn hverfi aldrei, sé hægt að læra að lifa góðu lífi á ný.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×