Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið ítarlega yfir stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs. Þá verður rætt við farastjóra íslenska hópsins sem er á leið til Íslands frá Ísrael í gegnum Jórdaníu auk þess sem utanríkisráðherra mætir í myndver og fer yfir stöðuna í beinni.
Verulega hefur dregið úr byggingu nýrra íbúða síðasta árið á sama tíma og íbúðaþörf eykst hratt. Fjöldi nýrra, fullbúinna íbúða sem standa auðar hefur sexfaldast milli ára. Við heyrum í verktaka um viðvörunarbjöllur á fasteignamarkaði.
Þá kynnum við okkur veðrið á næstunni en appelsínugular viðvaranir eru í gildi á landinu á morgun og kíkjum á mjaldrasysturnar í Eyjum.
Í Íslandi í dag hittir Vala Matt einn vinsælasta förðunarfræðing landsins sem ofkeyrði sig í vinnu en losnaði við verki með breyttu matarræði.
Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.