Lífið

Heiðar Logi selur eina flottustu íbúð miðbæjarins

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Heiðar Logi hefur sett glæsilega íbúð sína við Laugaveg til sölu.
Heiðar Logi hefur sett glæsilega íbúð sína við Laugaveg til sölu.

Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson hefur sett glæsilega íbúð sína við Laugaveg 40 til sölu. Um er að ræða rúmlega 80 fermetra eign á tveimur hæðum í fjölbýlishúsi sem var byggt árið 2004.

Íbúðin er í lyftuhúsi frá árinu 2004 með útsýni yfir miðbæinn.Kristján Orri

Heiðar Logi hefur endurnýjað íbúðina að miklu leyti þar sem smartheitin eru í forgrunni. Ásett verð fyrir eignina er 74,9 milljónir.

Eldhús, stofa og borðstofa er í björtu og rúmgóðu rými með aukinni lofthæð að hluta. Á gólfum er Chevron eikarparket í dökkum lit sem setur fallegan svip á heildarmynd rýmisins. 

Í eldhúsi er dökkgrá innrétting með eyju, sérsmíðuðum hillum úr reyktri eik og innfelldri lýsingu við sökkul. 

Á efri hæðinni er rúmgott svefnherbergi. Þaðan er útgengt á svalir með heitum potti og útsýni yfir miðbæinn.

Nánari upplýsingar má finna á fasteignavef Vísis.

Falleg lýsing gefur íbúðinni ákveðinn sjarma.Kristján Orri
Parketið á alrýminu er smart og setur punktinn yfir i-ið.Kristján Orri
Kristján Orri
Gler handrið er á efri hæðinni og gerir íbúðina bjartari.Kristján Orri
Flottur loftgluggi í stofunni.Kristján Orri
Hlýlegir litatónar flæða um rýmið.Kristján Orri
Baðherbergið var tekið í gegn á einstakan hátt.Kristján Orri
Kristján Orri
Kristján Orri
Tvennar svalir eru í íbúðinni. Á efri hæðinni er heitur pottur með fallegu miðbæjarútsýni.Kristján Orri





Fleiri fréttir

Sjá meira


×