Innlent

Björk og Rosali­a berjast gegn sjó­kvía­eldi með lagi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Björk og Rosalia hafa sameinað krafta sína og hyggjast gefa út lag í október. Ágóði af sölu lagsins mun renna til baráttunnar gegn sjókvíaeldi.
Björk og Rosalia hafa sameinað krafta sína og hyggjast gefa út lag í október. Ágóði af sölu lagsins mun renna til baráttunnar gegn sjókvíaeldi. Getty/EPA

Björk vill á­samt spænsku söng­konunni Rosaliu leggja bar­áttunni gegn sjó­kvía­eldi á Ís­landi lið. Þær hafa til­kynnt út­gáfu lags í októ­ber og hvetja alla Ís­lendinga til að mæta á mót­mæli gegn fisk­eldi á Austur­velli á laugar­dag. Þar mun Bubbi stíga á svið.

„Mig langar að gefa lag sem ég og Rosali­a sungum saman. Á­góðinn mun renna til bar­áttunnar gegn sjó­kvía­eldi á Ís­landi. Lagið kemur út í októ­ber,“ segir í til­kynningu frá Björk. Hún hefur jafn­framt birt stúf úr laginu á Insta­gram.

Rosali­a er heims­fræg spænsk söng­kona sem skaust upp á stjörnu­himininn árið 2018. Hún hefur verið ein stærsta stjarna latín­tón­listar undan­farin ár.

Eins og Vísir hefur greint frá hefur verið boðað til mót­mæla gegn sjó­kvía­eldi á laugar­daginn næst­komandi, þann 7. októ­ber. Sjö sam­tök standa að mót­mælunum og segja ein­fald­lega að það sé nú eða aldrei fyrir villta laxinn.

Síðasti villti lax norðursins muni deyja út ef ekkert er gert

„Ís­land hefur stærsta ó­snerta svæði Evrópu. Hér á sumrin hafa kindur verið frjálsar í fjöllunum, fuglar flogið yfir þeim og fiskar synt ó­heft í ám, vötnum og fjörðum,“ segir Björk.

„Þannig að þegar ís­lenskir og norskir við­skipta­menn fóru að setja upp sjó­kvía­eldi í meiri­hlutann af fjörðunum okkar var það rosa­legt á­fall fyrir þjóðina og hefur orðið að máli málanna í sumar, við skiljum ekki hvernig þeir komust upp með að gera þetta í heilan ára­tug án neins reglu­verks eða laga­ramma.“

Björk segir þetta hafa haft hrylli­leg á­hrif á allt líf­ríkið í kring. Hún segir fiskinn í kvíunum þjást við hræði­legar að­stæður, helmingur þeirra sé van­skapaður eða heyrna­laus.

„Þeir hafa byrjað að breyta erfða­efni okkar eigins lax og ef við bregðumst ekki við strax mun síðasti villti lax norðursins deyja út,“ segir Björk.

„Það er enn þá tími til að snúa þessari þróun við! Við skorum á þessi fyrirtæki að draga sig til baka! Við viljum hjálpa til með að setja ný lög og reglur inn í íslenskt lagaumhverfi sem verndar náttúruna!“

Björk segir meirihluta þjóðarinnar fylgjandi þessu. Mótmælin á Austurvölli snúist um að umbreyta vilja fólksins í lög.

Í fyrri útgáfu fréttarinnar gaf fyrirsögnin í skyn að Björk og Rosalia yrðu á Austurvelli á mótmælunum. Það er ekki svo.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×