Innlent

Sprengi­sandur: Hús­næðis­mál, sjó­kvía­eldi, kyn­fræðsla og gengja­stríð

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Fyrstur til leiks mætir Gylfi Zoega prófessor í hagfræði. Staðan á húsnæðismarkaði er efst á baugi. Gylfi mun svara spurningum á borð við hvernig hægt sé að bregðast við þegar fastir vextir losni á þessu ári og á því næsta. Greiðslubyrði mun væntanlega þyngjast stórlega hjá lántökum og hvað gerist þá? Rætt verður um verðtryggð lán og mismunandi möguleika lántaka.

Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landsambands veiðifélaga, og Kjartan Ólafsson, einn stofnenda Arnarlax, ætla að rökræða framtíð sjókvíaeldis. Eldislaxinn hefur fundist í fjölmörgum ám á Vestfjörðum og víðar.

Næst mæta Eva Hauksdóttir lögmaður og Alexandra Briem borgarfulltrúi. Þær munu ræða kynfræðslu í skólum og þau viðhorf sem deilur um kennsluefnið endurspegla.

Í lok þáttar mætir Gunnar Hólmsteinn Ársælsson stjórnmálafræðingur sem dvaldi lengi í Svíþjóð. Umræðuefnið er aukin harka í undirheimum, gengjastríð, sem hefur vakið heimsathygli. Farið verður yfir víðan völl í breiðu samhengi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×