Innlent

Blóm og kransar af­þakkaðir en allir vel­komnir á hinsta gjörninginn

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Guðbergur á æskuslóðum við Ísólfsskála á Reykjanesi árið 2021.
Guðbergur á æskuslóðum við Ísólfsskála á Reykjanesi árið 2021. Vísir/Egill

Kveðjuathöfn Guðbergs Bergssonar, sem lést 4. september síðastliðinn, fer fram í Silfurbergi í Hörpu klukkan 16 í dag. Að ósk Guðbergs verður um að ræða verulega óhefðbundna athöfn og hinsta listaverk og gjörning.

Frá þessu greinir í tilkynningu frá Guðna Þorbjörnssyni, sambýlismanni Guðbergs, en þar segir að allir séu velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

„Fram mun koma landslið listamanna og nánustu vina okkar Guðbergs til áratuga sem munu minnast hans með stæl með þessum gjörningi. Fram koma: Jóhann Páll Valdimarsson, Sigurður Guðmundsson, Steinunn Sigurðardóttir, Ari Alexander Ergis Magnússon, Ragnar Jónasson, Viðar Eggertsson, Birna Bjarnadóttir, Ása Helga Hjörleifsdóttir, Bubbi Morthens, Gyða Valtýsdóttir, Kristín Valtýsdóttir, Ásthildur Valtýsdóttir, Skúli Sverrisson, Daníel Friðrik Böðvarsson, Magnús Elíasson og fleiri.

Í anda okkar elsku Guðbergs þá eru blóm og kransar afþakkaðir.“

Sýnt verður beint frá athöfninni á Vísi.


Tengdar fréttir

Guð­bergur Bergs­son er látinn

Guðbergur Bergsson, rithöfundur, er látinn, 91 árs að aldri. Guðbergur var einn þekktasti rithöfundur landsins og sendi frá sér fjölda bóka af ýmsum toga, smásögur, skáldsögur, barnabók, skáldævisögur og greinar um bókmenntir, listir og þjóðfélagsmál.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×