Innlent

Þyrlan send í Þykkva­bæ eftir á­rekstur

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Þyrlusveitin sótti hinn slasaða og lenti við Landspítalann rétt fyrir klukkan fimm.
Þyrlusveitin sótti hinn slasaða og lenti við Landspítalann rétt fyrir klukkan fimm. Vísir/Vilhelm

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan einstakling frá Þykkvabæ nú síðdegis, eftir tveggja bíla árekstur.

Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu. 

Hann sagðist ekki hafa upplýsingar um hinn slasaða eða líðan viðkomandi, en sagði þó að óskað hefði verið eftir aðstoð þyrlusveitarinnar á mesta forgangi.

Hinn slasaði var fluttur á Landspítalann í Fossvogi, en þyrlusveitin lenti þar nokkrum mínútum fyrir klukkan fimm.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.