Erfitt þegar fólk býr til kjaftasögur og er sama um raunveruleikann Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 18. október 2023 07:00 Tanja Ýr er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu. Vísir/Vilhelm „Þegar ég ákvað að vera opinber manneskja var ég svo ótrúlega ófeimin við að sýna allt og mér var einhvern veginn alveg sama. En það eru vissir hlutir sem mann langar að halda bara fyrir sjálfa sig og þá verður maður svolítið að passa hverjum maður segir frá,“ segir Tanja Ýr sem er viðmælandi í nýjasta þætti Einkalífsins. Hér má sjá viðtalið við Tönju í heild sinni: Tanja segir að það hafi ágerst á undanförnum árum að hún vilji halda hlutum fyrir sjálfa sig. „Segjum að þú segir fjölskyldunni þinni frá einhverju. Kannski segir svo fjölskyldumeðlimur einni vinkonu og allt í einu er þetta farið út um allt.“ Hún segist þó upplifa minni pressu í dag að verða að ræða allt um sitt líf. „Fólk ætlast kannski til þess að ég tali um ákveðna hluti. Ákveðnir hlutir hafa gerst og fólk er að bíða eftir því að ég segi frá því en ég held að núna finnst mér fólk virða bæði áhrifavalda og almennt fólk þegar það vill ekki tala um eitthvað. Bara svona hún ætlar ekki að deila þessu og það er líka bara allt í lagi. Mér finnst ég sjá það meira í dag en áður fyrr.“ Hún segir þetta stundum hafa farið yfir mörk og sem dæmi hafi hún aldrei þorað að kaupa óléttupróf sjálf og bað því alltaf fjölskyldumeðlim eða vin að gera það. „Ég vil ekki að einhver sjái mig vera að kaupa óléttupróf og það spyrjist eitthvað út. Segjum sem svo að ég yrði ólétt, þá vil ég að það komi frá mér þegar ég segi frá því af því að það er styrkur í því, frekar en að fólk frétti það bara einhvers staðar annars staðar.“ Tanja Ýr segir að mesti styrkurinn sé í því að hennar saga fái að koma frá henni sjálfri. Vísir/Vilhelm „Þá lokaðist ég alveg“ Tanja hefur lent í ýmislegu í gegnum tíðina og nefnir sem dæmi leiðinlega kjaftasögu sem fór á flug fyrir tæpum áratugi síðan. „Þetta var þegar ég var að fara til London í Miss World sem Ungfrú Ísland. Um þremur vikum fyrir lendi ég í því óhappi að brjóta á mér kjálkann. Ég fer upp á Slysó og allt þetta og ég held að það hafi verið um viku síðar að þá heyrir kona frá ákveðnum fréttamiðli í vinkonu minni og spyr í hvers konar lýtaaðgerð ég var í. Þá lokaðist ég alveg. Þá vildi ég ekki segja neinum frá þessu og ég vildi passa að ég kæmist út til London. Það er kannski það óþægilega, sumar sögur eru teknar algjörlega úr samhengi og ekkert af því sem er verið að segja gerðist.“ Hún segir erfitt að reyna að deila sannleikanum með fólki sem hefur ekki áhuga á honum. „Fólk býr stundum til eigin raunveruleika í hausnum og sama hvað ég myndi segja myndi það aldrei breyta skoðunum hjá fólki. Þannig að ég í rauninni sagði engum frá því að ég hefði kjálkabrotnað. Það er stressandi þegar sagan er tekin úr höndunum á manni og maður fær ekki að segja frá sinni eigin sögu sjálfur. Það er svona það eina sem mér líkar ekki. Þannig að ef ég er að gera eitthvað þá finnst mér gott að þegja og segja engum frá því. Það er auðvitað smá súrt því stundum langar mann alveg að ræða hlutina við hina og þessa en svo langar mann ekki að það sé verið að spjalla um mann.“ Einkalífið Tengdar fréttir Ást við fyrstu sýn: „Hann skildi samt ekkert hvað ég var að segja“ „Ég fer upp að honum á bar, þar sem enginn var að dansa, og ég spyr hann hvort hann vilji dansa,“ segir Tanja Ýr um fyrstu kynni sín við kærastann sinn Ryan. Tanja Ýr er viðmælandi í Einkalífinu. 12. október 2023 07:01 Tekst á við bróðurmissinn með tónlistina og hlaupin að vopni Óskar Logi Ágústsson hefur verið forsprakki hljómsveitarinnar Vintage Caravan í sautján ár, allt frá því að hann stofnaði hljómsveitina í grunnskóla á Álftanesi. Óskar missti eldri bróður sinn árið 2018 og segist hafa sín ráð til að takast á við sorgina. 5. október 2023 07:00 „Slétt sama hvað fólki finnst um mig“ Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er með þekktari lögmönnum landsins og hefur meira að segja fengið viðurnefnið stjörnulögmaðurinn. Hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en þáttinn má sjá í heild sinni hér í pistlinum. 28. september 2023 07:01 Edda Lovísa hætt á OnlyFans eftir hótanir og eigið markaleysi Edda Lovísa Björgvinsdóttir er hætt að framleiða klám á OnlyFans. Hún segist ekki geta farið lengur ein niðrí bæ og þá hefur hún þurft að flytja eftir að áskrifandi á síðunni komst að því hvar hún átti heima. Hún segist hafa verið hætt að virða eigin mörk. 21. september 2023 10:00 Lærði mikilvægi samskipta á kassanum í Bónus „Það hvernig maður kemur fram skiptir svo miklu máli. Það er númer eitt, tvö og þrjú hjá mér,“ segir athafnarkonan Tanja Ýr Ástþórsdóttir en hún er viðmælandi í Einkalífinu. 15. október 2023 08:01 Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Hér má sjá viðtalið við Tönju í heild sinni: Tanja segir að það hafi ágerst á undanförnum árum að hún vilji halda hlutum fyrir sjálfa sig. „Segjum að þú segir fjölskyldunni þinni frá einhverju. Kannski segir svo fjölskyldumeðlimur einni vinkonu og allt í einu er þetta farið út um allt.“ Hún segist þó upplifa minni pressu í dag að verða að ræða allt um sitt líf. „Fólk ætlast kannski til þess að ég tali um ákveðna hluti. Ákveðnir hlutir hafa gerst og fólk er að bíða eftir því að ég segi frá því en ég held að núna finnst mér fólk virða bæði áhrifavalda og almennt fólk þegar það vill ekki tala um eitthvað. Bara svona hún ætlar ekki að deila þessu og það er líka bara allt í lagi. Mér finnst ég sjá það meira í dag en áður fyrr.“ Hún segir þetta stundum hafa farið yfir mörk og sem dæmi hafi hún aldrei þorað að kaupa óléttupróf sjálf og bað því alltaf fjölskyldumeðlim eða vin að gera það. „Ég vil ekki að einhver sjái mig vera að kaupa óléttupróf og það spyrjist eitthvað út. Segjum sem svo að ég yrði ólétt, þá vil ég að það komi frá mér þegar ég segi frá því af því að það er styrkur í því, frekar en að fólk frétti það bara einhvers staðar annars staðar.“ Tanja Ýr segir að mesti styrkurinn sé í því að hennar saga fái að koma frá henni sjálfri. Vísir/Vilhelm „Þá lokaðist ég alveg“ Tanja hefur lent í ýmislegu í gegnum tíðina og nefnir sem dæmi leiðinlega kjaftasögu sem fór á flug fyrir tæpum áratugi síðan. „Þetta var þegar ég var að fara til London í Miss World sem Ungfrú Ísland. Um þremur vikum fyrir lendi ég í því óhappi að brjóta á mér kjálkann. Ég fer upp á Slysó og allt þetta og ég held að það hafi verið um viku síðar að þá heyrir kona frá ákveðnum fréttamiðli í vinkonu minni og spyr í hvers konar lýtaaðgerð ég var í. Þá lokaðist ég alveg. Þá vildi ég ekki segja neinum frá þessu og ég vildi passa að ég kæmist út til London. Það er kannski það óþægilega, sumar sögur eru teknar algjörlega úr samhengi og ekkert af því sem er verið að segja gerðist.“ Hún segir erfitt að reyna að deila sannleikanum með fólki sem hefur ekki áhuga á honum. „Fólk býr stundum til eigin raunveruleika í hausnum og sama hvað ég myndi segja myndi það aldrei breyta skoðunum hjá fólki. Þannig að ég í rauninni sagði engum frá því að ég hefði kjálkabrotnað. Það er stressandi þegar sagan er tekin úr höndunum á manni og maður fær ekki að segja frá sinni eigin sögu sjálfur. Það er svona það eina sem mér líkar ekki. Þannig að ef ég er að gera eitthvað þá finnst mér gott að þegja og segja engum frá því. Það er auðvitað smá súrt því stundum langar mann alveg að ræða hlutina við hina og þessa en svo langar mann ekki að það sé verið að spjalla um mann.“
Einkalífið Tengdar fréttir Ást við fyrstu sýn: „Hann skildi samt ekkert hvað ég var að segja“ „Ég fer upp að honum á bar, þar sem enginn var að dansa, og ég spyr hann hvort hann vilji dansa,“ segir Tanja Ýr um fyrstu kynni sín við kærastann sinn Ryan. Tanja Ýr er viðmælandi í Einkalífinu. 12. október 2023 07:01 Tekst á við bróðurmissinn með tónlistina og hlaupin að vopni Óskar Logi Ágústsson hefur verið forsprakki hljómsveitarinnar Vintage Caravan í sautján ár, allt frá því að hann stofnaði hljómsveitina í grunnskóla á Álftanesi. Óskar missti eldri bróður sinn árið 2018 og segist hafa sín ráð til að takast á við sorgina. 5. október 2023 07:00 „Slétt sama hvað fólki finnst um mig“ Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er með þekktari lögmönnum landsins og hefur meira að segja fengið viðurnefnið stjörnulögmaðurinn. Hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en þáttinn má sjá í heild sinni hér í pistlinum. 28. september 2023 07:01 Edda Lovísa hætt á OnlyFans eftir hótanir og eigið markaleysi Edda Lovísa Björgvinsdóttir er hætt að framleiða klám á OnlyFans. Hún segist ekki geta farið lengur ein niðrí bæ og þá hefur hún þurft að flytja eftir að áskrifandi á síðunni komst að því hvar hún átti heima. Hún segist hafa verið hætt að virða eigin mörk. 21. september 2023 10:00 Lærði mikilvægi samskipta á kassanum í Bónus „Það hvernig maður kemur fram skiptir svo miklu máli. Það er númer eitt, tvö og þrjú hjá mér,“ segir athafnarkonan Tanja Ýr Ástþórsdóttir en hún er viðmælandi í Einkalífinu. 15. október 2023 08:01 Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Ást við fyrstu sýn: „Hann skildi samt ekkert hvað ég var að segja“ „Ég fer upp að honum á bar, þar sem enginn var að dansa, og ég spyr hann hvort hann vilji dansa,“ segir Tanja Ýr um fyrstu kynni sín við kærastann sinn Ryan. Tanja Ýr er viðmælandi í Einkalífinu. 12. október 2023 07:01
Tekst á við bróðurmissinn með tónlistina og hlaupin að vopni Óskar Logi Ágústsson hefur verið forsprakki hljómsveitarinnar Vintage Caravan í sautján ár, allt frá því að hann stofnaði hljómsveitina í grunnskóla á Álftanesi. Óskar missti eldri bróður sinn árið 2018 og segist hafa sín ráð til að takast á við sorgina. 5. október 2023 07:00
„Slétt sama hvað fólki finnst um mig“ Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er með þekktari lögmönnum landsins og hefur meira að segja fengið viðurnefnið stjörnulögmaðurinn. Hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en þáttinn má sjá í heild sinni hér í pistlinum. 28. september 2023 07:01
Edda Lovísa hætt á OnlyFans eftir hótanir og eigið markaleysi Edda Lovísa Björgvinsdóttir er hætt að framleiða klám á OnlyFans. Hún segist ekki geta farið lengur ein niðrí bæ og þá hefur hún þurft að flytja eftir að áskrifandi á síðunni komst að því hvar hún átti heima. Hún segist hafa verið hætt að virða eigin mörk. 21. september 2023 10:00
Lærði mikilvægi samskipta á kassanum í Bónus „Það hvernig maður kemur fram skiptir svo miklu máli. Það er númer eitt, tvö og þrjú hjá mér,“ segir athafnarkonan Tanja Ýr Ástþórsdóttir en hún er viðmælandi í Einkalífinu. 15. október 2023 08:01
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”