Innlent

Talsverð snjókoma framundan á Suðvesturlandi

Jón Þór Stefánsson skrifar
Búist er við talsverðri snjókomu á Suðvesturlandi sem mun byrja í nótt. Myndin er úr safni.
Búist er við talsverðri snjókomu á Suðvesturlandi sem mun byrja í nótt. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Það kemur til með að snjóa á Suðvesturlandi snemma í nótt og vel fram á næsta morgun. Um verður að ræða talsverða snjókomu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi. Snjókoman verður í Hellisheiði og í Þrengslum með fjórtán til fimmtán metra á sekúndu.

Einnig býst Einar við snjókomu í Ölfusi og austur við Selfoss. Þá er slydda líkleg í kringum höfuðborgarsvæðið og Reykjanesbraut.

Vegagerðin hefur sent frá sér örstutta tilkynningu þar sem að fram kemur að hún sé meðvituð um þessa spá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×