Snjóflóðavarnargarðar verða útivistarparadís Kristján Már Unnarsson skrifar 24. september 2023 06:17 Útsýnispallur á nýjum varnargarði ofan byggðarinnar á Patreksfirði. Egill Aðalsteinsson Því er spáð að nýir snjóflóðavarnargarðar á Patreksfirði verði útivistarparadís og aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Svo stoltir eru heimamenn af mannvirkinu að þeir buðu forseta Íslands að skoða veglegan útsýnispall sem búið er að smíða ofan á einum garðinum. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir af varnargörðunum. Suðurverk hóf gerð þeirra fyrir þremur árum með verksamning upp á 1,3 milljarða króna sem lægstbjóðandi. Bæjarstjóri Vesturbyggðar, Þórdís Sig Sigurðardóttir.Egill Aðalsteinsson „Þetta er á lokametrunum, þessi áfangi ofanflóðavarna á Patreksfirði. En það eru margir áfangar eftir enda er eiginlega ofanflóðahætta hérna yfir öllum bænum og líka á Bíldudal,“ segir Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Þrjúhundruðþúsund rúmmetrar jarðvegs fóru í garðana sem umbreyta rótgrónni fjallshlíð. Bæjarstjórinn telur að íbúar muni sættast við ferlíkin. Ystu garðarnir á Patreksfirði.Egill Aðalsteinsson „Þetta eru bara ótrúlega fínir garðar sem veita okkur ákveðið öryggi við þessari vá sem við byggjum hér á. Þannig að við erum bara sátt við þetta og viljum náttúrlega að það sé haldið áfram með fleiri varnir í sveitarfélaginu,“ segir bæjarstjórinn. Útsýnispallar vekja athygli okkar en heimamenn hafa á orði að sá sem hæst stendur bjóði upp á einhverja bestu sýnina yfir byggðina. En það er einnig verið að leggja göngustíga og huggulega áningarstaði fyrir ferðafólk að snæða nestið sitt. Göngustígar eru ofan á görðunum en einnig fyrir aftan og neðan.Egill Aðalsteinsson „Já, það eru náttúrlega allskyns mótvægisaðgerðir. Það eru útsýnispallar og skemmtilegir svona pikknikk-staðir. Og góðir göngustígar, bæði upp á varnargarðana og líka fyrir aftan og í kringum. Þannig að við erum að fá þarna bara stórt íþróttamannvirki með görðunum.“ Og reynt var að tvinna gamlan skógræktarreit inn í mannvirkin, sem bæjarstjórinn segir að hafi verið reynt að skerða sem minnst. Steinhlaðinn útsýnispallur býður ferðamönnum að setjast niður og snæða nestið.Egill Aðalsteinsson „Það er verið að gera skógræktinni hátt undir höfði og halda henni til staðar, sem skiptir náttúrlega líka máli varðandi bara fegurð svæðisins.“ En verða garðarnir kannski aðdráttarafl fyrir ferðamenn? „Það er það. Og það er bara víða á Íslandi sem ferðamenn eru mikið að labba upp á snjóflóðavarnagarðana. Þetta eru rosalega flott mannvirki,“ segir Þórdís. Og bæjaryfirvöld buðu meira að segja forseta Íslands að njóta útsýnis af pallinum. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, á útsýnispallinum ásamt bæjarstjóra Vesturbyggðar.Forsetaembættið „Hvet alla sem koma í heimsókn að kíkja upp á pall. Við fórum um daginn með forsetanum og honum leist bara mjög vel á,“ segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vesturbyggð Snjóflóð á Íslandi Náttúruhamfarir Almannavarnir Veður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Brýnt að ljúka ofanflóðavörnum: „Þetta sýnir þörfina svo vel“ Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir snjóflóðin sem féllu í Neskaupstað í morgun skiljanlega hafa áhrif á íbúa en flestir þekki söguna af mannskæða flóðinu 1974. Mikilvægi þess að ljúka ofanflóðavörnum í bænum hafi bersýnilega komið í ljós í morgun og bæjarstjóri segir þau vinna að málinu með íbúum sem ein heild. 27. mars 2023 12:31 Upplifði flóðin fyrir fjörutíu árum síðan: „Þetta ýfir upp gömul sár“ Íbúi á Patreksfirði sem upplifið krapaflóðin fyrir fjörutíu árum síðan segir flóðið í dag hafa ýft upp gömul sár. Bæjarstjórinn segir íbúa vera skelkaða og að hlutirnir hefðu getað farið verr hefði flóðið átt sér stað tveimur klukkutímum áður. 26. janúar 2023 15:56 Krapaflóð féll á Patreksfirði Krapaflóð féll á Patreksfirði á tíunda tímanum í dag. Engin hús eða manneskjur urðu fyrir flóðinu en það féll niður sama farveg og flóðið sem féll á Patreksfirði árið 1983. 26. janúar 2023 11:00 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir af varnargörðunum. Suðurverk hóf gerð þeirra fyrir þremur árum með verksamning upp á 1,3 milljarða króna sem lægstbjóðandi. Bæjarstjóri Vesturbyggðar, Þórdís Sig Sigurðardóttir.Egill Aðalsteinsson „Þetta er á lokametrunum, þessi áfangi ofanflóðavarna á Patreksfirði. En það eru margir áfangar eftir enda er eiginlega ofanflóðahætta hérna yfir öllum bænum og líka á Bíldudal,“ segir Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Þrjúhundruðþúsund rúmmetrar jarðvegs fóru í garðana sem umbreyta rótgrónni fjallshlíð. Bæjarstjórinn telur að íbúar muni sættast við ferlíkin. Ystu garðarnir á Patreksfirði.Egill Aðalsteinsson „Þetta eru bara ótrúlega fínir garðar sem veita okkur ákveðið öryggi við þessari vá sem við byggjum hér á. Þannig að við erum bara sátt við þetta og viljum náttúrlega að það sé haldið áfram með fleiri varnir í sveitarfélaginu,“ segir bæjarstjórinn. Útsýnispallar vekja athygli okkar en heimamenn hafa á orði að sá sem hæst stendur bjóði upp á einhverja bestu sýnina yfir byggðina. En það er einnig verið að leggja göngustíga og huggulega áningarstaði fyrir ferðafólk að snæða nestið sitt. Göngustígar eru ofan á görðunum en einnig fyrir aftan og neðan.Egill Aðalsteinsson „Já, það eru náttúrlega allskyns mótvægisaðgerðir. Það eru útsýnispallar og skemmtilegir svona pikknikk-staðir. Og góðir göngustígar, bæði upp á varnargarðana og líka fyrir aftan og í kringum. Þannig að við erum að fá þarna bara stórt íþróttamannvirki með görðunum.“ Og reynt var að tvinna gamlan skógræktarreit inn í mannvirkin, sem bæjarstjórinn segir að hafi verið reynt að skerða sem minnst. Steinhlaðinn útsýnispallur býður ferðamönnum að setjast niður og snæða nestið.Egill Aðalsteinsson „Það er verið að gera skógræktinni hátt undir höfði og halda henni til staðar, sem skiptir náttúrlega líka máli varðandi bara fegurð svæðisins.“ En verða garðarnir kannski aðdráttarafl fyrir ferðamenn? „Það er það. Og það er bara víða á Íslandi sem ferðamenn eru mikið að labba upp á snjóflóðavarnagarðana. Þetta eru rosalega flott mannvirki,“ segir Þórdís. Og bæjaryfirvöld buðu meira að segja forseta Íslands að njóta útsýnis af pallinum. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, á útsýnispallinum ásamt bæjarstjóra Vesturbyggðar.Forsetaembættið „Hvet alla sem koma í heimsókn að kíkja upp á pall. Við fórum um daginn með forsetanum og honum leist bara mjög vel á,“ segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vesturbyggð Snjóflóð á Íslandi Náttúruhamfarir Almannavarnir Veður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Brýnt að ljúka ofanflóðavörnum: „Þetta sýnir þörfina svo vel“ Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir snjóflóðin sem féllu í Neskaupstað í morgun skiljanlega hafa áhrif á íbúa en flestir þekki söguna af mannskæða flóðinu 1974. Mikilvægi þess að ljúka ofanflóðavörnum í bænum hafi bersýnilega komið í ljós í morgun og bæjarstjóri segir þau vinna að málinu með íbúum sem ein heild. 27. mars 2023 12:31 Upplifði flóðin fyrir fjörutíu árum síðan: „Þetta ýfir upp gömul sár“ Íbúi á Patreksfirði sem upplifið krapaflóðin fyrir fjörutíu árum síðan segir flóðið í dag hafa ýft upp gömul sár. Bæjarstjórinn segir íbúa vera skelkaða og að hlutirnir hefðu getað farið verr hefði flóðið átt sér stað tveimur klukkutímum áður. 26. janúar 2023 15:56 Krapaflóð féll á Patreksfirði Krapaflóð féll á Patreksfirði á tíunda tímanum í dag. Engin hús eða manneskjur urðu fyrir flóðinu en það féll niður sama farveg og flóðið sem féll á Patreksfirði árið 1983. 26. janúar 2023 11:00 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Brýnt að ljúka ofanflóðavörnum: „Þetta sýnir þörfina svo vel“ Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir snjóflóðin sem féllu í Neskaupstað í morgun skiljanlega hafa áhrif á íbúa en flestir þekki söguna af mannskæða flóðinu 1974. Mikilvægi þess að ljúka ofanflóðavörnum í bænum hafi bersýnilega komið í ljós í morgun og bæjarstjóri segir þau vinna að málinu með íbúum sem ein heild. 27. mars 2023 12:31
Upplifði flóðin fyrir fjörutíu árum síðan: „Þetta ýfir upp gömul sár“ Íbúi á Patreksfirði sem upplifið krapaflóðin fyrir fjörutíu árum síðan segir flóðið í dag hafa ýft upp gömul sár. Bæjarstjórinn segir íbúa vera skelkaða og að hlutirnir hefðu getað farið verr hefði flóðið átt sér stað tveimur klukkutímum áður. 26. janúar 2023 15:56
Krapaflóð féll á Patreksfirði Krapaflóð féll á Patreksfirði á tíunda tímanum í dag. Engin hús eða manneskjur urðu fyrir flóðinu en það féll niður sama farveg og flóðið sem féll á Patreksfirði árið 1983. 26. janúar 2023 11:00