Kerfi liggja niðri og kvöldfréttir fara ekki í loftið Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 26. september 2023 22:04 Höfuðstöðvar Sýnar á Suðurlandsbraut. Vísir/Hanna Kvöldfréttatími Stöðvar 2 fer ekki í loftið þetta þriðjudagskvöld vegna afleiðinga rafmagnsleysis. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur varð háspennubilun sem olli rafmagnsleysi á Suðurlandsbraut og Faxafeni. Rafmagninu sló út um klukkan 18 og var rafmagnslaust í um það bil einn og hálfan tíma. Rafmagnsleysið olli bilunum í tæknikerfum hjá Sýn sem valda því að ekki er hægt að senda fréttatímann út. „Í miðri fréttavinnslu, þegar fréttamenn voru að klippa fréttir og ganga frá tímanum varð allt svart hjá okkur. Við gerðum allt sem við gátum til að laga þetta og senda út þéttan kvöldfréttatíma en því miður fyrir dygga og fréttaþyrsta áskrifendur okkar tókst það ekki. Aftur á móti fara fréttirnar á mest lesna vef landsins, Vísi og við verðum mætt spræk á Bylgjuna klukkan sjö í fyrramálið að færa þjóðinni fréttir,“ segir Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. „Rafmagnsleysið hafði áhrif á ýmis kerfi sem eru nauðsynleg til að framleiða fréttirnar og senda út. Við leggjum áherslu á líflegan fréttatíma á Stöð 2, með beinum útsendingum og góðu sjónvarpi, og við munum heldur betur standa við það á morgun, klukkan 18:30.“ Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Páll Jónsson, forstöðumaður fjölmiðlalausna Sýnar segir sjónvarps- og útvarpsstöðvar miðlanna komnar í gang aftur en þó með einhverjum truflunum þar sem enn er unnið að lagfæringu. „Við erum að vinna hörðum höndum að því að koma öllum kerfum í lag eftir áhrif rafmagnstruflananna. Unnið verður eftir þörfum að klára það, eins lengi og þarf. Við erum með helstu sérfræðinga landsins í málinu.“ Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tengdar fréttir Tafir á Kvöldfréttum Stöðvar 2 vegna rafmagnsleysis Fréttatími Stöðvar 2 fer ekki í loftið á réttum tíma vegna rafmagnsleysis, eftir bilun í háspennustreng. Rafmagnsleysið hefur áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og útvarpsstöðva sem hafa starfsemi á Suðurlandsbraut. 26. september 2023 18:40 Mismunandi viðbrögð við rafmagnsleysinu Starfsfólk veitingastaða og hótela á Suðurlandsbraut þurfti að hugsa hratt nú um kvöldmatarleytið vegna rafmagnsleysis í kjölfar bilunar á háspennustreng. Þannig fengu gestir eins hótels við götuna fría drykki vegna ástandsins. 26. september 2023 19:02 Rafmagnslaust á Suðurlandsbraut og í Faxafeni Rafmagnslaust varð á Suðurlandsbraut og í Faxafeni í Reykjavík á sjötta tímanum og varði það í rúma klukkustund. Rafmagnsleysið hafði áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva sem reknar eru af Sýn á Suðurlandsbraut. 26. september 2023 17:58 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
„Í miðri fréttavinnslu, þegar fréttamenn voru að klippa fréttir og ganga frá tímanum varð allt svart hjá okkur. Við gerðum allt sem við gátum til að laga þetta og senda út þéttan kvöldfréttatíma en því miður fyrir dygga og fréttaþyrsta áskrifendur okkar tókst það ekki. Aftur á móti fara fréttirnar á mest lesna vef landsins, Vísi og við verðum mætt spræk á Bylgjuna klukkan sjö í fyrramálið að færa þjóðinni fréttir,“ segir Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. „Rafmagnsleysið hafði áhrif á ýmis kerfi sem eru nauðsynleg til að framleiða fréttirnar og senda út. Við leggjum áherslu á líflegan fréttatíma á Stöð 2, með beinum útsendingum og góðu sjónvarpi, og við munum heldur betur standa við það á morgun, klukkan 18:30.“ Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Páll Jónsson, forstöðumaður fjölmiðlalausna Sýnar segir sjónvarps- og útvarpsstöðvar miðlanna komnar í gang aftur en þó með einhverjum truflunum þar sem enn er unnið að lagfæringu. „Við erum að vinna hörðum höndum að því að koma öllum kerfum í lag eftir áhrif rafmagnstruflananna. Unnið verður eftir þörfum að klára það, eins lengi og þarf. Við erum með helstu sérfræðinga landsins í málinu.“
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tengdar fréttir Tafir á Kvöldfréttum Stöðvar 2 vegna rafmagnsleysis Fréttatími Stöðvar 2 fer ekki í loftið á réttum tíma vegna rafmagnsleysis, eftir bilun í háspennustreng. Rafmagnsleysið hefur áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og útvarpsstöðva sem hafa starfsemi á Suðurlandsbraut. 26. september 2023 18:40 Mismunandi viðbrögð við rafmagnsleysinu Starfsfólk veitingastaða og hótela á Suðurlandsbraut þurfti að hugsa hratt nú um kvöldmatarleytið vegna rafmagnsleysis í kjölfar bilunar á háspennustreng. Þannig fengu gestir eins hótels við götuna fría drykki vegna ástandsins. 26. september 2023 19:02 Rafmagnslaust á Suðurlandsbraut og í Faxafeni Rafmagnslaust varð á Suðurlandsbraut og í Faxafeni í Reykjavík á sjötta tímanum og varði það í rúma klukkustund. Rafmagnsleysið hafði áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva sem reknar eru af Sýn á Suðurlandsbraut. 26. september 2023 17:58 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Tafir á Kvöldfréttum Stöðvar 2 vegna rafmagnsleysis Fréttatími Stöðvar 2 fer ekki í loftið á réttum tíma vegna rafmagnsleysis, eftir bilun í háspennustreng. Rafmagnsleysið hefur áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og útvarpsstöðva sem hafa starfsemi á Suðurlandsbraut. 26. september 2023 18:40
Mismunandi viðbrögð við rafmagnsleysinu Starfsfólk veitingastaða og hótela á Suðurlandsbraut þurfti að hugsa hratt nú um kvöldmatarleytið vegna rafmagnsleysis í kjölfar bilunar á háspennustreng. Þannig fengu gestir eins hótels við götuna fría drykki vegna ástandsins. 26. september 2023 19:02
Rafmagnslaust á Suðurlandsbraut og í Faxafeni Rafmagnslaust varð á Suðurlandsbraut og í Faxafeni í Reykjavík á sjötta tímanum og varði það í rúma klukkustund. Rafmagnsleysið hafði áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva sem reknar eru af Sýn á Suðurlandsbraut. 26. september 2023 17:58