Vogar vilja ræða sameiningu og hin sveitarfélögin jákvæð Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. september 2023 21:07 Bæjarstjórn sveitarfélagsins Voga. Vogar Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum á miðvikudag að hefja samtal við nágrannasveitarfélög til að ræða mögulega sameiningarkosti. Bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar hafa tekið vel í frumkvæði Vogamanna. Víkurfréttir greindu fyrst frá og í samtali við miðilinn sagði Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri, að ákvörðun bæjarráðs væri rökrétt framhald af þeirri vinnu sem fram fór á síðasta kjörtímabili. Gunnar Axel Axelsson er bæjarstjóri Voga.Sigurjón Ólason Það væri sjálfsagt að fulltrúar sveitarfélaganna ræði um sameiginleg málefni og framtíðarþróun svæðisins. Aðspurður hvort sameining efldi svæðið sagði Gunnar að það mætti örugglega færa mjög góð rök fyrir því að sameinuð myndu sveitarfélögin hafa talsvert meiri slagkraft og sömuleiðis svæðið sem slíkt. Hins vegar væru eflaust jafnmörg rök í hina áttina. Hin sveitarfélögin jákvæð fyrir frumkvæðinu Á fimmtudag greindu Víkurfréttir svo frá því að bæjarstjórar bæði Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar tækju jákvætt í frumkvæði Vogamanna um að skoða frekari sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum. Bæjarstjóri Grindvíkinga sagði að heimsókn Vogamanna yrði vel tekið en það væri ekki mikill sameiningartónn í Grindvíkingum. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.Vísir/Egill „Við tökum vel í hugmyndina og erum tilbúin í viðræður. Þetta hlýtur að vera framtíðin, þetta mun gerast með einum eða öðrum hætti en vissulega þar að vanda þetta mjög vel. Það er ljóst að það má spara verulega bæði tíma og peninga, í yfirstjórn og samstarfi sveitarfélaganna, íbúunum til heilla,“ sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Þess ber að geta að Reykjanesbær varð til með sameiningu Keflavíkurbæjar, Njarðvíkurbæjar og Hafna árið 1994. Suðurnesjabær varð til þegar sveitarfélögin Garður og Sandgerði sameinuðust í lok árs 2017. Þá sagðist Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, ekki eiga von á öðru en að Suðurnesjabær væri tilbúinn til viðræðna án þess að það fæli í sér fyrir fram gefna afstöðu til sameiningar. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur sagðist eiga von á formlegu erindi frá Vogamönnum og að sveitarfélagið myndi örugglega taka vel í hittinginn. Hins vegar sagði hann að það væri ekki meiri sameiningartónn í íbúum Grindavíkur en hefur áður verið. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir að viðbragðsaðilar séu undirbúnir ef það skildi byrja að gjósa.Vísir/Arnar Vogar Suðurnesjabær Reykjanesbær Grindavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira
Víkurfréttir greindu fyrst frá og í samtali við miðilinn sagði Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri, að ákvörðun bæjarráðs væri rökrétt framhald af þeirri vinnu sem fram fór á síðasta kjörtímabili. Gunnar Axel Axelsson er bæjarstjóri Voga.Sigurjón Ólason Það væri sjálfsagt að fulltrúar sveitarfélaganna ræði um sameiginleg málefni og framtíðarþróun svæðisins. Aðspurður hvort sameining efldi svæðið sagði Gunnar að það mætti örugglega færa mjög góð rök fyrir því að sameinuð myndu sveitarfélögin hafa talsvert meiri slagkraft og sömuleiðis svæðið sem slíkt. Hins vegar væru eflaust jafnmörg rök í hina áttina. Hin sveitarfélögin jákvæð fyrir frumkvæðinu Á fimmtudag greindu Víkurfréttir svo frá því að bæjarstjórar bæði Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar tækju jákvætt í frumkvæði Vogamanna um að skoða frekari sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum. Bæjarstjóri Grindvíkinga sagði að heimsókn Vogamanna yrði vel tekið en það væri ekki mikill sameiningartónn í Grindvíkingum. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.Vísir/Egill „Við tökum vel í hugmyndina og erum tilbúin í viðræður. Þetta hlýtur að vera framtíðin, þetta mun gerast með einum eða öðrum hætti en vissulega þar að vanda þetta mjög vel. Það er ljóst að það má spara verulega bæði tíma og peninga, í yfirstjórn og samstarfi sveitarfélaganna, íbúunum til heilla,“ sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Þess ber að geta að Reykjanesbær varð til með sameiningu Keflavíkurbæjar, Njarðvíkurbæjar og Hafna árið 1994. Suðurnesjabær varð til þegar sveitarfélögin Garður og Sandgerði sameinuðust í lok árs 2017. Þá sagðist Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, ekki eiga von á öðru en að Suðurnesjabær væri tilbúinn til viðræðna án þess að það fæli í sér fyrir fram gefna afstöðu til sameiningar. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur sagðist eiga von á formlegu erindi frá Vogamönnum og að sveitarfélagið myndi örugglega taka vel í hittinginn. Hins vegar sagði hann að það væri ekki meiri sameiningartónn í íbúum Grindavíkur en hefur áður verið. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir að viðbragðsaðilar séu undirbúnir ef það skildi byrja að gjósa.Vísir/Arnar
Vogar Suðurnesjabær Reykjanesbær Grindavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira