Innlent

Varð­skipið Þór með far­þega­skip í togi til Reykja­víkur

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Varðskipið Þór og Polarfront í Fön-firði.
Varðskipið Þór og Polarfront í Fön-firði. Landhelgisgæslan

Varðskipið Þór er nú með franska farþegaskipið Polarfront í togi frá Grænlandi til Reykjavíkur.

Í tilkynningu kemur fram að í vikunni hafi verið leitað til frá Landhelgisgæslunnar vegna farþegaskipsins Polarfront, sem staðsett var innst í Fönfirði,inn af Scorespysundi á Grænlandi. Skipið hafði verið þar í nokkra daga vegna vélarbilunnar.

Taug skotið á milli skipanna tveggja.Landhelgisgæslan

Þegar áhöfnin á Þór lauk störfum á Seyðisfirði á miðvikudag hélt varðskipið til Grænlands til aðstoðar. Tveggja sólarhringa sigling var inn í Fönfjörð. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi gekk vel að koma taug á milli skipanna.

Gert er ráð fyrir að Þór komi með Polarfront til Reykjavíkur á mánudag.

Hér sést taugin á milli skipannaLandhelgisgæslan


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×