„Þeir voru eiginlega búnir að éta það lifandi“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. október 2023 11:14 Féð var illa leikið, étið lifandi, eins og Sigríður kemst að orði. Sigríður Jónsdóttir „Það hefur verið að heimtast ofboðslega illa í haust. Féð er ekki að láta sjá sig, það er ekki að koma heim og meira að segja þegar við höfum fundið fé þá hefur það flæmst í burtu.“ Þetta segir Sigríður Jónsdóttir, hvers foreldrar eru bændur á Efra-Apavatni í Bláskógabyggð, í samtali við fréttastofu en hún birti færslu á Facebook í gær þar sem hún auglýsti eftir aðstoð nærsveitunga við að leita að fé í dag. Fyrir viku síðan komu hún og fleiri að þar sem þrír hundar af nærliggjandi bæ voru að atast í fénu og þegar betur var að gáð fannst bæði dautt fé og illa sært. Féð var illa leikið.Sigríður Jónsdóttir „Þeir voru eiginlega búnir að éta það lifandi,“ sagði Sigríður um aðkomuna að fénu, sem sumt þurfti að aflífa. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Sigríður kom að dauðu fé í haust og sumar en þá gat hún ekki verið viss um hvað hafði gerst. Hún segir hins vegar hafa verið farin að undrast um hegðun fjárins. „Þær eru bara hræddar,“ segir hún. Úr fjárhúsinu þangað sem illa leikið féð var flutt.Sigríður Jónsdóttir Nú þykir henni ljóst að sökin liggi hjá hundunum frá nágrannabænum, eftir að hafa komið að þeim í síðustu viku. Sigríður segist ekki vilja tjá sig mikið um málið í bili og þá segir hún erfitt að henda reiður á fjölda dauðra dýra og særðra fyrr en eftir leitina í dag. „Þetta er alveg ómetanlegt,“ segir hún um aðstoðina sem hefur borist en þegar fréttastofa náði tali af henni var hún á leið milli staða. Leitað verður á tveimur jafnfljótum, á hestum, fjórhjólum og úr lofti, með aðstoð dróna. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og Matvælastofnunar. Dýr Dýraheilbrigði Bláskógabyggð Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
Þetta segir Sigríður Jónsdóttir, hvers foreldrar eru bændur á Efra-Apavatni í Bláskógabyggð, í samtali við fréttastofu en hún birti færslu á Facebook í gær þar sem hún auglýsti eftir aðstoð nærsveitunga við að leita að fé í dag. Fyrir viku síðan komu hún og fleiri að þar sem þrír hundar af nærliggjandi bæ voru að atast í fénu og þegar betur var að gáð fannst bæði dautt fé og illa sært. Féð var illa leikið.Sigríður Jónsdóttir „Þeir voru eiginlega búnir að éta það lifandi,“ sagði Sigríður um aðkomuna að fénu, sem sumt þurfti að aflífa. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Sigríður kom að dauðu fé í haust og sumar en þá gat hún ekki verið viss um hvað hafði gerst. Hún segir hins vegar hafa verið farin að undrast um hegðun fjárins. „Þær eru bara hræddar,“ segir hún. Úr fjárhúsinu þangað sem illa leikið féð var flutt.Sigríður Jónsdóttir Nú þykir henni ljóst að sökin liggi hjá hundunum frá nágrannabænum, eftir að hafa komið að þeim í síðustu viku. Sigríður segist ekki vilja tjá sig mikið um málið í bili og þá segir hún erfitt að henda reiður á fjölda dauðra dýra og særðra fyrr en eftir leitina í dag. „Þetta er alveg ómetanlegt,“ segir hún um aðstoðina sem hefur borist en þegar fréttastofa náði tali af henni var hún á leið milli staða. Leitað verður á tveimur jafnfljótum, á hestum, fjórhjólum og úr lofti, með aðstoð dróna. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og Matvælastofnunar.
Dýr Dýraheilbrigði Bláskógabyggð Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira