Allt stefndi í björgun en eftir bátsbilun var háhyrningurinn aflífaður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. september 2023 12:08 Frá björgunaraðgerðunum sem báru því miður ekki árangur. ARIANNE GÄHWILLER Aflífa þurfti háhyrning eftir að björgunaraðgerðir í Gilsfirði, sem framan af gengu vonum framar, mistókust þegar bátur sem átti að toga dýrið út bilaði. Sérgreinadýralæknir hjá MAST segir að ekki hafi verið hægt að leggja meira á dýrið í ljósi þess að það hafði beðið í fimm daga. Ungt og hraust karldýr lokaðist innan brúar í Gilsfirði en þar hafði hann verið fastur í nokkra daga. Bíða þurfti átekta vegna gulrar veðurviðvörunar. Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, tók þátt í björgunaraðgerðunum, sem hófust í raun í fyrradag. „Í gær stóð til stóra aðgerðin að koma honum á flot og sigla með hann þessa fjögurra kílómetra leið sem hann þurfti að fara og undir brú í Gilsfirðinum. Brúin er stóra áskorunin vegna þess að hún er ekki fær fyrir þetta stórt dýr nema í hástreymisflóði af því það er sirka á tveggja vikna fresti sem það er. [...] Þarna er einhver hálftímagluggi sem við höfum til að komast undir brúna. Hún er það þröng og það kemur gífurlega mikið vatn þarna inn á flóðinu með þungum straumi og glugginn er akkúrat þegar skiptir í að flæða út aftur.“ Að aðgerðunum komu Landhelgisgæslan, slysavarnafélagið Landsbjörg, fulltrúi sveitarfélagsins, Hafrannsóknarstofnun, hvalasérfræðingur frá Háskóla Íslands og hvalaþjálfari. Fulltrúi sveitarfélagsins tekur ákvarðanir en út frá ráðgjöf fagfólksins. Háhyrningurinn, sem kallaður var Sævar-strand, var afskaplega samvinnuþýður allan tímann. „Þegar við þurftum að komast undir haus þá lyfti hann haus og þegar við settum seglið undir sporðinn þá lyfti hann sporðinum. Það var mjög hjálplegt.“ Allt hafði gengið vel framan af en síðan tók að síga á ógæfuhliðina. „Við göngum þarna út með hvalinn í taum og jú, það er í fyrsta skiptið sem við förum í göngutúr með háhyrning í taum. Það er það grunnt þarna við gátum gengið nokkurn spöl tvær bara og toguðum hann með okkur og svo þegar kom að því að við náðum ekki að fóta okkur lengur og dýptin orðin of mikil og báturinn átti að veita okkur tog þá bara fer hann ekki í gang.“ Eftir að báturinn bilaði og enginn annar tækjakostur í augnsýn, hvorki í gær né í dag, þurfti að taka erfiða ákvörðun. „Þá töldum við bara rétt að aflífun væri eina rétta ákvörðunin til að tryggja hans velferð í þessu,“ segir Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun. Dýr Reykhólahreppur Hvalir Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Ungt og hraust karldýr lokaðist innan brúar í Gilsfirði en þar hafði hann verið fastur í nokkra daga. Bíða þurfti átekta vegna gulrar veðurviðvörunar. Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, tók þátt í björgunaraðgerðunum, sem hófust í raun í fyrradag. „Í gær stóð til stóra aðgerðin að koma honum á flot og sigla með hann þessa fjögurra kílómetra leið sem hann þurfti að fara og undir brú í Gilsfirðinum. Brúin er stóra áskorunin vegna þess að hún er ekki fær fyrir þetta stórt dýr nema í hástreymisflóði af því það er sirka á tveggja vikna fresti sem það er. [...] Þarna er einhver hálftímagluggi sem við höfum til að komast undir brúna. Hún er það þröng og það kemur gífurlega mikið vatn þarna inn á flóðinu með þungum straumi og glugginn er akkúrat þegar skiptir í að flæða út aftur.“ Að aðgerðunum komu Landhelgisgæslan, slysavarnafélagið Landsbjörg, fulltrúi sveitarfélagsins, Hafrannsóknarstofnun, hvalasérfræðingur frá Háskóla Íslands og hvalaþjálfari. Fulltrúi sveitarfélagsins tekur ákvarðanir en út frá ráðgjöf fagfólksins. Háhyrningurinn, sem kallaður var Sævar-strand, var afskaplega samvinnuþýður allan tímann. „Þegar við þurftum að komast undir haus þá lyfti hann haus og þegar við settum seglið undir sporðinn þá lyfti hann sporðinum. Það var mjög hjálplegt.“ Allt hafði gengið vel framan af en síðan tók að síga á ógæfuhliðina. „Við göngum þarna út með hvalinn í taum og jú, það er í fyrsta skiptið sem við förum í göngutúr með háhyrning í taum. Það er það grunnt þarna við gátum gengið nokkurn spöl tvær bara og toguðum hann með okkur og svo þegar kom að því að við náðum ekki að fóta okkur lengur og dýptin orðin of mikil og báturinn átti að veita okkur tog þá bara fer hann ekki í gang.“ Eftir að báturinn bilaði og enginn annar tækjakostur í augnsýn, hvorki í gær né í dag, þurfti að taka erfiða ákvörðun. „Þá töldum við bara rétt að aflífun væri eina rétta ákvörðunin til að tryggja hans velferð í þessu,“ segir Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun.
Dýr Reykhólahreppur Hvalir Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira