Minnst milljarður á ári í hjólreiðainnviði Árni Sæberg skrifar 5. október 2023 19:23 Sérstakir hjólreiðastígar í Reykjavík eru orðnir 42 kílómetrar að lengd. Vísir/Vilhelm Staðan á hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2021 til 2025 var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði í vikunni. Tíu kílómetrar af sérstökum hjólastígum hafa bæst við frá árinu 2021 og eru þeir orðnir 42 kílómetrar samtals. Fjárfestingar í nýjum hjólreiðainnviðum í Reykjavík eiga að vera að lágmarki fimm milljarðar króna á tímabilinu. Þetta segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Þar segir að margt spennandi sé á döfinni eins og nýjar hjólabrýr í Elliðaárdal, hjólaskápar fyrir kennara og æfingasvæði í Gufunesi. Reykjavíkurborg vinni markvisst að því lengja stígakerfi til hjólreiða, bæta aðstöðu til hjólreiða, sem hvetji börn til þess að hjóla í skólann. Hjólandi ætti að fjölga árlega Þá segir að í heildina fari hjólreiðar vaxandi sem samgöngmáti og þeim sem hjóla ætti að fjölga árlega miðað við bætta innviði. Tíu kílómetrar af sérstökum hjólastígum hafi bæst við frá árinu 2021 og eru þeir orðnir 42 kílómetrar. Markmið um lengd hjólastíga árið 2025 sé fimmtíu kílómetar, 5.000 hjólastæði og að meira en 90 prósent íbúa í Reykjavík búi innan við 150 metra frá hjólastíg árið 2030. Ný hlaupahjólastæði hafi verið sett upp á árinu 2023, sem telji 790 stæði fyrir órafknúin hlaupahjól en skólastjórnendur hefðu óskað eftir því þar sem vandasamt hafi verið að geyma hjólin inni. Nú læsi krakkarnir þeim sjálf í stæðum sérstaklega ætluðum fyrir yngri kynslóðina. Lokið hafi verið við að uppfylla markmiðið að tuttugu prósent nemenda að meðaltali hafi stæði fyrir reiðhjól og hlaupahjól við nánast alla grunnskóla borgarinnar. Komin séu um 4.800 stæði í heildina við 37 grunnskóla í borginni. Ágústmánuður 2023 hafi komið vel út í hjólateljurum sem finna megi í borgarvefsjá. Samkvæmt ferðavenjukönnun árið 2022 hjóli sex prósent Reykvíkinga og tvö prósent ferðist um á rafhlaupahjólum, þá hafi fótgangandi einnig fjölgað. Stefna á hjólastíga til Keflavíkur Í tilkynningu segir að samtal sé hafið við Samtök sveitarfélaga Suðurnesja og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um gerð hjólastíga milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkur. Þá hafi verið lokið við tvo af þremur áföngum úr hjólreiðaáætlun í Elliðaárdal ofan við Höfðabakkabrú og framundan sé útboð á þriðja áfanga sem tengi hjólastíginn alla leið að Breiðholtsbraut. Vinna sé hafin við undirbúning að gerð Pumptrack-hjólasvæði í Gufunesi sem æfingasvæði hjólreiða til að æfa jafnvægislist, fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Þá sé gerð fjallahjólabrautar við Úlfarsfell. Hjólatyllum hafi fjölgað og þær sé nú fjórtán á sjö stöðum og muni fara fjölgandi. Markmiðið sé að settar verði upp tyllur á stöðum þar sem stöðva þarf á rauðu ljósi á hjólastíg. Hjólaskápar í Reykjavík séu tilraunaverkefni fyrir grunnskóla. Kennurum í tveimur skólum hafi staðið til boða að prófa og nýta þá, þannig sé komið til móts við skort á hjólageymslum fyrir starfsfólk grunnskólanna. Reykjavík Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Þar segir að margt spennandi sé á döfinni eins og nýjar hjólabrýr í Elliðaárdal, hjólaskápar fyrir kennara og æfingasvæði í Gufunesi. Reykjavíkurborg vinni markvisst að því lengja stígakerfi til hjólreiða, bæta aðstöðu til hjólreiða, sem hvetji börn til þess að hjóla í skólann. Hjólandi ætti að fjölga árlega Þá segir að í heildina fari hjólreiðar vaxandi sem samgöngmáti og þeim sem hjóla ætti að fjölga árlega miðað við bætta innviði. Tíu kílómetrar af sérstökum hjólastígum hafi bæst við frá árinu 2021 og eru þeir orðnir 42 kílómetrar. Markmið um lengd hjólastíga árið 2025 sé fimmtíu kílómetar, 5.000 hjólastæði og að meira en 90 prósent íbúa í Reykjavík búi innan við 150 metra frá hjólastíg árið 2030. Ný hlaupahjólastæði hafi verið sett upp á árinu 2023, sem telji 790 stæði fyrir órafknúin hlaupahjól en skólastjórnendur hefðu óskað eftir því þar sem vandasamt hafi verið að geyma hjólin inni. Nú læsi krakkarnir þeim sjálf í stæðum sérstaklega ætluðum fyrir yngri kynslóðina. Lokið hafi verið við að uppfylla markmiðið að tuttugu prósent nemenda að meðaltali hafi stæði fyrir reiðhjól og hlaupahjól við nánast alla grunnskóla borgarinnar. Komin séu um 4.800 stæði í heildina við 37 grunnskóla í borginni. Ágústmánuður 2023 hafi komið vel út í hjólateljurum sem finna megi í borgarvefsjá. Samkvæmt ferðavenjukönnun árið 2022 hjóli sex prósent Reykvíkinga og tvö prósent ferðist um á rafhlaupahjólum, þá hafi fótgangandi einnig fjölgað. Stefna á hjólastíga til Keflavíkur Í tilkynningu segir að samtal sé hafið við Samtök sveitarfélaga Suðurnesja og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um gerð hjólastíga milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkur. Þá hafi verið lokið við tvo af þremur áföngum úr hjólreiðaáætlun í Elliðaárdal ofan við Höfðabakkabrú og framundan sé útboð á þriðja áfanga sem tengi hjólastíginn alla leið að Breiðholtsbraut. Vinna sé hafin við undirbúning að gerð Pumptrack-hjólasvæði í Gufunesi sem æfingasvæði hjólreiða til að æfa jafnvægislist, fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Þá sé gerð fjallahjólabrautar við Úlfarsfell. Hjólatyllum hafi fjölgað og þær sé nú fjórtán á sjö stöðum og muni fara fjölgandi. Markmiðið sé að settar verði upp tyllur á stöðum þar sem stöðva þarf á rauðu ljósi á hjólastíg. Hjólaskápar í Reykjavík séu tilraunaverkefni fyrir grunnskóla. Kennurum í tveimur skólum hafi staðið til boða að prófa og nýta þá, þannig sé komið til móts við skort á hjólageymslum fyrir starfsfólk grunnskólanna.
Reykjavík Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira