Ekki í stuði til að lýsa íþróttum eftir að hafa fengið fregnirnar Jón Þór Stefánsson skrifar 21. september 2023 19:00 Jafnvel þó Sigurbjörn Árni hafi verið að glíma við krabbamein þá átti hann samt erfitt með að stríða ekki lækni. Vísir/Vilhelm Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólastjóri Framhaldsskólans á Laugum og einn ástsælasti íþróttalýsandi þjóðarinnar, hefur glímt við sortuæxli síðastliðin ár. Sjálfur telur hann sig ekki gott dæmi um krabbameinssjúkling, vegna þess að hann hefur aldrei upplifað sig neitt sérstaklega veikan. Sigurbjörn ræddi um baráttu sína við krabbamein á Málþingi í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna í dag. Saga Sigurbjarnar byrjaði árið 2013 þegar hann tók eftir skrýtnum fæðingarbletti á handleggnum sínum. Hann segist hafa hugsað með sér að það væri gott að skoða hann og leitaði upplýsinga á netinu sem bentu til þess að hann þyrfti ekki að óttast. Síðan lýsir hann því að hann hafi hitt húðsjúkdómalækni í heldur óvenjulegum aðstæðum. „Svo er ég að dæma blakleik og sé húðsjúkdómalækni uppi í stúku. Þannig á milli hrina stökk ég upp í stúku og settist niður hjá honum og reif upp ermina á upphandleggnum á mér og bað hann að kíkja á þetta. Hann sagði „Þetta er örugglega ekki neitt, en það er best að þú komir og við skulum taka og skoða þetta,“.“ Sigurbjörn segir að hann hafi mætt í skoðun og læknirinn tekið blettinn. Læknirinn var á sömu skoðun og internetið, hann hélt að það væri ekkert að óttast, en ákvað samt að skoða málið aðeins betur. „Svo hringir hann í mig nokkrum dögum síðar og segir að þetta sé sortuæxli.“ Ekki spenntur að lýsa Reykjavíkurleikunum Hann lýsir í stuttu máli því sem tók við, en segist hafa að mestu leiti ekki hafa fundið fyrir miklu fyrr en í upphafi árs 2021. „Svo vakna ég við það einn morguninn að það hafði sprottið eitthvað út á kviðnum á mér. Og ég hélt að þetta væru bara kviðslit,“ segir Sigurbjörn, sem útskýrir að vegna skipulagserfiðleika hafi hann átt í erfiðleikum með að hitta lækni, og hann hafi því ekki komist til hans fyrr en fjórum vikum síðar. „Hann sendir mig í einhvern skanna á Akureyri og hringir svo í mig á föstudegi klukkan þrjú. Það var frábært inn í helgina,“ segir hann og fer svo með skilaboðin frá lækninum: „Heyrðu þú ert uppfullur af krabbameini og við skoðum þig betur á mánudaginn.“ Sigurbjörn, sem er þekktur fyrir íþróttalýsingar sínar, segist ekki hafa verið neitt sérstaklega spenntur fyrir því að fjalla um frjálsar íþróttir þá helgina. „Ég náttúrulega hrindi í Rúvarana. Ég var fann það að ég var ekki alveg í stuði til að fara að lýsa einhverjum Reykjavíkurleikum.“ Hrekkti næstum því unglækni Þegar Sigurbjörn mætti til læknisins þurfti að taka sýni úr fyrirbærinu á kviðnum á honum. Með í för var unglæknir sem framkvæmdi sýnatökuna, og hún deyfði hann og sá til þess að hann myndi ekki finna fyrir neinu. „Svo kom hún með hnífinn og mig langaði svo að öskra um leið og hún myndi snerta þetta. Bara til að sjá hvernig henni brygði við. En ég hætti við vegna þess að ef að hún kipptist við gæti ég fengið hnífinn í mig einhvers staðar annar. Það yrði ekki alveg eins gott,“ útskýrir Sigurbjörn með bros á vör. „Ég alveg sat á mér því þetta var svo frábært tækifæri til að hrekkja hana aðeins.“ Betra að vera lifandi en dáinn Þá fjallar Sigurbjörn um sortuæxlið. „Ég var með fimm borðtenniskúlur inni í mér,“ segir hann og bendir á að þær hafi verið víða um líkamann. Hann segist hins vegar ekki hafa fundið neitt fyrir þeim. „Ég hljóp tíu kílómetra undir 35 mínútum þó ég væri með eitthvað í lungunum,“ segir hann. Síðan hefur Sigurbjörn farið í meðferð með góðum árangri, og er nú hættur í henni. Hann er í stöðugu eftirliti. Æxlin gætu verið dauð, en þau gætu líka komið upp aftur. Sigurbjörn segist hafa fundið fyrir litlum aukaverkunum af lyfjameðferðinni. Hann hafi fengið eyrnabólgu og verið tiltölulega orkulítill, en ekki meira en það. Hann þakkar lyfjagjöfinni fyrir það að hann sé á lífi, og virðist efast um að uppskurður hefði getað bjargað honum. „Það er ofboðslega gott að vera lifandi, og örugglega skárra en að vera dáinn.“ Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Frjálsar íþróttir Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Sjá meira
Sigurbjörn ræddi um baráttu sína við krabbamein á Málþingi í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna í dag. Saga Sigurbjarnar byrjaði árið 2013 þegar hann tók eftir skrýtnum fæðingarbletti á handleggnum sínum. Hann segist hafa hugsað með sér að það væri gott að skoða hann og leitaði upplýsinga á netinu sem bentu til þess að hann þyrfti ekki að óttast. Síðan lýsir hann því að hann hafi hitt húðsjúkdómalækni í heldur óvenjulegum aðstæðum. „Svo er ég að dæma blakleik og sé húðsjúkdómalækni uppi í stúku. Þannig á milli hrina stökk ég upp í stúku og settist niður hjá honum og reif upp ermina á upphandleggnum á mér og bað hann að kíkja á þetta. Hann sagði „Þetta er örugglega ekki neitt, en það er best að þú komir og við skulum taka og skoða þetta,“.“ Sigurbjörn segir að hann hafi mætt í skoðun og læknirinn tekið blettinn. Læknirinn var á sömu skoðun og internetið, hann hélt að það væri ekkert að óttast, en ákvað samt að skoða málið aðeins betur. „Svo hringir hann í mig nokkrum dögum síðar og segir að þetta sé sortuæxli.“ Ekki spenntur að lýsa Reykjavíkurleikunum Hann lýsir í stuttu máli því sem tók við, en segist hafa að mestu leiti ekki hafa fundið fyrir miklu fyrr en í upphafi árs 2021. „Svo vakna ég við það einn morguninn að það hafði sprottið eitthvað út á kviðnum á mér. Og ég hélt að þetta væru bara kviðslit,“ segir Sigurbjörn, sem útskýrir að vegna skipulagserfiðleika hafi hann átt í erfiðleikum með að hitta lækni, og hann hafi því ekki komist til hans fyrr en fjórum vikum síðar. „Hann sendir mig í einhvern skanna á Akureyri og hringir svo í mig á föstudegi klukkan þrjú. Það var frábært inn í helgina,“ segir hann og fer svo með skilaboðin frá lækninum: „Heyrðu þú ert uppfullur af krabbameini og við skoðum þig betur á mánudaginn.“ Sigurbjörn, sem er þekktur fyrir íþróttalýsingar sínar, segist ekki hafa verið neitt sérstaklega spenntur fyrir því að fjalla um frjálsar íþróttir þá helgina. „Ég náttúrulega hrindi í Rúvarana. Ég var fann það að ég var ekki alveg í stuði til að fara að lýsa einhverjum Reykjavíkurleikum.“ Hrekkti næstum því unglækni Þegar Sigurbjörn mætti til læknisins þurfti að taka sýni úr fyrirbærinu á kviðnum á honum. Með í för var unglæknir sem framkvæmdi sýnatökuna, og hún deyfði hann og sá til þess að hann myndi ekki finna fyrir neinu. „Svo kom hún með hnífinn og mig langaði svo að öskra um leið og hún myndi snerta þetta. Bara til að sjá hvernig henni brygði við. En ég hætti við vegna þess að ef að hún kipptist við gæti ég fengið hnífinn í mig einhvers staðar annar. Það yrði ekki alveg eins gott,“ útskýrir Sigurbjörn með bros á vör. „Ég alveg sat á mér því þetta var svo frábært tækifæri til að hrekkja hana aðeins.“ Betra að vera lifandi en dáinn Þá fjallar Sigurbjörn um sortuæxlið. „Ég var með fimm borðtenniskúlur inni í mér,“ segir hann og bendir á að þær hafi verið víða um líkamann. Hann segist hins vegar ekki hafa fundið neitt fyrir þeim. „Ég hljóp tíu kílómetra undir 35 mínútum þó ég væri með eitthvað í lungunum,“ segir hann. Síðan hefur Sigurbjörn farið í meðferð með góðum árangri, og er nú hættur í henni. Hann er í stöðugu eftirliti. Æxlin gætu verið dauð, en þau gætu líka komið upp aftur. Sigurbjörn segist hafa fundið fyrir litlum aukaverkunum af lyfjameðferðinni. Hann hafi fengið eyrnabólgu og verið tiltölulega orkulítill, en ekki meira en það. Hann þakkar lyfjagjöfinni fyrir það að hann sé á lífi, og virðist efast um að uppskurður hefði getað bjargað honum. „Það er ofboðslega gott að vera lifandi, og örugglega skárra en að vera dáinn.“
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Frjálsar íþróttir Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Sjá meira