Innlent

Kveðju­at­höfn Guð­bergs verður í Hörpu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Guðbergur Bergsson rithöfundur lést 91 árs að aldri hinn 4. september síðastliðinn.
Guðbergur Bergsson rithöfundur lést 91 árs að aldri hinn 4. september síðastliðinn. Vísir/Egill

Kveðjuathöfn vegna andláts Guðbergs Bergssonar, sem lést hinn 4. september síðastliðinn, verður haldin í Norðurljósasal Hörpu föstudaginn 29. september klukkan 16.

Ýmsir listamenn munu koma fram á viðburðinum, sem Guðni Þorbjörnsson eftirlifandi sambýlismaður Guðbergs stendur fyrir. 

Listamenn munu heiðra minningu Guðbergs með tónum og tali og allir eru velkomnir til að minnast Guðbergs á meðan húsrúm leyfir.


Tengdar fréttir

Guð­bergur Bergs­son er látinn

Guðbergur Bergsson, rithöfundur, er látinn, 91 árs að aldri. Guðbergur var einn þekktasti rithöfundur landsins og sendi frá sér fjölda bóka af ýmsum toga, smásögur, skáldsögur, barnabók, skáldævisögur og greinar um bókmenntir, listir og þjóðfélagsmál.

Mergjaðar sögur Guðbergs frá æskuárum á Ísólfsskála

Guðbergur Bergsson rithöfundur hafði enga trú á því í sumar að hraunrennslið frá eldstöðinni í Geldingadölum myndi fara yfir Ísólfsskála. Fremur en að fjalla um eyðingu jarðarinnar kaus Guðbergur að segja okkur mergjaðar sögur frá æskuheimili sínu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.