Lögmaður fari með rangt mál hvað varðar trans fólk Bjarki Sigurðsson skrifar 25. september 2023 17:45 Vilhjálmur Ósk Vilhjálms segir Evu Hauksdóttir lögmann hafa farið með rangt mál í Sprengisandi um helgina. Vísir Vilhjálmur Ósk Vilhjálms, verkefnastjóri hjá Samtökunum '78, segir Evu Hauksdóttur lögmann hafa farið ranglega með staðreyndir í útvarpsþættinum Sprengisandi um helgina. Sagði Eva þar að öll Norðurlöndin nema Ísland hafi bannað hormónablokkera fyrir börn. Í umræddum Sprengisandsþætti mætti Eva ásamt Alexöndru Briem, borgarfulltrúa Pírata, en hún er trans. Var umræðuefnið kynfræðsla í grunnskólum en á tímapunkti færðist umræðan yfir í trans fólk þegar Eva sagði að verið væri að normalísera það í kennslubók sem notuð er í grunnskólum. „Má ekki normalísera það?“ spurði Alexandra. „Nei, það má ekki,“ svaraði Eva. „Má ekki normalísera að trans fólk sé til og að fólk viti hver þau séu þrátt fyrir að samfélagið segi þeim annað? Í fyrsta lagi er ekki hægt að innræta það að vera trans ef einhver er það ekki fyrir. Þeir sem eru trans eða eitthvað á því rófi þurfa að fá að heyra það og það skaðar ekki hin börnin því þau eru ekki trans,“ sagði Alexandra þá. Þá hélt Eva því fram að öll Norðurlönd nema Ísland hafi ákveðið að banna hormónablokkera á börn. Vilhjálmur segir það þó vera alrangt. „Sum þessara landa eru vissulega að endurskoða þjónustuna. Færa hana til og breyta aðgenginu. Það sem við erum að horfa aðallega á er greiningaferlið og eftirfylgnin. Það er að greiningarferlið, að það sé ítarlegra. Allt með það að leiðarljósi að bæta þjónustuna. En þjónustan er alls staðar enn í gangi. Það er verið að taka fréttir, greinar og skýrslur úr samhengi, grafa undan þessari þjónustu,“ segir Vilhjálmur. Ísland sé til fyrirmyndar Hán segir önnur lönd vera að færa kerfið sitt nær því sem finnst á Íslandi. Hér sé greiningarferlið ítarlegt og eftirfylgnin mikil. „Við ætlum að treysta læknum og heilbrigðisstarfsfólki til þess að gera það, sérstaklega þar sem við sjáum að hún er til fyrirmyndar. Ég var á ráðstefnu í sumar þar sem var fagfólk í heilbrigðisþjónustu fyrir trans einstaklinga. Þar var verið að tala um þessa þætti, faglega og góða þjónustu. Þar átti ég samtöl við fólk frá öllum Norðurlöndunum og það er alls staðar verið að sinna þessari þjónustu þó svo hún sé vissulega að taka einhverjum breytingum,“ segir Vilhjálmur. Sýna að kerfið virki Hán segist ekki vita hvaðan Eva fær sínar upplýsingar en ljóst sé að þær komi ekki frá traustum miðlum. „Allir sem koma að þessum málaflokki vilja tryggja öryggi og fagleg vinnubrögð þegar kemur að börnum og ungmennum. Það er númer eitt tvö og þrjú. Þess vegna styðjum við þessa þjónustu því rannsóknir sýna að hún virkar,“ segir Vilhjálmur. Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Í umræddum Sprengisandsþætti mætti Eva ásamt Alexöndru Briem, borgarfulltrúa Pírata, en hún er trans. Var umræðuefnið kynfræðsla í grunnskólum en á tímapunkti færðist umræðan yfir í trans fólk þegar Eva sagði að verið væri að normalísera það í kennslubók sem notuð er í grunnskólum. „Má ekki normalísera það?“ spurði Alexandra. „Nei, það má ekki,“ svaraði Eva. „Má ekki normalísera að trans fólk sé til og að fólk viti hver þau séu þrátt fyrir að samfélagið segi þeim annað? Í fyrsta lagi er ekki hægt að innræta það að vera trans ef einhver er það ekki fyrir. Þeir sem eru trans eða eitthvað á því rófi þurfa að fá að heyra það og það skaðar ekki hin börnin því þau eru ekki trans,“ sagði Alexandra þá. Þá hélt Eva því fram að öll Norðurlönd nema Ísland hafi ákveðið að banna hormónablokkera á börn. Vilhjálmur segir það þó vera alrangt. „Sum þessara landa eru vissulega að endurskoða þjónustuna. Færa hana til og breyta aðgenginu. Það sem við erum að horfa aðallega á er greiningaferlið og eftirfylgnin. Það er að greiningarferlið, að það sé ítarlegra. Allt með það að leiðarljósi að bæta þjónustuna. En þjónustan er alls staðar enn í gangi. Það er verið að taka fréttir, greinar og skýrslur úr samhengi, grafa undan þessari þjónustu,“ segir Vilhjálmur. Ísland sé til fyrirmyndar Hán segir önnur lönd vera að færa kerfið sitt nær því sem finnst á Íslandi. Hér sé greiningarferlið ítarlegt og eftirfylgnin mikil. „Við ætlum að treysta læknum og heilbrigðisstarfsfólki til þess að gera það, sérstaklega þar sem við sjáum að hún er til fyrirmyndar. Ég var á ráðstefnu í sumar þar sem var fagfólk í heilbrigðisþjónustu fyrir trans einstaklinga. Þar var verið að tala um þessa þætti, faglega og góða þjónustu. Þar átti ég samtöl við fólk frá öllum Norðurlöndunum og það er alls staðar verið að sinna þessari þjónustu þó svo hún sé vissulega að taka einhverjum breytingum,“ segir Vilhjálmur. Sýna að kerfið virki Hán segist ekki vita hvaðan Eva fær sínar upplýsingar en ljóst sé að þær komi ekki frá traustum miðlum. „Allir sem koma að þessum málaflokki vilja tryggja öryggi og fagleg vinnubrögð þegar kemur að börnum og ungmennum. Það er númer eitt tvö og þrjú. Þess vegna styðjum við þessa þjónustu því rannsóknir sýna að hún virkar,“ segir Vilhjálmur.
Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira